Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2025 23:15 Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi. Vísir/Vilhelm Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, er ánægður með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann hefur reynt að fá Gylfa til félagsins um langa hríð. „Þetta er gríðarlega góð tilfinning og frábær viðbót við mjög góðan hóp. Núna erum við bara nokkuð klárir í þetta held ég,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gylfi hafi áttað sig á efirsjánni Það hefur gengið á ýmsu bakvið tjöldin sem og fyrir opnum tjöldum síðustu vikur. Aðspurður um samningaviðræðurnar frá sjónarhóli Víkinga segir Kári: „Auðvitað tók þetta smá tíma og verið í gangi í smá tíma. Við sendum inn tilboð í desember minnir mig, sem var hafnað. Svo byrjaði þetta aftur núna. Þetta er ekkert persónulegt í þessu, menn færa sig á milli liða í hverjum einasta glugga og þetta var ekkert frábrugðið því,“ segir Kári. „Auðvitað endaði þetta í svolítið hárri upphæð og ég skil það vel að Valsmenn vilji fá háa upphæð fyrir svo góðan leikmann. Við vorum tilbúnir að borga það þannig að á nedanum eru allir ánægðir held ég,“ bætir hann við. Breiðablik fékk einnig samþykkt tilboð í Gylfa. Kári kveðst þó ekki hafa haft áhyggjur af því að Gylfi færi í Kópavog. „Ég var svo sem ekkert að hugsa um það. Ég var einblíndi bara á að ná honum yfir og reyna að sannfæra hann um að þetta væri staðurinn sem myndi henta honum best,“ segir Kári. Víkingur reyndi að fá Gylfa þegar hann samdi við Val fyrir tæpu ári síðan. Liðið lagði þá fram tilboð í hann á miðju sumri og aftur eftir að síðustu leiktíð var lokið. Biðin hefur því verið umtalsverð. „Ég held hann hafi áttað sig á því að hann hafi séð eftir því að hafa ekki valið Víking á sínum tíma. Ég er alveg fullviss um að við hefðum unnið mótið í fyrra með hann innanborðs,“ segir Kári. Viðtalið má sjá í spilaranum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlega góð tilfinning og frábær viðbót við mjög góðan hóp. Núna erum við bara nokkuð klárir í þetta held ég,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gylfi hafi áttað sig á efirsjánni Það hefur gengið á ýmsu bakvið tjöldin sem og fyrir opnum tjöldum síðustu vikur. Aðspurður um samningaviðræðurnar frá sjónarhóli Víkinga segir Kári: „Auðvitað tók þetta smá tíma og verið í gangi í smá tíma. Við sendum inn tilboð í desember minnir mig, sem var hafnað. Svo byrjaði þetta aftur núna. Þetta er ekkert persónulegt í þessu, menn færa sig á milli liða í hverjum einasta glugga og þetta var ekkert frábrugðið því,“ segir Kári. „Auðvitað endaði þetta í svolítið hárri upphæð og ég skil það vel að Valsmenn vilji fá háa upphæð fyrir svo góðan leikmann. Við vorum tilbúnir að borga það þannig að á nedanum eru allir ánægðir held ég,“ bætir hann við. Breiðablik fékk einnig samþykkt tilboð í Gylfa. Kári kveðst þó ekki hafa haft áhyggjur af því að Gylfi færi í Kópavog. „Ég var svo sem ekkert að hugsa um það. Ég var einblíndi bara á að ná honum yfir og reyna að sannfæra hann um að þetta væri staðurinn sem myndi henta honum best,“ segir Kári. Víkingur reyndi að fá Gylfa þegar hann samdi við Val fyrir tæpu ári síðan. Liðið lagði þá fram tilboð í hann á miðju sumri og aftur eftir að síðustu leiktíð var lokið. Biðin hefur því verið umtalsverð. „Ég held hann hafi áttað sig á því að hann hafi séð eftir því að hafa ekki valið Víking á sínum tíma. Ég er alveg fullviss um að við hefðum unnið mótið í fyrra með hann innanborðs,“ segir Kári. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira