„Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Aron Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2025 12:03 Martin Hermannsson segir unnustu sína, Önnu Maríu, klettinn í fjölskyldunni en þau búa í fjarbúð þessa mánuðina. Martin úti í Þýskalandi á meðan að Anna og synir þeirra tveir eru hér heima á Íslandi Vísir/Samsett mynd Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. Martin er kominn á fullt aftur innan vallar og sýndi vel hvað í sér býr á dögunum í Laugardalshöllinni í fræknum sigri á Tyrkjum sem gulltryggði EM sætið. Frábær heimkoma þar sem að Martin náði ekki bara að leika listir sínar með íslenska landsliðinu, heldur einnig að heimsækja fjölskyldu sína. Martin og unnusta hans, Anna María Bjarnadóttir, ákváðu að hún skyldi flytja hingað til lands með syni þeirra tvo og á meðan einbeitir Martin sér að því að koma sér í besta mögulega standið úti í Þýskalandi og það getur tekið á. „Þetta er rosalega upp og niður. Auðvitað er rosalega erfitt að vera frá fjölskyldunni. Erfitt að vera í öllum þessum myndsímtölum. Sér í lagi upp á yngri son minn að gera, hann er að verða eins árs í næsta mánuði og á þessu tímabili ævinnar er hver dagur öðruvísi,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Það er erfitt oft á tíðum en á sama tíma ákváðum við konan að gera þetta svona í ár. Bara svo ég gæti líka verið að einbeita mér að líkamanum og reyna koma í mér besta stand sem völ er á.“ Og ljóst hversu mikið Martin reiðir sig á sína konu. „Hún er náttúrulega búin að vera algjör klettur í þessu öllu saman. Ég gæti ekki gert það sem hún er að gera. Að vera ein með tvö börn og halda geðheilsu. Hún er kletturinn í okkar fjölskyldu og ég á henni mjög margt að þakka. Það var líka falleg stund að hafa þau öll á leiknum, knúsast eftir leik og að vera saman. Lífið sem atvinnumaður er upp og niður. Þetta er ekkert alltaf dans á rósum en gott á margan hátt. Svona er þetta núna. Þau eru hérna heima á Íslandi og eldri sonurinn elskar það að vera í íþróttum og skólanum hér. Á sama tíma fær konan allt það bakland sem hún þarf. Auðvitað er það líka gott á þann hátt en oft erfitt að vera í burtu. Það er ekkert launungarmál.“ Íslendingar erlendis Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Martin er kominn á fullt aftur innan vallar og sýndi vel hvað í sér býr á dögunum í Laugardalshöllinni í fræknum sigri á Tyrkjum sem gulltryggði EM sætið. Frábær heimkoma þar sem að Martin náði ekki bara að leika listir sínar með íslenska landsliðinu, heldur einnig að heimsækja fjölskyldu sína. Martin og unnusta hans, Anna María Bjarnadóttir, ákváðu að hún skyldi flytja hingað til lands með syni þeirra tvo og á meðan einbeitir Martin sér að því að koma sér í besta mögulega standið úti í Þýskalandi og það getur tekið á. „Þetta er rosalega upp og niður. Auðvitað er rosalega erfitt að vera frá fjölskyldunni. Erfitt að vera í öllum þessum myndsímtölum. Sér í lagi upp á yngri son minn að gera, hann er að verða eins árs í næsta mánuði og á þessu tímabili ævinnar er hver dagur öðruvísi,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Það er erfitt oft á tíðum en á sama tíma ákváðum við konan að gera þetta svona í ár. Bara svo ég gæti líka verið að einbeita mér að líkamanum og reyna koma í mér besta stand sem völ er á.“ Og ljóst hversu mikið Martin reiðir sig á sína konu. „Hún er náttúrulega búin að vera algjör klettur í þessu öllu saman. Ég gæti ekki gert það sem hún er að gera. Að vera ein með tvö börn og halda geðheilsu. Hún er kletturinn í okkar fjölskyldu og ég á henni mjög margt að þakka. Það var líka falleg stund að hafa þau öll á leiknum, knúsast eftir leik og að vera saman. Lífið sem atvinnumaður er upp og niður. Þetta er ekkert alltaf dans á rósum en gott á margan hátt. Svona er þetta núna. Þau eru hérna heima á Íslandi og eldri sonurinn elskar það að vera í íþróttum og skólanum hér. Á sama tíma fær konan allt það bakland sem hún þarf. Auðvitað er það líka gott á þann hátt en oft erfitt að vera í burtu. Það er ekkert launungarmál.“
Íslendingar erlendis Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31
Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00