Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2025 11:31 Nýburadeildin á sjúkrahúsinu í Chester þar sem Letby starfaði. Vísir/EPA Lögmenn Lucy Letby, bresks hjúkrunarfræðings sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að drepa sjö ungbörn, kröfðust þess í dag að mál hennar yrði tekið upp aftur. Sérfræðingar hafa gagnrýnt túlkun á sönnunargögnum sem voru notuð til þess að sakfella hana. Letby var fundin sek um að hafa valdið dauða sjö ungbarna og reynt að deyða sjö til viðbótar þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á fæðingardeild Sjúkrahúss greifynjunnar af Chester frá 2015 til 2016. Hún hlaut fimmtán lífstíðardóma. Frá því að Letby var sakfelld hafa ýmsar efasemdaraddir komið fram um sekt hennar, ekki síst frá tölfræðingum sem furðuðu sig á að að fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna hafi verið notuð sem lykilsönnunargagn í dómsmálinu. Eftir að lögmenn Letby lögðu fram umsókn til endurupptökunefndar sakamála (CCRC) í dag greindu þeir frá því að hópur utanaðkomandi sérfræðinga í meðferð nýfæddra barna sem þeir fengu til umsagnar legði fram ný læknisfræðileg sönnunargögn sem hefðu mikla þýðingu fyrir málið. Fulltrúi CCRC sagði umsókn Letby til umfjöllunar hjá nefndinni. Það væri ekki hlutverk hennar að skera úr um sekt eða sýknu fólks heldur dómstóla. Gagnrýndi hann þá sem hefðu skeggrætt um mál Letby án þess að hafa yfirsýn yfir allt málið og hvatti fólk til þess að hafa fjölskyldur barnanna sem létust í huga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur niðurstöður sínar hafa verið rangtúlkaðar Shoo Lee, einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby fengu til þess að fara yfir málið, segir að saksóknarar hafi mistúlkað niðurstöður rannsókna hans til þess að sakfella hana, að því er kom fram í The Independent í vikunni. Letby var sökuð um að valda banvænum blóðtappa í börnunum með því að sprauta lofti í blóðrás þeirra. Vísuðu saksóknarar til rannsókna Lee á blóðtöppum í börnum af völdum loftbóla. Hann segir að dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa hafi ekki verið til staðar á börnunum sem létust. Gagnrýndi hann að blóðtappar af völdum loftbóla hefðu verið taldir banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Í ítarlegri umfjöllun bandaríska tímaritsins New Yorker í fyrra kom fram að aðstæður á nýburadeildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið bágbornar. Skortur hefði verið á tækjabúnaði og þjálfuðu starfsfólki og mikið álag hefði verið á læknum og hjúkrunarfræðingum sem þar störfuðum. Á meðal lykilsönnunargagna í málinu var að fylgni hefði verið á milli dauðsfallanna á deildinni og þess að Letby hefði verið á vakt. Tölfræðingar töldu að skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni í stað þess að einblína á dauðsföllin sem Letby var ákærð fyrir. Konunglega tölfræðifélagið sendi bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem það gerði í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að þeir voru dæmdir fyrir morð á sjúklingum á sömu forsemdum. Ströng lög gilda í Bretlandi um umfjallanir um dómsmál. Lokað var fyrir aðgang að grein New Yorker á netinu í Bretlandi í fyrra á grundvelli úrskurðar dómara í máli hennar. Fyrrverandi ráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins gagnrýndi ritskoðunina og sagði úrskurðinn stríða gegn sjónarmiðum um opið réttarkerfi. Mál Lucy Letby Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Letby var fundin sek um að hafa valdið dauða sjö ungbarna og reynt að deyða sjö til viðbótar þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á fæðingardeild Sjúkrahúss greifynjunnar af Chester frá 2015 til 2016. Hún hlaut fimmtán lífstíðardóma. Frá því að Letby var sakfelld hafa ýmsar efasemdaraddir komið fram um sekt hennar, ekki síst frá tölfræðingum sem furðuðu sig á að að fylgni á milli vaktaplans Letby og dauðsfallanna hafi verið notuð sem lykilsönnunargagn í dómsmálinu. Eftir að lögmenn Letby lögðu fram umsókn til endurupptökunefndar sakamála (CCRC) í dag greindu þeir frá því að hópur utanaðkomandi sérfræðinga í meðferð nýfæddra barna sem þeir fengu til umsagnar legði fram ný læknisfræðileg sönnunargögn sem hefðu mikla þýðingu fyrir málið. Fulltrúi CCRC sagði umsókn Letby til umfjöllunar hjá nefndinni. Það væri ekki hlutverk hennar að skera úr um sekt eða sýknu fólks heldur dómstóla. Gagnrýndi hann þá sem hefðu skeggrætt um mál Letby án þess að hafa yfirsýn yfir allt málið og hvatti fólk til þess að hafa fjölskyldur barnanna sem létust í huga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur niðurstöður sínar hafa verið rangtúlkaðar Shoo Lee, einn sérfræðinganna sem lögmenn Letby fengu til þess að fara yfir málið, segir að saksóknarar hafi mistúlkað niðurstöður rannsókna hans til þess að sakfella hana, að því er kom fram í The Independent í vikunni. Letby var sökuð um að valda banvænum blóðtappa í börnunum með því að sprauta lofti í blóðrás þeirra. Vísuðu saksóknarar til rannsókna Lee á blóðtöppum í börnum af völdum loftbóla. Hann segir að dæmigerð einkenni slíkra blóðtappa hafi ekki verið til staðar á börnunum sem létust. Gagnrýndi hann að blóðtappar af völdum loftbóla hefðu verið taldir banamein barnanna á þeim forsendum að aðrar orsakir hefðu verið útilokaðar. Í ítarlegri umfjöllun bandaríska tímaritsins New Yorker í fyrra kom fram að aðstæður á nýburadeildinni þar sem Letby starfaði hefðu verið bágbornar. Skortur hefði verið á tækjabúnaði og þjálfuðu starfsfólki og mikið álag hefði verið á læknum og hjúkrunarfræðingum sem þar störfuðum. Á meðal lykilsönnunargagna í málinu var að fylgni hefði verið á milli dauðsfallanna á deildinni og þess að Letby hefði verið á vakt. Tölfræðingar töldu að skoða hefði þurft lengra tímabil og öll dauðsföll á deildinni í stað þess að einblína á dauðsföllin sem Letby var ákærð fyrir. Konunglega tölfræðifélagið sendi bæði saksóknurum og verjendum í málinu skýrslu sem það gerði í kjölfar þess að tveir hjúkrunarfræðingar í Hollandi og Ítalíu fengu uppreist æru eftir að þeir voru dæmdir fyrir morð á sjúklingum á sömu forsemdum. Ströng lög gilda í Bretlandi um umfjallanir um dómsmál. Lokað var fyrir aðgang að grein New Yorker á netinu í Bretlandi í fyrra á grundvelli úrskurðar dómara í máli hennar. Fyrrverandi ráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins gagnrýndi ritskoðunina og sagði úrskurðinn stríða gegn sjónarmiðum um opið réttarkerfi.
Mál Lucy Letby Bretland Erlend sakamál Heilbrigðismál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira