Fjármálaleikar grunnskólanna – tekur þinn skóli þátt? Heiðrún Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir skrifa 7. mars 2025 10:32 Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni. Keppnin hefur reynst góð leið til að kveikja áhuga ungs fólks á fjármálum. Það skiptir máli enda reynir á þekkingu á fjármálum þegar farið er út í lífið, til að mynda þegar kemur að launum, sparnaði, lántöku, tryggingum eða kaupum á húsnæði. Mistök snemma í fjármálum geta verið dýr og reynst erfitt að vinna sig út úr, því er mikilvægt að ungt fólk læri snemma um fjármál. Spurningarnar sem krakkarnir svara í gegnum netleik reyna einmitt á þekkingu á þessum atriðum og eru í samræmi við þekkingarramma PISA. Til mikils er að vinna þar sem þrír efstu skólarnir fá peningaverðlaun auk þess sem tveir fulltrúar frá þeim skóla sem ber sigur úr býtum ferðast til Brussel ásamt kennara og keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer í vor. Á vef Fjármálavits geta allir áhugasamir spreytt sig á spurningunum frá Fjármálaleikum sem fóru fram á síðasta ári. Allur gangur á hvaða börn fá tækifæri til að læra fjármálalæsi Í dag er allur gangur á hve mikla fjármálalæsisfræðslu börn fá á sinni skólagöngu. Í sumum skólum er fjármálalæsi skylda, í öðrum valfag en algengast er að skólar tvinni fjármálalæsi inn í stærðfræði og lífsleikni. Of víða er fjármálalæsi hins vegar hvorki í boði sem hluti af skyldunáminu eða sem valfag. Það er undir hverjum skóla komið hversu mikið og með hvaða hætti kennslufyrirkomulagið er og fer það því eftir áhuga kennara og skólastjórnenda. Á sama tíma hafa bæði OECD og þónokkrir starfshópar stjórnvalda á síðustu árum lagt til að öll ungmenni fái tækifæri til að öðlast grunnfærni í fjármálum á sinni skólagöngu. Þá virðist almenningur vera á sömu skoðun. Í könnun Gallup sem gerð var fyrir SFF sögðust um 90% hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og einungis 10% segjast hafa lært um fjármál á þeim vettvangi. Þó fáir hafi lært um fjármál á sinni skólagöngu voru grunn- og framhaldsskólar oftast nefndir þegar spurt var hvar heppilegast væri að fólk lærði um fjármál. Flestir sögðust hafa fengið sína fræðslu um fjármál hjá foreldrum og svo á netinu eða á samfélagsmiðlum, þar sem áreiðanleiki upplýsinga getur verið misjafn og hætta er að lenda í svikum. Heimili eru einnig ólík og getur verið mikill munur hve mikið fjármál eru til umræðu innan veggja hemilsins. Að koma fjármálafræðslu fyrir í skyldunáminu í grunnskóla er því líður í að jafna tækifæri og aðstöðu milli ungmenna. Í aðalnámskrá grunnskóla sem var endurskoðuð á síðasta ári var fjármálalæsi ekki gert að skyldu en fær þó aðeins meira vægi inn í stærðfræði og lífsleiknifögum en áður. En betur má ef duga skal. Það sem hefur að mestu hindrað kennslu í fjármálalæsi hingað til er of lítið vægi í aðalnámskránni og því ekki nægur tími fyrir fagið, skortur á bæði samræmdu námsefni og þjálfun kennara í kennslu um fjármál. Fjármálavit hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar síðustu ár og boðið kennurum sem þess óska upp á námsefni og námskeið í kennslu á fjármálalæsi auk þess að gefa tæplega 19.000 bækur um fjármál einstaklinga til nemenda og kennara í grunn- og framhaldsskólum. Að skilja sín fjármál jafn mikilvægt og að skilja umferðarreglurnar Líkt og OECD, starfshópar stjórnvalda og almenningur hafa kallað eftir, ætti fjármálalæsi að vera hluti af skyldunámi á skólagöngu hvers barns. Það er réttlætismál sem stuðla ætti að minni ójöfnuði og jafnari tækifærum í þjóðfélaginu. Engin börn ættu að fara út í lífið án grundvallar þekkingu á fjármálum, ekki frekar en að fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. Til að tryggja að öll börn fái jafna fræðslu um fjármál þarf fræðslan að eiga sér stað innan veggja skólanna og er það hlutverk stjórnvalda að móta skýra stefnu í fjármálalæsi, styðja kennara, bjóða gott námsefni og mæla árangur. Það er hagur allra. Margt ungt fólk mun taka sín fyrstu skref á þeirri braut í Fjármálaleiknum sem hefjast senn. Þar mun vonandi kvikna áhugi hjá einhverjum nemendum á fjármálum heimilisins sem fylgja mun þeim í gegnum lífið. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Fjármál heimilisins Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni. Keppnin hefur reynst góð leið til að kveikja áhuga ungs fólks á fjármálum. Það skiptir máli enda reynir á þekkingu á fjármálum þegar farið er út í lífið, til að mynda þegar kemur að launum, sparnaði, lántöku, tryggingum eða kaupum á húsnæði. Mistök snemma í fjármálum geta verið dýr og reynst erfitt að vinna sig út úr, því er mikilvægt að ungt fólk læri snemma um fjármál. Spurningarnar sem krakkarnir svara í gegnum netleik reyna einmitt á þekkingu á þessum atriðum og eru í samræmi við þekkingarramma PISA. Til mikils er að vinna þar sem þrír efstu skólarnir fá peningaverðlaun auk þess sem tveir fulltrúar frá þeim skóla sem ber sigur úr býtum ferðast til Brussel ásamt kennara og keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer í vor. Á vef Fjármálavits geta allir áhugasamir spreytt sig á spurningunum frá Fjármálaleikum sem fóru fram á síðasta ári. Allur gangur á hvaða börn fá tækifæri til að læra fjármálalæsi Í dag er allur gangur á hve mikla fjármálalæsisfræðslu börn fá á sinni skólagöngu. Í sumum skólum er fjármálalæsi skylda, í öðrum valfag en algengast er að skólar tvinni fjármálalæsi inn í stærðfræði og lífsleikni. Of víða er fjármálalæsi hins vegar hvorki í boði sem hluti af skyldunáminu eða sem valfag. Það er undir hverjum skóla komið hversu mikið og með hvaða hætti kennslufyrirkomulagið er og fer það því eftir áhuga kennara og skólastjórnenda. Á sama tíma hafa bæði OECD og þónokkrir starfshópar stjórnvalda á síðustu árum lagt til að öll ungmenni fái tækifæri til að öðlast grunnfærni í fjármálum á sinni skólagöngu. Þá virðist almenningur vera á sömu skoðun. Í könnun Gallup sem gerð var fyrir SFF sögðust um 90% hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og einungis 10% segjast hafa lært um fjármál á þeim vettvangi. Þó fáir hafi lært um fjármál á sinni skólagöngu voru grunn- og framhaldsskólar oftast nefndir þegar spurt var hvar heppilegast væri að fólk lærði um fjármál. Flestir sögðust hafa fengið sína fræðslu um fjármál hjá foreldrum og svo á netinu eða á samfélagsmiðlum, þar sem áreiðanleiki upplýsinga getur verið misjafn og hætta er að lenda í svikum. Heimili eru einnig ólík og getur verið mikill munur hve mikið fjármál eru til umræðu innan veggja hemilsins. Að koma fjármálafræðslu fyrir í skyldunáminu í grunnskóla er því líður í að jafna tækifæri og aðstöðu milli ungmenna. Í aðalnámskrá grunnskóla sem var endurskoðuð á síðasta ári var fjármálalæsi ekki gert að skyldu en fær þó aðeins meira vægi inn í stærðfræði og lífsleiknifögum en áður. En betur má ef duga skal. Það sem hefur að mestu hindrað kennslu í fjármálalæsi hingað til er of lítið vægi í aðalnámskránni og því ekki nægur tími fyrir fagið, skortur á bæði samræmdu námsefni og þjálfun kennara í kennslu um fjármál. Fjármálavit hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar síðustu ár og boðið kennurum sem þess óska upp á námsefni og námskeið í kennslu á fjármálalæsi auk þess að gefa tæplega 19.000 bækur um fjármál einstaklinga til nemenda og kennara í grunn- og framhaldsskólum. Að skilja sín fjármál jafn mikilvægt og að skilja umferðarreglurnar Líkt og OECD, starfshópar stjórnvalda og almenningur hafa kallað eftir, ætti fjármálalæsi að vera hluti af skyldunámi á skólagöngu hvers barns. Það er réttlætismál sem stuðla ætti að minni ójöfnuði og jafnari tækifærum í þjóðfélaginu. Engin börn ættu að fara út í lífið án grundvallar þekkingu á fjármálum, ekki frekar en að fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. Til að tryggja að öll börn fái jafna fræðslu um fjármál þarf fræðslan að eiga sér stað innan veggja skólanna og er það hlutverk stjórnvalda að móta skýra stefnu í fjármálalæsi, styðja kennara, bjóða gott námsefni og mæla árangur. Það er hagur allra. Margt ungt fólk mun taka sín fyrstu skref á þeirri braut í Fjármálaleiknum sem hefjast senn. Þar mun vonandi kvikna áhugi hjá einhverjum nemendum á fjármálum heimilisins sem fylgja mun þeim í gegnum lífið. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun