Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 7. mars 2025 11:31 Um langt árabil var málaflokkur umhverfis- og náttúruverndar vanfjármagnaður. Í tíð minni sem umhverfisráðherra voru þó fjárheimildir til umhverfismála aukin um tæp 50% á fjórum árum. Það var gert vegna ríkrar áherslu á náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál á þeim tíma. Mér var það fyllilega ljóst að það var ekki nóg. Það kom mér því verulega á óvart (og olli mér miklum vonbrigðum) þegar Jóhann Páll Jóhannsson nýr umhverfisráðherra boðaði fyrr í vikunni umtalsverðan niðurskurð í ráðuneyti sínu, alls um 600 m.kr., nú þegar á þessu ári. Það eru háar fjárhæðir í litlu ráðuneyti. Til að setja í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og rennur úr ríkissjóði til Samkeppniseftirlitsins og sviðað og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fær. Þetta er 2,5 sinnum meira en fer í rekstur embættis ríkissáttasemjara og er um 1/4 af framlagi ríkisins til nýrrar Náttúruverndarstofnunar. Það er alltaf mikilvægt að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. En þessi ákvörðun ráðherra er óábyrg og ekki í þágu almannaheilla. Hann kýs að skera niður meðan það vantar fjármagn í loftslagsmál og orkuskipti, í ofanflóðavarnir og landvörslu, og í aðgerðir til varnar líffræðilegri fjölbreytni svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsráð og umhverfisverndarsamtök hafa bent á að frekari fjármögnun loftslagsaðgerða sé nauðsynleg til að ná viðunandi árangri hérlendis og svo uppfylla megi alþjóðlegar skyldur okkar Íslendinga. Það er því erfitt að sjá hvað umhverfisráðherra Samfylkingarinnar gengur til með blóðugum niðurskurði í umhverfismálum. Á að skera niður opinber störf? Á að hætta með mikilvægverkefni? Hvert er planið? Ráðherrann verður að útskýra hvernig hann telji sig geta tekið 600 m.kr. úr brýnum verkefnum innan málaflokka ráðuneytisins án þess að það komi niður á opinberri þjónustu eða árangri í umhverfismálum. Ráðherranum væri nær að beina auknu fjármagn til ofangreindra málaflokka og til félagasamtaka sem t.d. misstu séstakt fjármagn til verkefnastyrkja í ráðherratíð Guðlaugs Þórs. Aukið fjármagn til félagasamtaka er mikilvægt ekki síst í ljósi þess að engir stjórnmálaflokkar á Alþingi munu veita ráðherranum aðhald í umhverfismálum. Það aðhald verður því að koma utan frá og til þess þurfa umhverfisverndarsamtök fjármagn. Ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hefur kastað teningunum í umhverfismálum. Það á sérstaklega að greiða götu virkjana og fjarlægja nauðsynlega varnagla úr umhverfislöggjöfinni, þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tekið þátt í að koma þeim varnöglum í lög á sínum tíma. Ráðherrann ætlar að virkja eftir uppskrift hægrisinnaðra hagsmunaafla með einföldun regluverks og undanþágum, eins og nýlegt frumvarp ráðherrans í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur ber með sér. Þá boðar ráðherrann færri aðgerðir í loftslagsmálum. Engar aðgerðir í þágu náttúruverndar eða til verndar líffræðilegri fjölbreytni hafa verið boðaðar. Og, nú á að draga úr fjárheimildum til umhverfismála. Umhverfi og náttúra eiga sér greinilega enga talsmenn í ríkisstjórn sem helst stundar niðurrif í málaflokknum. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga gegn hagsmunum samtímans og framtíðarkynslóða og eru mikil afturför í íslenskum stjórnmálum og stefnumótun hins opinbera í þágu umhverfis- og náttúruverndar. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrv. umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um langt árabil var málaflokkur umhverfis- og náttúruverndar vanfjármagnaður. Í tíð minni sem umhverfisráðherra voru þó fjárheimildir til umhverfismála aukin um tæp 50% á fjórum árum. Það var gert vegna ríkrar áherslu á náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál á þeim tíma. Mér var það fyllilega ljóst að það var ekki nóg. Það kom mér því verulega á óvart (og olli mér miklum vonbrigðum) þegar Jóhann Páll Jóhannsson nýr umhverfisráðherra boðaði fyrr í vikunni umtalsverðan niðurskurð í ráðuneyti sínu, alls um 600 m.kr., nú þegar á þessu ári. Það eru háar fjárhæðir í litlu ráðuneyti. Til að setja í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og rennur úr ríkissjóði til Samkeppniseftirlitsins og sviðað og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fær. Þetta er 2,5 sinnum meira en fer í rekstur embættis ríkissáttasemjara og er um 1/4 af framlagi ríkisins til nýrrar Náttúruverndarstofnunar. Það er alltaf mikilvægt að ráðstafa almannafé með ábyrgum hætti. En þessi ákvörðun ráðherra er óábyrg og ekki í þágu almannaheilla. Hann kýs að skera niður meðan það vantar fjármagn í loftslagsmál og orkuskipti, í ofanflóðavarnir og landvörslu, og í aðgerðir til varnar líffræðilegri fjölbreytni svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsráð og umhverfisverndarsamtök hafa bent á að frekari fjármögnun loftslagsaðgerða sé nauðsynleg til að ná viðunandi árangri hérlendis og svo uppfylla megi alþjóðlegar skyldur okkar Íslendinga. Það er því erfitt að sjá hvað umhverfisráðherra Samfylkingarinnar gengur til með blóðugum niðurskurði í umhverfismálum. Á að skera niður opinber störf? Á að hætta með mikilvægverkefni? Hvert er planið? Ráðherrann verður að útskýra hvernig hann telji sig geta tekið 600 m.kr. úr brýnum verkefnum innan málaflokka ráðuneytisins án þess að það komi niður á opinberri þjónustu eða árangri í umhverfismálum. Ráðherranum væri nær að beina auknu fjármagn til ofangreindra málaflokka og til félagasamtaka sem t.d. misstu séstakt fjármagn til verkefnastyrkja í ráðherratíð Guðlaugs Þórs. Aukið fjármagn til félagasamtaka er mikilvægt ekki síst í ljósi þess að engir stjórnmálaflokkar á Alþingi munu veita ráðherranum aðhald í umhverfismálum. Það aðhald verður því að koma utan frá og til þess þurfa umhverfisverndarsamtök fjármagn. Ríkisstjórnin undir forystu Samfylkingarinnar hefur kastað teningunum í umhverfismálum. Það á sérstaklega að greiða götu virkjana og fjarlægja nauðsynlega varnagla úr umhverfislöggjöfinni, þrátt fyrir að Samfylkingin hafi tekið þátt í að koma þeim varnöglum í lög á sínum tíma. Ráðherrann ætlar að virkja eftir uppskrift hægrisinnaðra hagsmunaafla með einföldun regluverks og undanþágum, eins og nýlegt frumvarp ráðherrans í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur ber með sér. Þá boðar ráðherrann færri aðgerðir í loftslagsmálum. Engar aðgerðir í þágu náttúruverndar eða til verndar líffræðilegri fjölbreytni hafa verið boðaðar. Og, nú á að draga úr fjárheimildum til umhverfismála. Umhverfi og náttúra eiga sér greinilega enga talsmenn í ríkisstjórn sem helst stundar niðurrif í málaflokknum. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga gegn hagsmunum samtímans og framtíðarkynslóða og eru mikil afturför í íslenskum stjórnmálum og stefnumótun hins opinbera í þágu umhverfis- og náttúruverndar. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og fyrrv. umhverfisráðherra.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun