Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar 28. febrúar 2025 08:31 Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Nú þarf að byggja ofan á þetta og halda áfram vinnu við að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar eigi þétt samtal um sitt kjaraumhverfi og hefji samtal um virðismat á störfum sínum. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf að bæta verulega. Áframhaldandi vinna við þróun mönnunarviðmiða var fest í sessi í síðustu kjarasamningum, sem er mikilvægt skref. Rannsóknir sýna að rétt mönnun hjúkrunarfræðinga stuðlar að öruggri hjúkrun fyrir skjólstæðinga og er jafnframt hagkvæm, þar sem hún dregur úr dánartíðni og fylgikvillum. Það er forgangsmál að lögfesta mönnunarviðmið til að tryggja öryggi skjólstæðinga og auka starfsöryggi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga þarf að fara á skrið, en lítið hefur þokast í færslu verkefna milli heilbrigðisstétta. Hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga er mikil og sýnt hefur verið fram á að víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga er öruggt, hagkvæmt og skilar sér í aukinni ánægju sjúklinga með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Hér þurfa bæði að eiga sér stað menningarbundnar breytingar og breytingar á lögum og reglugerðum. Sérfræðingar í hjúkrun eiga að nýta faglega þekkingu sína til fulls, eins og þekkist í öðrum löndum sem Ísland ber sig gjarnan saman við. Það stuðlar að betri nýtingu mannafla og aukinni skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir eru undirstaða vísinda, og hjúkrunarfræði sem vísindagrein byggir á þeim grunni. Áfram þarf að efla og styrkja rannsóknir í hjúkrun á Íslandi og styðja þannig við sívaxandi rannsókna- og vísindastarf í faginu. Hjúkrun þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Mikilvægt er að laða að fjölbreyttan hóp og tryggja að stéttin endurspegli þann breiða hóp skjólstæðinga sem hún sinnir. Hjúkrunarþörf fer vaxandi um allan heim, og því verðum við að leita að hæfum einstaklingum úr öllum hópum samfélagsins, ekki aðeins helmingi þess. Hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni eru mikilvægir í íslensku heilbrigðiskerfi og við eigum að styðja þá sem flytja hingað til starfa á eigin vegum. Ísland á að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um siðferðilegar ráðningar milli landa. Heildrænt móttökuferli þarf að vera til staðar með góðri aðlögun þar sem tungumálakunnátta og hæfni er staðfest ásamt inngildingu í samfélagið. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslu, en skortur er á formlegum málsvara og ráðgefandi aðila sem hefur heildarsýn og leiðir faglega þróun hjúkrunar, fjölmennustu stéttarinnar í heilbrigðiskerfinu. Því er brýnt að stofna embætti yfirhjúkrunarfræðings, sem hefur yfirsýn yfir mönnun og þróun hjúkrunarþjónustu, auk þess að móta faglega stefnu yfirvalda hvað varðar hjúkrunarþjónustu í landinu. Undirrituð býður sig fram til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga í kosningum félagsins sem fara fram rafrænt frá hádegi 28. febrúar til hádegis 4. mars. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Nú þarf að byggja ofan á þetta og halda áfram vinnu við að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar eigi þétt samtal um sitt kjaraumhverfi og hefji samtal um virðismat á störfum sínum. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf að bæta verulega. Áframhaldandi vinna við þróun mönnunarviðmiða var fest í sessi í síðustu kjarasamningum, sem er mikilvægt skref. Rannsóknir sýna að rétt mönnun hjúkrunarfræðinga stuðlar að öruggri hjúkrun fyrir skjólstæðinga og er jafnframt hagkvæm, þar sem hún dregur úr dánartíðni og fylgikvillum. Það er forgangsmál að lögfesta mönnunarviðmið til að tryggja öryggi skjólstæðinga og auka starfsöryggi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga þarf að fara á skrið, en lítið hefur þokast í færslu verkefna milli heilbrigðisstétta. Hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga er mikil og sýnt hefur verið fram á að víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga er öruggt, hagkvæmt og skilar sér í aukinni ánægju sjúklinga með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Hér þurfa bæði að eiga sér stað menningarbundnar breytingar og breytingar á lögum og reglugerðum. Sérfræðingar í hjúkrun eiga að nýta faglega þekkingu sína til fulls, eins og þekkist í öðrum löndum sem Ísland ber sig gjarnan saman við. Það stuðlar að betri nýtingu mannafla og aukinni skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir eru undirstaða vísinda, og hjúkrunarfræði sem vísindagrein byggir á þeim grunni. Áfram þarf að efla og styrkja rannsóknir í hjúkrun á Íslandi og styðja þannig við sívaxandi rannsókna- og vísindastarf í faginu. Hjúkrun þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Mikilvægt er að laða að fjölbreyttan hóp og tryggja að stéttin endurspegli þann breiða hóp skjólstæðinga sem hún sinnir. Hjúkrunarþörf fer vaxandi um allan heim, og því verðum við að leita að hæfum einstaklingum úr öllum hópum samfélagsins, ekki aðeins helmingi þess. Hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni eru mikilvægir í íslensku heilbrigðiskerfi og við eigum að styðja þá sem flytja hingað til starfa á eigin vegum. Ísland á að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um siðferðilegar ráðningar milli landa. Heildrænt móttökuferli þarf að vera til staðar með góðri aðlögun þar sem tungumálakunnátta og hæfni er staðfest ásamt inngildingu í samfélagið. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslu, en skortur er á formlegum málsvara og ráðgefandi aðila sem hefur heildarsýn og leiðir faglega þróun hjúkrunar, fjölmennustu stéttarinnar í heilbrigðiskerfinu. Því er brýnt að stofna embætti yfirhjúkrunarfræðings, sem hefur yfirsýn yfir mönnun og þróun hjúkrunarþjónustu, auk þess að móta faglega stefnu yfirvalda hvað varðar hjúkrunarþjónustu í landinu. Undirrituð býður sig fram til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga í kosningum félagsins sem fara fram rafrænt frá hádegi 28. febrúar til hádegis 4. mars. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun