„Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 12:28 Páll Óskar Hjálmtýsson lýsir síðustu viku og stöðu sinni í myndbandinu sem hann birti á Instagram í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af. Poppsöngvarinn greindi frá því Bylgjunni á föstudag að hann hefði kjálkabrotnað illa eftir að hafa fallið í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Yfirliðið mætti rekja til hjartagalla sem greindist fyrir þremur árum. Þá hafi liðið yfir hann í sturtu, hann farið í hjartaþræðingu og þar fundist æðagúlpur. Síðan þá hefur hann verið á hjartalyfjum og þarf að vera til æviloka. Páll birti í gær myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hann ávarpaði aðdáendur sína og greindi frá því hvernig hefur gengið hjá honum eftir kjálkabrotið. „Jæja,“ segir Páll í byrjun myndbandsins og urrar síðan framan í myndavélina til að sýna víravirkið og teygjurnar sem búið er að koma fyrir í munni hans. „Status: Ég kjálkabrotnaði á sunnudaginn, fór í aðgerð á þriðjudaginn, kom heim af spítalanum á miðvikudaginn og ég er svona núna. Ég er bara mjög hress og mjög hissa hvað þetta gengur vel,“ segir hann síðan. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Missti sjö jaxla „Sem betur fer beit ég ekki í tunguna mína þannig ég get tjáð mig, ég get talað og ég get suuungið allt sem mér sýnist,“ segir hann með leikrænum tilburðum. „Restin af skrokknum hlýðir öllu því sem ég segi honum að gera. En þegar maður handleggsbrotnar fær maður gifs en þegar maður kjálkabrotnar færðu svona víra og teygjur,“ segir popparinn og sýnir betur inn í munn sinn. „Ég brotnaði á þremur stöðum stöðum,“ segir hann svo og bendir á staðina þrjá. Þetta eru staðirnir þrír. „Ég er mjög hissa hvað líkaminn minn er duglegur að díla við þetta. Það þýðir eiginlega bara það að ég hlýt að hafa farið vel með þennan líkama þessi 54 ár sem ég hef lifað. Hann tók mjög vel við öllu,“ segir hann. Þá þakkar hann sérstaklega starfsfólki Landspítalans í Fossvogi sem tóku svo fallega á móti honum. „Það var svo auðséð að þau vissu öll nákvæmlega hvað þau voru að gera. Sérstakt shoutout á skurðlækninn Júlíus sem gerði frábært djobb. Ég missti sjö jaxla, þeir brotnuðu og skurðlæknirinn ákvað að taka tvo þeirra, fjarlægja þá bara með öllu. Annars hefði ég bara fengið tannpínu,“ segir hann. Bannað að fara í fýlu „Ég verð með þetta í sex vikur alls. Svo taka við tannlækningar. En vitiði miðað við þetta, ég er bara fínn og hress. Ég verð kominn upp á svið með míkrafón áður en þið vitið af. Og ég ætla að fara eftir öllu sem starfsfólkið ráðlagði mér,“ segir hann. „Antonio er niðri að elda allar grænmetissúpur sem til eru í bókinni. Ég er að drekka allan mat akkúrat núna, það er bara allt í lagi. Hann er heimatilbúinn og flottur. Ég get skroppið upp á Pizza 107, sett pizzur í blandarann og drukkið þær, notað ímyndunaraflið,“ segir Páll. „En aðalmálið er: Bannað að fara í fýlu á þessu heimili og bannað að finna sökudólg. Það sem gerðist er búið að gerast og það er ekki hægt að breyta því. Nú ætla ég að horfa út um framrúðuna ekki í baksýnisspegilinn. Það er ástæða fyrir því að baksýnisspegilinn er mun minni en framrúðan,“ segir Páll í myndbandinu. „Það er fullt af stöffi sem ég get gert, fullt af æfingum. Ég finn líka fyrir því að vöðvarnir í andlitinu eru mjög tilbúnir í þetta djobb og er ég ekki hissa. Eftir þrjátíu ár af söng þá er ég búinn að nota meira en margt annað fólk sem vinnur ekki við að syngja.“ „Ég hitti skurðlækninn í gær, hann var hissa, ég var hissa. Þetta gengur brjálæðislega vel, ástarþakkir fyrir allar kveðjurnar sem ég hef fengið,“ segir hann síðan. Blanda af geimveru og mannætu Að lokum þakkar Páll fyrir allar kveðjurnar og segist ætla að massa þetta. „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig, þetta er verkefni,“ segir hann. Þá sé nóg um að vera hjá honum, þar á meðal sé hann að taka upp nýja plötu með Benna Hemm Hemm. Hann fái núna frið, ró og fókus til að einbeita sér að upptökunum. „Ég er eins og blanda af Alien og Hannibal Lecter. Ég bíð spenntur eftir því að Sigourney Weaver og Jodie Foster kíki í heimsókn. Ég hef upplifað alls konar áföll og verkefni og ég hef massað þau öll,“ segir popparinn svo að lokum. Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Poppsöngvarinn greindi frá því Bylgjunni á föstudag að hann hefði kjálkabrotnað illa eftir að hafa fallið í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Yfirliðið mætti rekja til hjartagalla sem greindist fyrir þremur árum. Þá hafi liðið yfir hann í sturtu, hann farið í hjartaþræðingu og þar fundist æðagúlpur. Síðan þá hefur hann verið á hjartalyfjum og þarf að vera til æviloka. Páll birti í gær myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hann ávarpaði aðdáendur sína og greindi frá því hvernig hefur gengið hjá honum eftir kjálkabrotið. „Jæja,“ segir Páll í byrjun myndbandsins og urrar síðan framan í myndavélina til að sýna víravirkið og teygjurnar sem búið er að koma fyrir í munni hans. „Status: Ég kjálkabrotnaði á sunnudaginn, fór í aðgerð á þriðjudaginn, kom heim af spítalanum á miðvikudaginn og ég er svona núna. Ég er bara mjög hress og mjög hissa hvað þetta gengur vel,“ segir hann síðan. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Missti sjö jaxla „Sem betur fer beit ég ekki í tunguna mína þannig ég get tjáð mig, ég get talað og ég get suuungið allt sem mér sýnist,“ segir hann með leikrænum tilburðum. „Restin af skrokknum hlýðir öllu því sem ég segi honum að gera. En þegar maður handleggsbrotnar fær maður gifs en þegar maður kjálkabrotnar færðu svona víra og teygjur,“ segir popparinn og sýnir betur inn í munn sinn. „Ég brotnaði á þremur stöðum stöðum,“ segir hann svo og bendir á staðina þrjá. Þetta eru staðirnir þrír. „Ég er mjög hissa hvað líkaminn minn er duglegur að díla við þetta. Það þýðir eiginlega bara það að ég hlýt að hafa farið vel með þennan líkama þessi 54 ár sem ég hef lifað. Hann tók mjög vel við öllu,“ segir hann. Þá þakkar hann sérstaklega starfsfólki Landspítalans í Fossvogi sem tóku svo fallega á móti honum. „Það var svo auðséð að þau vissu öll nákvæmlega hvað þau voru að gera. Sérstakt shoutout á skurðlækninn Júlíus sem gerði frábært djobb. Ég missti sjö jaxla, þeir brotnuðu og skurðlæknirinn ákvað að taka tvo þeirra, fjarlægja þá bara með öllu. Annars hefði ég bara fengið tannpínu,“ segir hann. Bannað að fara í fýlu „Ég verð með þetta í sex vikur alls. Svo taka við tannlækningar. En vitiði miðað við þetta, ég er bara fínn og hress. Ég verð kominn upp á svið með míkrafón áður en þið vitið af. Og ég ætla að fara eftir öllu sem starfsfólkið ráðlagði mér,“ segir hann. „Antonio er niðri að elda allar grænmetissúpur sem til eru í bókinni. Ég er að drekka allan mat akkúrat núna, það er bara allt í lagi. Hann er heimatilbúinn og flottur. Ég get skroppið upp á Pizza 107, sett pizzur í blandarann og drukkið þær, notað ímyndunaraflið,“ segir Páll. „En aðalmálið er: Bannað að fara í fýlu á þessu heimili og bannað að finna sökudólg. Það sem gerðist er búið að gerast og það er ekki hægt að breyta því. Nú ætla ég að horfa út um framrúðuna ekki í baksýnisspegilinn. Það er ástæða fyrir því að baksýnisspegilinn er mun minni en framrúðan,“ segir Páll í myndbandinu. „Það er fullt af stöffi sem ég get gert, fullt af æfingum. Ég finn líka fyrir því að vöðvarnir í andlitinu eru mjög tilbúnir í þetta djobb og er ég ekki hissa. Eftir þrjátíu ár af söng þá er ég búinn að nota meira en margt annað fólk sem vinnur ekki við að syngja.“ „Ég hitti skurðlækninn í gær, hann var hissa, ég var hissa. Þetta gengur brjálæðislega vel, ástarþakkir fyrir allar kveðjurnar sem ég hef fengið,“ segir hann síðan. Blanda af geimveru og mannætu Að lokum þakkar Páll fyrir allar kveðjurnar og segist ætla að massa þetta. „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig, þetta er verkefni,“ segir hann. Þá sé nóg um að vera hjá honum, þar á meðal sé hann að taka upp nýja plötu með Benna Hemm Hemm. Hann fái núna frið, ró og fókus til að einbeita sér að upptökunum. „Ég er eins og blanda af Alien og Hannibal Lecter. Ég bíð spenntur eftir því að Sigourney Weaver og Jodie Foster kíki í heimsókn. Ég hef upplifað alls konar áföll og verkefni og ég hef massað þau öll,“ segir popparinn svo að lokum.
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira