Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2025 18:31 Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar. Þá er ónefnt tjón samfélagsins vegna beinlínis hættulegra aðstæðna á vegum. Greiðar leiðir skapa verðmæti og skapa störf. Þær leiða bæði til gjaldeyrissköpunar og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið. Þær spara tíma, sameina atvinnu-, skóla- og menningarsvæði og færa fólk nær hvert öðru. Vegir landsins hafa gegnt lykilhlutverki í að fjölga stoðum atvinnulífs og fjölga íbúum um nær allt land. Vegaframkvæmdir skapa hagvöxt og skila sér í flestum tilfellum beint og óbeint fjárhagslega til baka. Skortur er heimatilbúinn vandi Skortur á fjármagni til viðhalds og uppbyggingar á þjóðhagslega mikilvægum innviðum er heimatilbúinn vandi og er til vitnis um flöskuháls í miðlun fjármagns til framfaramála fyrir þjóðarbúið. Ég mæli með nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi. Þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu áætluð 265-290 ma.kr. Á meðan er áætluð viðhaldsfjárfesting Vegagerðarinnar ár hvert um 13-17 ma.kr. Samtök iðnaðarins eru ekki bjartsýn á að unnið verði á viðhaldsskuldinni og metur framtíðarhorfur fyrir þjóðvegi landsins neikvæða. Það hljómar á skjön við stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir m.a. að hefja skuli kraftmiklar samgönguframkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært. Hagsmunir sjóðfélaga og samfélagsins fara saman Ég fæ ekki séð að það verði gert öðruvísi en með þátttöku íslenskra lífeyrissjóða. Það er eðlilegt enda er stærsta hagsmunamál sjóðfélaga lífeyrissjóðanna að íslenska hagkerfið haldi áfram að vaxa og störfum haldi áfram að fjölga, ekki síst í greinum sem skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það er forsenda þess að ekki þurfi að koma til hækkunar á lífeyrisaldri eða skerðing á réttindum í framtíðinni. Bróðurpartur sparnaðar landsmanna er bundinn í lífeyrissjóðum enda ráðstafa flestir launþegar að jafnaði hátt í 20% af launum sínum í lífeyrissparnað. Eignir íslenska lífeyriskerfisins voru um áramót 8.200 ma.kr. Ólíkt flestum lífeyriskerfum er það nánast fullfjármagnað og þarf því í framtíðinni að litlu leyti að reiða sig á framlag frá skattgreiðendum framtíðarinnar. Á hverju ári þarf kerfið að fjárfesta fyrir að jafnaði um í kringum 500 ma.kr. fyrir hreint innflæði og fjárstreymi af eignum. Það er tímabært að hluti þeirrar fjárfestingar verði í vegakerfi landsins. Sem fyrst þarf að skapa umgjörð slíkrar fjárfestingar en útfærsla getur verið með ýmsum hætti. Innviðir eru forsenda hagvaxtar Svo vitnað sé í Alþjóðabankann þá hafa lífeyriskerfi tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að tryggja sjóðfélögum ávöxtun, og þar með tekjur við starfslok eða örorku, og hins vegar að stuðla að langtímasparnaði sem leiðir til fjárfestingar sem skapar og viðheldur hagvexti. Þessi tvö markmið haldast í hendur. Ef ekki er hagvöxtur þá verður engin raunávöxtun fyrir sjóðfélaga. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hér á landi þar sem litlum öðrum sparnaði er til að dreifa heldur en þeim sem er í vörslu lífeyrissjóða. Því er flest fjárfesting í landinu með beinum og óbeinum hætti háð þátttöku lífeyrissjóða. Næstum 40% af eignum íslenskra lífeyrissjóða eru erlend og hefur hlutfall erlendra eigna aukist jafnt og þétt síðustu ár. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar til að tryggja gjaldeyrisstöðuleika til langframa, og hins vegar er íslenskur fjármálamarkaður einfaldlega of lítill fyrir okkar stóra lífeyriskerfi. Að hluta til vegna þess að lífeyrissjóðir hafa hingað til sáralítið fjárfest þar sem þörfin er mest, í innviðum landsins. Á Íslandi búum við yfir ógrynni tækifæra til að skapa verðmæti, ný og fjölbreytt störf um land allt. Innviðir eru lykilforsenda hagvaxtar. Óvíða er tilefnið og tækifærið til innviðafjárfestingar stærra en í vegakerfinu. Það er brýnt að tryggja sem fyrst fjármögnun og fyrirkomulag verkefnisins þannig að við getum raunverulega hafist handa við að greiða inn á skuld samfélagsins við vegakerfið. Höfundur er sveitarstjóri í Borgarbyggð og starfaði þar á undan í rúmlega tvo áratugi á fjármálamarkaði t.d. við greiningu, eignastýringu og markaðsviðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Vegagerð Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar. Þá er ónefnt tjón samfélagsins vegna beinlínis hættulegra aðstæðna á vegum. Greiðar leiðir skapa verðmæti og skapa störf. Þær leiða bæði til gjaldeyrissköpunar og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið. Þær spara tíma, sameina atvinnu-, skóla- og menningarsvæði og færa fólk nær hvert öðru. Vegir landsins hafa gegnt lykilhlutverki í að fjölga stoðum atvinnulífs og fjölga íbúum um nær allt land. Vegaframkvæmdir skapa hagvöxt og skila sér í flestum tilfellum beint og óbeint fjárhagslega til baka. Skortur er heimatilbúinn vandi Skortur á fjármagni til viðhalds og uppbyggingar á þjóðhagslega mikilvægum innviðum er heimatilbúinn vandi og er til vitnis um flöskuháls í miðlun fjármagns til framfaramála fyrir þjóðarbúið. Ég mæli með nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi. Þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu áætluð 265-290 ma.kr. Á meðan er áætluð viðhaldsfjárfesting Vegagerðarinnar ár hvert um 13-17 ma.kr. Samtök iðnaðarins eru ekki bjartsýn á að unnið verði á viðhaldsskuldinni og metur framtíðarhorfur fyrir þjóðvegi landsins neikvæða. Það hljómar á skjön við stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir m.a. að hefja skuli kraftmiklar samgönguframkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært. Hagsmunir sjóðfélaga og samfélagsins fara saman Ég fæ ekki séð að það verði gert öðruvísi en með þátttöku íslenskra lífeyrissjóða. Það er eðlilegt enda er stærsta hagsmunamál sjóðfélaga lífeyrissjóðanna að íslenska hagkerfið haldi áfram að vaxa og störfum haldi áfram að fjölga, ekki síst í greinum sem skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það er forsenda þess að ekki þurfi að koma til hækkunar á lífeyrisaldri eða skerðing á réttindum í framtíðinni. Bróðurpartur sparnaðar landsmanna er bundinn í lífeyrissjóðum enda ráðstafa flestir launþegar að jafnaði hátt í 20% af launum sínum í lífeyrissparnað. Eignir íslenska lífeyriskerfisins voru um áramót 8.200 ma.kr. Ólíkt flestum lífeyriskerfum er það nánast fullfjármagnað og þarf því í framtíðinni að litlu leyti að reiða sig á framlag frá skattgreiðendum framtíðarinnar. Á hverju ári þarf kerfið að fjárfesta fyrir að jafnaði um í kringum 500 ma.kr. fyrir hreint innflæði og fjárstreymi af eignum. Það er tímabært að hluti þeirrar fjárfestingar verði í vegakerfi landsins. Sem fyrst þarf að skapa umgjörð slíkrar fjárfestingar en útfærsla getur verið með ýmsum hætti. Innviðir eru forsenda hagvaxtar Svo vitnað sé í Alþjóðabankann þá hafa lífeyriskerfi tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að tryggja sjóðfélögum ávöxtun, og þar með tekjur við starfslok eða örorku, og hins vegar að stuðla að langtímasparnaði sem leiðir til fjárfestingar sem skapar og viðheldur hagvexti. Þessi tvö markmið haldast í hendur. Ef ekki er hagvöxtur þá verður engin raunávöxtun fyrir sjóðfélaga. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hér á landi þar sem litlum öðrum sparnaði er til að dreifa heldur en þeim sem er í vörslu lífeyrissjóða. Því er flest fjárfesting í landinu með beinum og óbeinum hætti háð þátttöku lífeyrissjóða. Næstum 40% af eignum íslenskra lífeyrissjóða eru erlend og hefur hlutfall erlendra eigna aukist jafnt og þétt síðustu ár. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar til að tryggja gjaldeyrisstöðuleika til langframa, og hins vegar er íslenskur fjármálamarkaður einfaldlega of lítill fyrir okkar stóra lífeyriskerfi. Að hluta til vegna þess að lífeyrissjóðir hafa hingað til sáralítið fjárfest þar sem þörfin er mest, í innviðum landsins. Á Íslandi búum við yfir ógrynni tækifæra til að skapa verðmæti, ný og fjölbreytt störf um land allt. Innviðir eru lykilforsenda hagvaxtar. Óvíða er tilefnið og tækifærið til innviðafjárfestingar stærra en í vegakerfinu. Það er brýnt að tryggja sem fyrst fjármögnun og fyrirkomulag verkefnisins þannig að við getum raunverulega hafist handa við að greiða inn á skuld samfélagsins við vegakerfið. Höfundur er sveitarstjóri í Borgarbyggð og starfaði þar á undan í rúmlega tvo áratugi á fjármálamarkaði t.d. við greiningu, eignastýringu og markaðsviðskipti.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun