Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Aron Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2025 13:31 Martin Hermannsson ræðst í átt að körfunni í leiknum Vísir/Anton Brink Áhuginn er mikill hjá gestgjafaþjóðum EM í körfubolta að fá Ísland í sinn riðil að sögn Hannesar S. Jónssonar, framkvæmdastjóra KKÍ, sem bindur vonir við að með sæti á stórmóti verði íslenskur körfubolti á toppnum er kemur að fjárframlagi til landsliðsstarfsins. „Þetta var bara í einu orði sagt sturlað,“ segir Hannes í samtali við íþróttadeild um stundina sigursælu í gærkvöldi þegar að íslenska karlalandsliðið tryggði sér farseðilinn á EM með glæstum sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll. „Eitthvað sem maður verður bara klökkur við að tala um. Þetta er eitthvað sem svo margir hafa lagt á sig til að verða að veruleika. Maður hefur lent í ýmsu á undanförnum árum. Við höfum verið sett niður um flokka út af fjármunum, þurft að berjast í því. Starfsfólkið, stjórnin, leikmennirnir, þjálfarateymið, það eru svo margir sem koma að svona. Þetta er bara mjög tilfinningaþrungið. Ég hef nú aldrei unnið titil á ævinni í körfubolta en get ímyndað mér að þetta sé eins og að vinna Íslandsmeistaratitilinn eða eitthvað álíka og meira. Þetta er bara geggjuð stund fyrir íslenskan körfubolta.“ Trúir því að þau sem fari með afreksmál í landinu séu búin að sjá ljósið Hannes bindur vonir við að KKÍ og íslenskur körfubolti verði nú metinn ofar og settur í hærri flokk þegar að kemur að fjárveitingum en ekki öfugt eins og raun síðustu ára hefur verið. ÍSÍ fékk rétt rúmar þrjátíu milljónir úr auka úthlutun afrekssjóðs ÍSÍ í síðustu viku en þarf meira. „Núna eru komnar nýjar reglur. Það var farið í vinnu og það tóku nýjar reglur gildi hjá afrekssjóði ÍSÍ í fyrra. Það kom síðan inn meiri peningur frá ríkisvaldinu sem var úthlutað núna. Ég bind vonir við að sú vinna og það sem við höfum barist fyrir á undanförnum árum, á meðan að við fengum lítið fjármagn, fari að skila sér núna. En það þýðir það samt að við höfum verið að skila tapi síðustu árin. Þetta hefur kostað okkur það en það er bara beinn og breiður vegur framundan.“ Troðfull Laugardalshöll studdi strákana okkarVísir/Anton Brink „Ég trúi því að nú sé afrekssjóður og þau sem að fara með afreksmál í landinu búin að sjá ljósið. Að íslenskur körfubolti á bara skilið að vera í toppnum í fjárframlagi til landsliðsstarfsins okkar. Ég hef bara þá trú að þannig verði það næstu árin. Ég geri líka ráð fyrir því, þar sem að við erum nú komin á lokamót, að við fáum auka fjármögnun frá afrekssjóði út frá því sem að kom inn í síðustu viku og hef strax ítrekað það. Ég geri ráð fyrir því að við fáum meira fjármagn aftur úr afrekssjóði þar sem að lokamótið er klárt. Númer eitt, tvö og þrjú er að vera jákvæð núna. Það er búin að vera þrautaganga að ganga í gegnum þetta. Það breyttist ýmislegt í fyrra. Ríkisvaldið þarf að halda áfram að koma með aukið fjármagn. Það kom aukið fjármagn frá fyrrverandi ríkisstjórn á síðasta ári sem var útdeilt fyrir nokkrum dögum. Það þarf að vinna áfram að því að það fjármagn verði enn meira því ég held að allir sjái það og viti að afreksíþróttirnar, landsliðin okkar sama í hvaða íþrótt það er. Þetta er, ásamt fólkinu okkar í menningum og listum, okkar bestu sendiherrar og frúr á Íslandi í dag.“ Ekki margar milljónir frá FIBA fyrir EM sætið En það að tryggja EM sætið eitt og sér er þess ekki valdandi að stríður straumur peninga flæði nú inn um dyr KKÍ frá Alþjóða körfuknattleikssambandinu. „Nei, því miður þá er það ekki þannig. Það mun eitthvað fjármagn koma inn en meira til þess að ná yfir aðeins hluta kostnaðarins við þetta lokamót. Því miður er ekki mikið fjármagn sem kemur frá FIBA en sambandið hefur þó verið að koma með auka fjármagn inn í samböndin á síðustu tíu til þrettán árum. Það hefur verið að aukast jafnt og þétt. Við munum fá eitthvað smá fyrir að komast á EM en þetta verða ekki einhverjir tugir milljóna, heldur nokkrar milljónir sem við fáum.“ Gleðin var ósvikin í leikslok hjá leikmönnum ÍslandsVísir/Anton Brink Það kosti um og yfir fjörutíu milljónir fyrir KKÍ að fara með íslenska karlalandsliðið á komandi stórmót. „Ef maður tekur stórmótið sjálft, undirbúninginn og annað þá erum við að áætla að það kosti okkur um fjörutíu milljónir króna. Undirbúningurinn og stórmótið sjálft þar með talið. Það er ekki undir fjörutíu milljónum sem bara það kostar. Þá kostar það að komast á stórmót ofboðslega mikið í aðdragandanum. Allir þessir riðlar, þessir landsleikjagluggar sem við erum í og tökum þátt í með glöðu geði. Einn svona landsleikjagluggi er að kosta í kringum fimmtán milljónir, ekki undir fimmtán milljónum. Bara þessir tveir leikir sem við vorum í núna með karlaliðinu. Svo erum við með tvo leiki hjá kvennaliðinu líka. Þetta eru á bilinu fimmtán til tuttugu milljónir króna að lágmarki hver gluggi fyrir sig.“ Vilja allir fá Íslendingana til sín Komandi Evrópumót verður haldið í fjórum borgum í fjórum mismunandi löndum: Tampere í Finnlandi, Katowice í Póllandi, Riga í Lettlandi og Limassol á Kýpur. Gestgjafaþjóðirnar eru í þeirri stöðu að geta valið eina þjóð til að leika í sínum riðli og óhætt er að segja að íslenska landsliðið sé eftirsótt og komnar vísbendingar um það hvar liðið gæti leikið á EM. „Það var byrjað að hafa samband áður en við tryggðum okkur á mótið og erum í góðu sambandi við þessi lönd. Strax í gærkvöldi fékk ég nokkur símtöl, meðal annars frá Finnlandi og Póllandi. Við munum skoða stöðuna næstu daga með öllum. Ég veit til þess að Kýpur er búið að velja Grikkland í sinn riðil. Þá eru síðan Lettarnir eftir og ég hef meira að segja heyrt aðeins frá þeim. Ég veit að bæði Finnarnir og Pólverjarnir hafa áhuga á þessu og þá taka bara við samningaviðræður sem við förum í á næstu dögum og reynum að sjá hvað kemur út úr því. Númer eitt, tvö og þrjú erum við komin á EM. Það var það sem að var okkar aðalmál í gærkvöldi.“ Martin Hermannsson hleður í eitt af skotum sínum í leiknumVísir/Anton Brink Og samningsstaða KKÍ þegar kemur að því að velja leiksstað íslenska landsliðsins á EM er nokkuð sterk. „Það vilja allir fá Íslendingana til sína. Það munu fullt af Íslendingum mæta á svæðið og við erum þá að fara skilja eftir eitthvað fjármagn í þeirri borg þar sem að þetta fer fram í viðkomandi landi. Við getum verið að semja um ýmislegt sem við kemur því að taka skref af þeim hagnaði sem umrætt körfuknattleikssamband eða borg fær inn. Sem og einnig varðandi okkar aðstöðu. Mun viðkomandi til að mynda taka þátt í þeim kostnaði sem við verðum fyrir í viðkomandi borg? Ef við komum með fjármagn inn þá viljum við fá eitthvað á móti. Það er ekki bara að við komum með fullt af áhorfendum og sitjum síðan eftir með ekki neitt. Það er eitt af því sem við lærðum eftir að vera svokallaðir co-hosts með Finnunum árið 2017. Við erum öll reynslunni ríkari eftir að hafa tekið þátt í því. Við förum inn í þetta með það að markmiði að reyna fá eitthvað út úr því fyrir sambandið og íslenskan körfubolta. Eitthvað annað en bara það að fá að vera í borginni og vita það með einhverjum smá fyrirvara.“ Dregið verður í riðla fyrir EM þann 27.mars næstkomandi í Riga í Lettlandi. Þá verður endanlega ljóst hverjir andstæðingar Íslands verða á EM en að öllum líkindum verður orðið ljóst fyrir það hvar liðið mun spila og með hvaða gestgjafaþjóð. Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
„Þetta var bara í einu orði sagt sturlað,“ segir Hannes í samtali við íþróttadeild um stundina sigursælu í gærkvöldi þegar að íslenska karlalandsliðið tryggði sér farseðilinn á EM með glæstum sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll. „Eitthvað sem maður verður bara klökkur við að tala um. Þetta er eitthvað sem svo margir hafa lagt á sig til að verða að veruleika. Maður hefur lent í ýmsu á undanförnum árum. Við höfum verið sett niður um flokka út af fjármunum, þurft að berjast í því. Starfsfólkið, stjórnin, leikmennirnir, þjálfarateymið, það eru svo margir sem koma að svona. Þetta er bara mjög tilfinningaþrungið. Ég hef nú aldrei unnið titil á ævinni í körfubolta en get ímyndað mér að þetta sé eins og að vinna Íslandsmeistaratitilinn eða eitthvað álíka og meira. Þetta er bara geggjuð stund fyrir íslenskan körfubolta.“ Trúir því að þau sem fari með afreksmál í landinu séu búin að sjá ljósið Hannes bindur vonir við að KKÍ og íslenskur körfubolti verði nú metinn ofar og settur í hærri flokk þegar að kemur að fjárveitingum en ekki öfugt eins og raun síðustu ára hefur verið. ÍSÍ fékk rétt rúmar þrjátíu milljónir úr auka úthlutun afrekssjóðs ÍSÍ í síðustu viku en þarf meira. „Núna eru komnar nýjar reglur. Það var farið í vinnu og það tóku nýjar reglur gildi hjá afrekssjóði ÍSÍ í fyrra. Það kom síðan inn meiri peningur frá ríkisvaldinu sem var úthlutað núna. Ég bind vonir við að sú vinna og það sem við höfum barist fyrir á undanförnum árum, á meðan að við fengum lítið fjármagn, fari að skila sér núna. En það þýðir það samt að við höfum verið að skila tapi síðustu árin. Þetta hefur kostað okkur það en það er bara beinn og breiður vegur framundan.“ Troðfull Laugardalshöll studdi strákana okkarVísir/Anton Brink „Ég trúi því að nú sé afrekssjóður og þau sem að fara með afreksmál í landinu búin að sjá ljósið. Að íslenskur körfubolti á bara skilið að vera í toppnum í fjárframlagi til landsliðsstarfsins okkar. Ég hef bara þá trú að þannig verði það næstu árin. Ég geri líka ráð fyrir því, þar sem að við erum nú komin á lokamót, að við fáum auka fjármögnun frá afrekssjóði út frá því sem að kom inn í síðustu viku og hef strax ítrekað það. Ég geri ráð fyrir því að við fáum meira fjármagn aftur úr afrekssjóði þar sem að lokamótið er klárt. Númer eitt, tvö og þrjú er að vera jákvæð núna. Það er búin að vera þrautaganga að ganga í gegnum þetta. Það breyttist ýmislegt í fyrra. Ríkisvaldið þarf að halda áfram að koma með aukið fjármagn. Það kom aukið fjármagn frá fyrrverandi ríkisstjórn á síðasta ári sem var útdeilt fyrir nokkrum dögum. Það þarf að vinna áfram að því að það fjármagn verði enn meira því ég held að allir sjái það og viti að afreksíþróttirnar, landsliðin okkar sama í hvaða íþrótt það er. Þetta er, ásamt fólkinu okkar í menningum og listum, okkar bestu sendiherrar og frúr á Íslandi í dag.“ Ekki margar milljónir frá FIBA fyrir EM sætið En það að tryggja EM sætið eitt og sér er þess ekki valdandi að stríður straumur peninga flæði nú inn um dyr KKÍ frá Alþjóða körfuknattleikssambandinu. „Nei, því miður þá er það ekki þannig. Það mun eitthvað fjármagn koma inn en meira til þess að ná yfir aðeins hluta kostnaðarins við þetta lokamót. Því miður er ekki mikið fjármagn sem kemur frá FIBA en sambandið hefur þó verið að koma með auka fjármagn inn í samböndin á síðustu tíu til þrettán árum. Það hefur verið að aukast jafnt og þétt. Við munum fá eitthvað smá fyrir að komast á EM en þetta verða ekki einhverjir tugir milljóna, heldur nokkrar milljónir sem við fáum.“ Gleðin var ósvikin í leikslok hjá leikmönnum ÍslandsVísir/Anton Brink Það kosti um og yfir fjörutíu milljónir fyrir KKÍ að fara með íslenska karlalandsliðið á komandi stórmót. „Ef maður tekur stórmótið sjálft, undirbúninginn og annað þá erum við að áætla að það kosti okkur um fjörutíu milljónir króna. Undirbúningurinn og stórmótið sjálft þar með talið. Það er ekki undir fjörutíu milljónum sem bara það kostar. Þá kostar það að komast á stórmót ofboðslega mikið í aðdragandanum. Allir þessir riðlar, þessir landsleikjagluggar sem við erum í og tökum þátt í með glöðu geði. Einn svona landsleikjagluggi er að kosta í kringum fimmtán milljónir, ekki undir fimmtán milljónum. Bara þessir tveir leikir sem við vorum í núna með karlaliðinu. Svo erum við með tvo leiki hjá kvennaliðinu líka. Þetta eru á bilinu fimmtán til tuttugu milljónir króna að lágmarki hver gluggi fyrir sig.“ Vilja allir fá Íslendingana til sín Komandi Evrópumót verður haldið í fjórum borgum í fjórum mismunandi löndum: Tampere í Finnlandi, Katowice í Póllandi, Riga í Lettlandi og Limassol á Kýpur. Gestgjafaþjóðirnar eru í þeirri stöðu að geta valið eina þjóð til að leika í sínum riðli og óhætt er að segja að íslenska landsliðið sé eftirsótt og komnar vísbendingar um það hvar liðið gæti leikið á EM. „Það var byrjað að hafa samband áður en við tryggðum okkur á mótið og erum í góðu sambandi við þessi lönd. Strax í gærkvöldi fékk ég nokkur símtöl, meðal annars frá Finnlandi og Póllandi. Við munum skoða stöðuna næstu daga með öllum. Ég veit til þess að Kýpur er búið að velja Grikkland í sinn riðil. Þá eru síðan Lettarnir eftir og ég hef meira að segja heyrt aðeins frá þeim. Ég veit að bæði Finnarnir og Pólverjarnir hafa áhuga á þessu og þá taka bara við samningaviðræður sem við förum í á næstu dögum og reynum að sjá hvað kemur út úr því. Númer eitt, tvö og þrjú erum við komin á EM. Það var það sem að var okkar aðalmál í gærkvöldi.“ Martin Hermannsson hleður í eitt af skotum sínum í leiknumVísir/Anton Brink Og samningsstaða KKÍ þegar kemur að því að velja leiksstað íslenska landsliðsins á EM er nokkuð sterk. „Það vilja allir fá Íslendingana til sína. Það munu fullt af Íslendingum mæta á svæðið og við erum þá að fara skilja eftir eitthvað fjármagn í þeirri borg þar sem að þetta fer fram í viðkomandi landi. Við getum verið að semja um ýmislegt sem við kemur því að taka skref af þeim hagnaði sem umrætt körfuknattleikssamband eða borg fær inn. Sem og einnig varðandi okkar aðstöðu. Mun viðkomandi til að mynda taka þátt í þeim kostnaði sem við verðum fyrir í viðkomandi borg? Ef við komum með fjármagn inn þá viljum við fá eitthvað á móti. Það er ekki bara að við komum með fullt af áhorfendum og sitjum síðan eftir með ekki neitt. Það er eitt af því sem við lærðum eftir að vera svokallaðir co-hosts með Finnunum árið 2017. Við erum öll reynslunni ríkari eftir að hafa tekið þátt í því. Við förum inn í þetta með það að markmiði að reyna fá eitthvað út úr því fyrir sambandið og íslenskan körfubolta. Eitthvað annað en bara það að fá að vera í borginni og vita það með einhverjum smá fyrirvara.“ Dregið verður í riðla fyrir EM þann 27.mars næstkomandi í Riga í Lettlandi. Þá verður endanlega ljóst hverjir andstæðingar Íslands verða á EM en að öllum líkindum verður orðið ljóst fyrir það hvar liðið mun spila og með hvaða gestgjafaþjóð.
Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira