Frá þessu greindu Víkingará samfélagsmiðlum sínum fyrr í kvöld, mánudag. Ísfold Marý kemur frá Þór/KA en hún er uppalin hjá KA. Alls á hún að baki 97 leiki í meistaraflokki, þar af 14 síðasta sumar. Hún skrifar undir samning við Víking út tímabilið 2026.
„Ísfold er ung en á sama tíma mjög reynslumikill leikmaður. Hún passar fullkomlega inn í verkefnið okkar hér í Víkinni og við erum í skýjunum að fá hana í hópinn,“ sagði þjálfarinn John Andrews viðbótina við leikmannahópinn.
Víkingur endaði í 3. sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð.