Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2025 11:31 Nýburadeildin á sjúkrahúsinu í Chester þar sem Letby starfaði. Vísir/EPA Lögmenn Lucy Letby, bresks hjúkrunarfræðings sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að drepa sjö ungbörn, kröfðust þess í dag að mál hennar yrði tekið upp aftur. Sérfræðingar hafa gagnrýnt túlkun á sönnunargögnum sem voru notuð til þess að sakfella hana. Letby var fundin sek um að hafa valdið dauða sjö ungbarna og reynt að deyða sjö til viðbótar þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á fæðingardeild Sjúkrahúss greifynjunnar af Chester frá 2015 til 2016. Hún hlaut fimmtán lífstíðardóma. Frá því að Letby var sakfelld hafa ýmsar efasemdaraddir komið fram um sekt hennar, ekki síst frá tölfræðingum sem furðuðu sig á að að fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna hafi verið notuð sem lykilsönnunargagn í dómsmálinu. Eftir að lögmenn Letby lögðu fram umsókn til endurupptökunefndar sakamála (CCRC) í dag greindu þeir frá því að hópur utanaðkomandi sérfræðinga í meðferð nýfæddra barna sem þeir fengu til umsagnar legði fram ný læknisfræðileg sönnunargögn sem hefðu mikla þýðingu fyrir málið. Fulltrúi CCRC sagði umsókn Letby til umfjöllunar hjá nefndinni. Það væri ekki hlutverk hennar að skera úr um sekt eða sýknu fólks heldur dómstóla. Gagnrýndi hann þá sem hefðu skeggrætt um mál Letby án þess að hafa yfirsýn yfir allt málið og hvatti fólk til þess að hafa fjölskyldur barnanna sem létust í huga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur niðurstöður sínar hafa verið rangtúlkaðar Shoo Lee, einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby fengu til þess að fara yfir málið, segir að saksóknarar hafi mistúlkað niðurstöður rannsókna hans til þess að sakfella hana, að því er kom fram í The Independent í vikunni. Letby var sökuð um að valda banvænum blóðtappa í börnunum með því að sprauta lofti í blóðrás þeirra. Vísuðu saksóknarar til rannsókna Lee á blóðtöppum í börnum af völdum loftbóla. Hann segir að dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa hafi ekki verið til staðar á börnunum sem létust. Gagnrýndi hann að blóðtappar af völdum loftbóla hefðu verið taldir banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Í ítarlegri umfjöllun bandaríska tímaritsins New Yorker í fyrra kom fram að aðstæður á nýburadeildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið bágbornar. Skortur hefði verið á tækjabúnaði og þjálfuðu starfsfólki og mikið álag hefði verið á læknum og hjúkrunarfræðingum sem þar störfuðum. Á meðal lykilsönnunargagna í málinu var að fylgni hefði verið á milli dauðsfallanna á deildinni og þess að Letby hefði verið á vakt. Tölfræðingar töldu að skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni í stað þess að einblína á dauðsföllin sem Letby var ákærð fyrir. Konunglega tölfræðifélagið sendi bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem það gerði í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að þeir voru dæmdir fyrir morð á sjúklingum á sömu forsemdum. Ströng lög gilda í Bretlandi um umfjallanir um dómsmál. Lokað var fyrir aðgang að grein New Yorker á netinu í Bretlandi í fyrra á grundvelli úrskurðar dómara í máli hennar. Fyrrverandi ráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins gagnrýndi ritskoðunina og sagði úrskurðinn stríða gegn sjónarmiðum um opið réttarkerfi. Mál Lucy Letby Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Letby var fundin sek um að hafa valdið dauða sjö ungbarna og reynt að deyða sjö til viðbótar þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á fæðingardeild Sjúkrahúss greifynjunnar af Chester frá 2015 til 2016. Hún hlaut fimmtán lífstíðardóma. Frá því að Letby var sakfelld hafa ýmsar efasemdaraddir komið fram um sekt hennar, ekki síst frá tölfræðingum sem furðuðu sig á að að fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna hafi verið notuð sem lykilsönnunargagn í dómsmálinu. Eftir að lögmenn Letby lögðu fram umsókn til endurupptökunefndar sakamála (CCRC) í dag greindu þeir frá því að hópur utanaðkomandi sérfræðinga í meðferð nýfæddra barna sem þeir fengu til umsagnar legði fram ný læknisfræðileg sönnunargögn sem hefðu mikla þýðingu fyrir málið. Fulltrúi CCRC sagði umsókn Letby til umfjöllunar hjá nefndinni. Það væri ekki hlutverk hennar að skera úr um sekt eða sýknu fólks heldur dómstóla. Gagnrýndi hann þá sem hefðu skeggrætt um mál Letby án þess að hafa yfirsýn yfir allt málið og hvatti fólk til þess að hafa fjölskyldur barnanna sem létust í huga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur niðurstöður sínar hafa verið rangtúlkaðar Shoo Lee, einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby fengu til þess að fara yfir málið, segir að saksóknarar hafi mistúlkað niðurstöður rannsókna hans til þess að sakfella hana, að því er kom fram í The Independent í vikunni. Letby var sökuð um að valda banvænum blóðtappa í börnunum með því að sprauta lofti í blóðrás þeirra. Vísuðu saksóknarar til rannsókna Lee á blóðtöppum í börnum af völdum loftbóla. Hann segir að dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa hafi ekki verið til staðar á börnunum sem létust. Gagnrýndi hann að blóðtappar af völdum loftbóla hefðu verið taldir banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Í ítarlegri umfjöllun bandaríska tímaritsins New Yorker í fyrra kom fram að aðstæður á nýburadeildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið bágbornar. Skortur hefði verið á tækjabúnaði og þjálfuðu starfsfólki og mikið álag hefði verið á læknum og hjúkrunarfræðingum sem þar störfuðum. Á meðal lykilsönnunargagna í málinu var að fylgni hefði verið á milli dauðsfallanna á deildinni og þess að Letby hefði verið á vakt. Tölfræðingar töldu að skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni í stað þess að einblína á dauðsföllin sem Letby var ákærð fyrir. Konunglega tölfræðifélagið sendi bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem það gerði í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að þeir voru dæmdir fyrir morð á sjúklingum á sömu forsemdum. Ströng lög gilda í Bretlandi um umfjallanir um dómsmál. Lokað var fyrir aðgang að grein New Yorker á netinu í Bretlandi í fyrra á grundvelli úrskurðar dómara í máli hennar. Fyrrverandi ráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins gagnrýndi ritskoðunina og sagði úrskurðinn stríða gegn sjónarmiðum um opið réttarkerfi.
Mál Lucy Letby Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira