Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:33 Samræmd próf voru tekin upp um miðja tuttugustu öld til þess að vinna gegn stéttaskiptingu. Landsprófið jafnaði leikinn, allir tóku sama próf á sama tíma í sínum heimaskóla. Val á nemendum inn í framhaldsskóla var á grunni fyrri námsárangurs. Þetta val tengdist vissulega þjóðfélagsstöðu nemenda en eftir sem áður var það fyrri námsárangur sem réði námsframvindunni. Landsprófið sendi skilaboð til unglinga um allt land, til sjávar og sveita, skilaboð um framtíðarmöguleika í námi, að þau gætu lært og verið jafnokar annarra í skólum landsins. Þjóðfélagsstaðan, efnaleysi og freistingin að afla tekna réðu þó vafalaust úrslitum hjá mörgum um hvað síðan varð. Þess vegna var lánasjóður námsmanna settur á fót. Samræmdu prófin þróuðust og náðu til allra á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Þau greiddu leið unglinga af lágum stigum til þess að ganga menntaveginn. Sérlega vel gögnuðust samræmdu prófin stúlkum sem voru góðar í raungreinum en með lága þjóðfélagsstöðu. Þeirra vegna gátu þær brotið tvo múra karlaveldisins, þann sem gerði ráð fyrir að stúlkur gætu og ættu ekki að læra og þann sem gerði ráð fyrir að þær ættu að halda sig við hið talaða orð. Líklega voru samræmd próf ein mikilvægasta forsenda menntasóknar kvenna á seinni hluta tuttugustu aldar. Nú er meirihluti nýrra lækna konur. Það sama á við um flestar aðrar háskólagreinar. Það breytti ekki kerfinu að einhverjar yfirstéttarstelpur færu í MR. Samræmdu prófin voru kerfi sem breytti þjóðfélaginu. Krafa stjórnmálaflokka jafnaðarmanna hefur lengi verið að skólakerfið skuli vera slíkt jöfnunartæki, það skuli veita öllum sanngjörn tækifæri og vera fyrir alla. Þetta var inntak fyrstu yfirlýsingar flokks þýskra sósíaldemókrata um menntamál fyrir um 150 árum síðan. Frjálslyndir flokkar og framsæknir fylgdu sömu stefnu. Saman komu þessir flokkar á skólakerfi jafnra tækifæra. Nú hefur samræmdum prófum verið kastað fyrir róða og nýr menntamálaráðherra lýsir yfir að viðkomandi sjái ekki tilgang með þeim. Þar með er ekkert til að miða við eigi að vera samfella í námi frá grunnskóla á framhaldsskólastig. Millistéttarklókindin munu væntanlega sjá til þess að þjóðfélagsstaðan verður höfð til marks við innritun. Vonandi verður það rætt í ríkisstjórninni að þó samræmdu prófin hafi ekki getað afnumið stéttaskiptinguna þá stuðli þau að jöfnuði. Þau eru mikilvæg í baráttunni gegn því afturhaldi úr grárri forneskju sem nú sækir fram á Vesturlöndum í krafti róttækra hugmynda um að rétt og rangt fari eftir geðþótta hvers og eins. Þá eru samræmd próf auðvitað ekki til neins. Höfundur er kennari við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Samræmd próf voru tekin upp um miðja tuttugustu öld til þess að vinna gegn stéttaskiptingu. Landsprófið jafnaði leikinn, allir tóku sama próf á sama tíma í sínum heimaskóla. Val á nemendum inn í framhaldsskóla var á grunni fyrri námsárangurs. Þetta val tengdist vissulega þjóðfélagsstöðu nemenda en eftir sem áður var það fyrri námsárangur sem réði námsframvindunni. Landsprófið sendi skilaboð til unglinga um allt land, til sjávar og sveita, skilaboð um framtíðarmöguleika í námi, að þau gætu lært og verið jafnokar annarra í skólum landsins. Þjóðfélagsstaðan, efnaleysi og freistingin að afla tekna réðu þó vafalaust úrslitum hjá mörgum um hvað síðan varð. Þess vegna var lánasjóður námsmanna settur á fót. Samræmdu prófin þróuðust og náðu til allra á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Þau greiddu leið unglinga af lágum stigum til þess að ganga menntaveginn. Sérlega vel gögnuðust samræmdu prófin stúlkum sem voru góðar í raungreinum en með lága þjóðfélagsstöðu. Þeirra vegna gátu þær brotið tvo múra karlaveldisins, þann sem gerði ráð fyrir að stúlkur gætu og ættu ekki að læra og þann sem gerði ráð fyrir að þær ættu að halda sig við hið talaða orð. Líklega voru samræmd próf ein mikilvægasta forsenda menntasóknar kvenna á seinni hluta tuttugustu aldar. Nú er meirihluti nýrra lækna konur. Það sama á við um flestar aðrar háskólagreinar. Það breytti ekki kerfinu að einhverjar yfirstéttarstelpur færu í MR. Samræmdu prófin voru kerfi sem breytti þjóðfélaginu. Krafa stjórnmálaflokka jafnaðarmanna hefur lengi verið að skólakerfið skuli vera slíkt jöfnunartæki, það skuli veita öllum sanngjörn tækifæri og vera fyrir alla. Þetta var inntak fyrstu yfirlýsingar flokks þýskra sósíaldemókrata um menntamál fyrir um 150 árum síðan. Frjálslyndir flokkar og framsæknir fylgdu sömu stefnu. Saman komu þessir flokkar á skólakerfi jafnra tækifæra. Nú hefur samræmdum prófum verið kastað fyrir róða og nýr menntamálaráðherra lýsir yfir að viðkomandi sjái ekki tilgang með þeim. Þar með er ekkert til að miða við eigi að vera samfella í námi frá grunnskóla á framhaldsskólastig. Millistéttarklókindin munu væntanlega sjá til þess að þjóðfélagsstaðan verður höfð til marks við innritun. Vonandi verður það rætt í ríkisstjórninni að þó samræmdu prófin hafi ekki getað afnumið stéttaskiptinguna þá stuðli þau að jöfnuði. Þau eru mikilvæg í baráttunni gegn því afturhaldi úr grárri forneskju sem nú sækir fram á Vesturlöndum í krafti róttækra hugmynda um að rétt og rangt fari eftir geðþótta hvers og eins. Þá eru samræmd próf auðvitað ekki til neins. Höfundur er kennari við Háskólann á Akureyri.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun