Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar 24. febrúar 2025 20:02 Nú liggur fyrir óumflýjanlegt skógarhögg í Öskjuhlíðinni til að tryggja lífsnauðsynlegt aðgengi að flugvellinum. Þó þetta sé það eina sem er í stöðunni núna er mikilvægt að minna sjálf okkur á að þetta hefði ekki þurft að vera svona. Sú staðreynd að sjúkraflug geti þjónað mikilvægu hlutverki í neyðartilfellum er engin ástæða fyrir því að staðsetning flugvallar skuli aldrei nokkurntímann breytast sama hvernig aðstæður í umhverfi hans þróast. Þessi staða er enn ein bein afleiðing áratugalangrar innviðasveltingar ríkisins gagnvart landsbyggðinni og enn ein bútasaumslausnin til að bæta úr því á ögurstundu sem bitnar núna á fallegasta og besta útivistarsvæði miðsvæðis Reykjavíkur. Fyrrverandi borgarstjóri reynir núna að öðlast góðvild flokks síns í skugga yfirvofandi formannsbaráttu með því að mæta persónulega með vélsög í Öskjuhlíðina, þó svo að það sé einmitt vegna óvilja hans eigin flokks til að mæta raunverulegum þörfum kjósenda sinna með uppbyggingu heilbrigðisinnviða á fleiri stöðum á landinu en í 101 Reykjavík. Enda væri leiðinlegt að missa þetta baráttumál úr hendi sér með því að leysa rót vandans . Nú virðist Flokkur Fólksins hafa tekið við þessu kefli af Framsókn, en þeim mun vonandi ganga betur í verkefninu. Bein afleiðing afstöðuleysis Í umræðu um staðsetningu flugvallarins og rakstur trjánna í Öskjuhlíðinni virðist því haldið fram að sjúkraflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll sé draumaástand þar sem ekkert gæti verið betur til þess fallið að bjarga mannslífum í neyðartilfellum. Það væri alveg hægt að sinna bráðagæslu landsbyggðarinnar betur, til dæmis með því að byggja öfluga spítala á fjölbreyttari stöðum en miðbæ Reykjavíkur, eða með því að byggja samgöngukerfi sem byggir ekki á því að 12 manns á ári sé fórnað á malbiksaltari. Er ekki forvitnilegt að enginn bráðalæknir hefur blandað sér í umræðuna og úthúðað borgaryfirvöldum fyrir illu aðgengi að sjúkraflugi? Ef röð höfuðpaura innviða/sveitarstjórna/samgönguráðuneytisins seinustu 30 ára, sem iðulega hafa verið Framsóknarmenn, hefðu raunverulegan metnað fyrir hagsmunum landsbyggðarinnar, væri löngu búið að ekki bara finna betri staðsetningu fyrir flugvöllinn með tilliti til aðgengs að öllu höfuðborgarsvæðinu (en ekki bara vesturbænum) heldur væri spítali með álíka góðu flugaðgengi í hverjum landsfjórðungi, líklega skírðir í höfuðið á landvættunum. Í staðinn fáum við samning eftir samning, eftir stýrihóp, eftir yfirlýsingu, eftir aðstæðukönnun eftir seinkun, eftir frestun og á endanum er verkefnið einfaldlega tekið af dagskrá og síðan fjárlögum og á biðstöðu þrátt fyrir vaxandi mannfjölda og innviðaskuld. Hvað finnst Reykvíkingum? Talandi um samninga, þá byggir flugvöllurinn tilverurétt sinn á samningi milli Reykjavíkur og Ríkisins um að flugvöllurinn fái að halda áfram starfsemi sinni á meðan Ríkið reyni að finna flugvellinum betra heimili við höfuðborgarsvæðið. Í þessu samstarfi stendur beinlínis að ef Hvassahraun gengur ekki upp, eða ef Ríkið hætti að leita að nýrri staðsetningu fyrir flugvöllinn af öðrum ástæðum skuli það endurskoðað. Ekki að Reykjavíkurborg skuli einhliða stanslaust viðhalda flugvellinum burtséð frá öllum kostnaði og fara þannig gegn vilja kjósenda sinna. En Reykvíkingar hafa einmitt þegar haldið íbúakosningu um hvort flugvöllurinn skuli koma eða fara. Niðurstaðan var að hann ætti að fara. Það var fyrir rúmlega tuttugu árum. Kannanir síðan þá sína fram á að afstaða kosninganna hefur bara orðið skýrari. Íbúar höfuðborgarsvæðisins alla leið upp í Kársnes þurfa að lifa við svo mikinn hávaða af fluginu að þau hafa stofnað íbúa samtök um að ástandið þurfi að batna. Skijiði hvað þarf mikið til þess að sameina Kársnesinga við Vesturbæinga? Skipulagsréttur sveitarfélaga er sterkur, og er hjartans mál allra sveitarfélaga úti á landi þegar kemur að til dæmis nýtingu orkuauðlinda, en er þægilega ónefndur í þessu máli. Það er nefnilega svo einfalt að ef Reykjavíkurborg breytir aðalskipulagi á þann hátt að það sé ekki flugvöllur í Vatnsmýrinni, skal fjarlægja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Þrátt fyrir þetta fara borgarfulltrúar ítrekað gegn vilja kjósenda sinna í borginni en það er va[1] nalega, eins og í þessu tilfelli, vegna metnaðar annað hvort flokkanna í borginni eða borgarstjórans sjálfs, til að láta til sín taka í landspólitíkinni. Óljósar forsendur og óskiljanlegar lausnir Frá upphafi hefur talan um fjölda trjáa sem þarf að fella verið á miklu reiki. Fyrst voru þetta 3000 tré, síðan nokkur hundruð, jafnvel fimmtíu og núna 1400, eða voru þau 1200? Það eina sem er skýrt er að trjágróður í Öskjuhlíðinni gerir aðkomu að flugvellinum brattari en gæti best væri á kosið en flugvélar þurfa að fá sérstök leyfi fyrir aðkomuhorninu og flugmenn þurfa að endurtaka tilraunir til lendinga oftar en væri ákjósanlegt. Tré eru ekki beinlínis þekkt fyrir það að vaxa hratt. Hefði ekki verið hægt að sjá þetta ástand áður en það þarf tafarlaust að fella trén til að halda flugbrautinni opinni? Samgöngustofa hefur útskýrt þetta þannig að ný aðferð væri núna notuð til að mæla halla flugs að brautinni, og núna sé í raun allur skógurinn hærri en það sem leyfir ásættanlega aðkomu. Eða öllu heldur, var þetta sagt í lok síðasta sumars. Samt hélt flug áfram, og tré, sem aftur vaxa ekki á ógnarhraða, sérstaklega yfir vetur, fengu að vera um kjurrt í nokkra mánuði. En tré sem voru nógu stutt einn dag til að flug gæti verið leyft voru það ekki þann næsta og allt í einu er flugbrautinni lokað. Hvaða skrifræðisveisla er það að breyttar forsendur mælinga þýði að skyndilega þurfi að fella 1300 tré. Væri ekki líka hægt að stytta trén eða stytta flugbrautina og færa hana innar til þess að leyfa hvassari aðkomu fyrir sjúkraflugvélar sem vissulega þurfa ekki nema 880 af 1240 metra flugbrautinni til þess að lenda? Það virðast öll vera sammála um að flugvöllurinn verði ekki í Vatnsmýrinni eftir 30 ár. Flugvöllurinn er farinn úr aðalskipulagi þá. Samt ætlum við að neyðast til þess að tortíma skógræktun síðustu 75 ára fyrir lausn sem er alltaf á tímabundnum forsendum. Öll sem lesa þetta verða ekki á lífi lengur þegar flugvöllurinn verður loksins farinn og skógrækt í Öskjuhlíðinni verður aftur komin í samt horf og hún er í dag. Tækifærið sem er ógripið Þrátt fyrir að það liggi fyrir að trén í Öskjuhlíðinni verði felld, enda verði viðvarandi skortur bráðamóttöku á landsbyggðinni eða staðsetning flugvallarins ekki afgreidd yfir nóttu. Hins vegar er tækifæri til staðar í þessu húllumhæi sem enginn borgarfulltrúi virðist hafa áhuga á að grípa, tækifæri til að ná loksins utan um starfsemi flugvallarins í miðbænum og gera viðveru flugvallarins í Vatnsmýri raunverulega tímabundna. ●Færa kennsluflug og útsýnisflug á Hólmsheiði. ○Það er þegar kallað á þessa aðgerð í samning Borgarinnar og Ríkisins síðan 2013, og þyrfti bara að malbika stækkaða flugbraut og byggja fleiri flugskýli. ●Færa einkaflug til Keflavíkurflugvallar. ○Að einkaflugvélar erlenda milljarðamæringa fái að leggja í miðbæ Reykjavíkur ódýrar en einkabílar er óafsakanlegt. ●Ef við viljum setja á okkur lýðræðisskóna væri kjörið að halda aðra íbúakosningu um málið til að endurnýja umboð borgarfulltrúa til aðgerða. Setjum upp metnaðarfulla áætlun um aðgengi að nauðsynlegri þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. Það ætti að vera augljóslega ósjálfbært að allt fólk sem býr ekki í Reykjavík þurfi að geta sótt þangað beinlínis lífsnauðsynlega þjónustu. Það kemur alveg veður þar sem ekki er hægt að fljúga. ----------- Þegar vélsagirnar þagna skulum við berjast við að gleyma ekki af hverju Öskjuhlíðin var felld: til þess að bjarga lífum á landsbyggðinni, til þess að bjarga pólitískum ferli Einars Þorsteinssonar, til þess að vinna stig fyrir örvæntingarfullan Framsóknarflokkinn, og til þess að einkaflugvélar hafi ennþá þægilegt aðgengi að Suðurlandinu. En munum enn frekar að hún hefði ekki þurft að fara, ef við hefðum bara ekki ítrekað ákveðið að þora ekki að hagga við status quo sem hentar vel hrygglausum valdhöfum sem vilja líta út fyrir aðstanda með verðmætum atkvæðum landsbyggðinnar án þess að þurfa að sýna fram á það í fjárlögum. Þangað til ætla ég nýta göngutúrana mína í Öskjuhlíðinni í að fylgjast með skógarhögginu. Höfundur er leigubílstjóri, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Hopp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Tré Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir óumflýjanlegt skógarhögg í Öskjuhlíðinni til að tryggja lífsnauðsynlegt aðgengi að flugvellinum. Þó þetta sé það eina sem er í stöðunni núna er mikilvægt að minna sjálf okkur á að þetta hefði ekki þurft að vera svona. Sú staðreynd að sjúkraflug geti þjónað mikilvægu hlutverki í neyðartilfellum er engin ástæða fyrir því að staðsetning flugvallar skuli aldrei nokkurntímann breytast sama hvernig aðstæður í umhverfi hans þróast. Þessi staða er enn ein bein afleiðing áratugalangrar innviðasveltingar ríkisins gagnvart landsbyggðinni og enn ein bútasaumslausnin til að bæta úr því á ögurstundu sem bitnar núna á fallegasta og besta útivistarsvæði miðsvæðis Reykjavíkur. Fyrrverandi borgarstjóri reynir núna að öðlast góðvild flokks síns í skugga yfirvofandi formannsbaráttu með því að mæta persónulega með vélsög í Öskjuhlíðina, þó svo að það sé einmitt vegna óvilja hans eigin flokks til að mæta raunverulegum þörfum kjósenda sinna með uppbyggingu heilbrigðisinnviða á fleiri stöðum á landinu en í 101 Reykjavík. Enda væri leiðinlegt að missa þetta baráttumál úr hendi sér með því að leysa rót vandans . Nú virðist Flokkur Fólksins hafa tekið við þessu kefli af Framsókn, en þeim mun vonandi ganga betur í verkefninu. Bein afleiðing afstöðuleysis Í umræðu um staðsetningu flugvallarins og rakstur trjánna í Öskjuhlíðinni virðist því haldið fram að sjúkraflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll sé draumaástand þar sem ekkert gæti verið betur til þess fallið að bjarga mannslífum í neyðartilfellum. Það væri alveg hægt að sinna bráðagæslu landsbyggðarinnar betur, til dæmis með því að byggja öfluga spítala á fjölbreyttari stöðum en miðbæ Reykjavíkur, eða með því að byggja samgöngukerfi sem byggir ekki á því að 12 manns á ári sé fórnað á malbiksaltari. Er ekki forvitnilegt að enginn bráðalæknir hefur blandað sér í umræðuna og úthúðað borgaryfirvöldum fyrir illu aðgengi að sjúkraflugi? Ef röð höfuðpaura innviða/sveitarstjórna/samgönguráðuneytisins seinustu 30 ára, sem iðulega hafa verið Framsóknarmenn, hefðu raunverulegan metnað fyrir hagsmunum landsbyggðarinnar, væri löngu búið að ekki bara finna betri staðsetningu fyrir flugvöllinn með tilliti til aðgengs að öllu höfuðborgarsvæðinu (en ekki bara vesturbænum) heldur væri spítali með álíka góðu flugaðgengi í hverjum landsfjórðungi, líklega skírðir í höfuðið á landvættunum. Í staðinn fáum við samning eftir samning, eftir stýrihóp, eftir yfirlýsingu, eftir aðstæðukönnun eftir seinkun, eftir frestun og á endanum er verkefnið einfaldlega tekið af dagskrá og síðan fjárlögum og á biðstöðu þrátt fyrir vaxandi mannfjölda og innviðaskuld. Hvað finnst Reykvíkingum? Talandi um samninga, þá byggir flugvöllurinn tilverurétt sinn á samningi milli Reykjavíkur og Ríkisins um að flugvöllurinn fái að halda áfram starfsemi sinni á meðan Ríkið reyni að finna flugvellinum betra heimili við höfuðborgarsvæðið. Í þessu samstarfi stendur beinlínis að ef Hvassahraun gengur ekki upp, eða ef Ríkið hætti að leita að nýrri staðsetningu fyrir flugvöllinn af öðrum ástæðum skuli það endurskoðað. Ekki að Reykjavíkurborg skuli einhliða stanslaust viðhalda flugvellinum burtséð frá öllum kostnaði og fara þannig gegn vilja kjósenda sinna. En Reykvíkingar hafa einmitt þegar haldið íbúakosningu um hvort flugvöllurinn skuli koma eða fara. Niðurstaðan var að hann ætti að fara. Það var fyrir rúmlega tuttugu árum. Kannanir síðan þá sína fram á að afstaða kosninganna hefur bara orðið skýrari. Íbúar höfuðborgarsvæðisins alla leið upp í Kársnes þurfa að lifa við svo mikinn hávaða af fluginu að þau hafa stofnað íbúa samtök um að ástandið þurfi að batna. Skijiði hvað þarf mikið til þess að sameina Kársnesinga við Vesturbæinga? Skipulagsréttur sveitarfélaga er sterkur, og er hjartans mál allra sveitarfélaga úti á landi þegar kemur að til dæmis nýtingu orkuauðlinda, en er þægilega ónefndur í þessu máli. Það er nefnilega svo einfalt að ef Reykjavíkurborg breytir aðalskipulagi á þann hátt að það sé ekki flugvöllur í Vatnsmýrinni, skal fjarlægja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Þrátt fyrir þetta fara borgarfulltrúar ítrekað gegn vilja kjósenda sinna í borginni en það er va[1] nalega, eins og í þessu tilfelli, vegna metnaðar annað hvort flokkanna í borginni eða borgarstjórans sjálfs, til að láta til sín taka í landspólitíkinni. Óljósar forsendur og óskiljanlegar lausnir Frá upphafi hefur talan um fjölda trjáa sem þarf að fella verið á miklu reiki. Fyrst voru þetta 3000 tré, síðan nokkur hundruð, jafnvel fimmtíu og núna 1400, eða voru þau 1200? Það eina sem er skýrt er að trjágróður í Öskjuhlíðinni gerir aðkomu að flugvellinum brattari en gæti best væri á kosið en flugvélar þurfa að fá sérstök leyfi fyrir aðkomuhorninu og flugmenn þurfa að endurtaka tilraunir til lendinga oftar en væri ákjósanlegt. Tré eru ekki beinlínis þekkt fyrir það að vaxa hratt. Hefði ekki verið hægt að sjá þetta ástand áður en það þarf tafarlaust að fella trén til að halda flugbrautinni opinni? Samgöngustofa hefur útskýrt þetta þannig að ný aðferð væri núna notuð til að mæla halla flugs að brautinni, og núna sé í raun allur skógurinn hærri en það sem leyfir ásættanlega aðkomu. Eða öllu heldur, var þetta sagt í lok síðasta sumars. Samt hélt flug áfram, og tré, sem aftur vaxa ekki á ógnarhraða, sérstaklega yfir vetur, fengu að vera um kjurrt í nokkra mánuði. En tré sem voru nógu stutt einn dag til að flug gæti verið leyft voru það ekki þann næsta og allt í einu er flugbrautinni lokað. Hvaða skrifræðisveisla er það að breyttar forsendur mælinga þýði að skyndilega þurfi að fella 1300 tré. Væri ekki líka hægt að stytta trén eða stytta flugbrautina og færa hana innar til þess að leyfa hvassari aðkomu fyrir sjúkraflugvélar sem vissulega þurfa ekki nema 880 af 1240 metra flugbrautinni til þess að lenda? Það virðast öll vera sammála um að flugvöllurinn verði ekki í Vatnsmýrinni eftir 30 ár. Flugvöllurinn er farinn úr aðalskipulagi þá. Samt ætlum við að neyðast til þess að tortíma skógræktun síðustu 75 ára fyrir lausn sem er alltaf á tímabundnum forsendum. Öll sem lesa þetta verða ekki á lífi lengur þegar flugvöllurinn verður loksins farinn og skógrækt í Öskjuhlíðinni verður aftur komin í samt horf og hún er í dag. Tækifærið sem er ógripið Þrátt fyrir að það liggi fyrir að trén í Öskjuhlíðinni verði felld, enda verði viðvarandi skortur bráðamóttöku á landsbyggðinni eða staðsetning flugvallarins ekki afgreidd yfir nóttu. Hins vegar er tækifæri til staðar í þessu húllumhæi sem enginn borgarfulltrúi virðist hafa áhuga á að grípa, tækifæri til að ná loksins utan um starfsemi flugvallarins í miðbænum og gera viðveru flugvallarins í Vatnsmýri raunverulega tímabundna. ●Færa kennsluflug og útsýnisflug á Hólmsheiði. ○Það er þegar kallað á þessa aðgerð í samning Borgarinnar og Ríkisins síðan 2013, og þyrfti bara að malbika stækkaða flugbraut og byggja fleiri flugskýli. ●Færa einkaflug til Keflavíkurflugvallar. ○Að einkaflugvélar erlenda milljarðamæringa fái að leggja í miðbæ Reykjavíkur ódýrar en einkabílar er óafsakanlegt. ●Ef við viljum setja á okkur lýðræðisskóna væri kjörið að halda aðra íbúakosningu um málið til að endurnýja umboð borgarfulltrúa til aðgerða. Setjum upp metnaðarfulla áætlun um aðgengi að nauðsynlegri þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins. Það ætti að vera augljóslega ósjálfbært að allt fólk sem býr ekki í Reykjavík þurfi að geta sótt þangað beinlínis lífsnauðsynlega þjónustu. Það kemur alveg veður þar sem ekki er hægt að fljúga. ----------- Þegar vélsagirnar þagna skulum við berjast við að gleyma ekki af hverju Öskjuhlíðin var felld: til þess að bjarga lífum á landsbyggðinni, til þess að bjarga pólitískum ferli Einars Þorsteinssonar, til þess að vinna stig fyrir örvæntingarfullan Framsóknarflokkinn, og til þess að einkaflugvélar hafi ennþá þægilegt aðgengi að Suðurlandinu. En munum enn frekar að hún hefði ekki þurft að fara, ef við hefðum bara ekki ítrekað ákveðið að þora ekki að hagga við status quo sem hentar vel hrygglausum valdhöfum sem vilja líta út fyrir aðstanda með verðmætum atkvæðum landsbyggðinnar án þess að þurfa að sýna fram á það í fjárlögum. Þangað til ætla ég nýta göngutúrana mína í Öskjuhlíðinni í að fylgjast með skógarhögginu. Höfundur er leigubílstjóri, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Hopp.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun