Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 07:28 Enginn átti von á að Dallas Mavericks myndu vilja losa sig við Luka Doncic. En Anthony Davis hefur greinilega heillað. Getty Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. Skiptin virðast koma upp úr þurru en Dave McMenamin hjá ESPN greindi frá dílnum í nótt. Viðræður hófust fyrir nokkrum dögum og hafa verið komnar á hreint í gærkvöldi. Auk Luka Doncic munu Lakers einnig fá kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Þá mun Utah Jazz einnig vera viðriðið skiptin og fá frá Lakers hinn unga Jalen Hood-Schifino og valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu í ár. Sá valréttur kemur upprunalega frá Clippers. Þá senda Dallas einnig valrétt í annarri umferð í ár til Utah. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Luka Doncic er illviðráðanlegur og hér eru bæði Anthony Davis og LeBron James að reyna að ráða við hann.Getty Komið flestum á óvart Skiptin hafa komið flestum öðrum framkvæmdastjórum deildarinnar á óvart þar sem Doncic hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar og talinn ósnertanlegur. Skiptin komu einnig LeBron í opna skjöldu sem og öðrum leikmönnum og þjálfurum liðanna. Það var hins vegar Dallas-liðið sem bauð hinn 25 ára Doncic til Lakers og hefur framkvæmdastjórinn Rob Pelinka ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Doncic mun þar spila með hinum fertuga LeBron James og væntanlega taka við af honum sem núverandi andlit liðsins. Luka Doncic hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.Instagram - anze9 Stór hluti leikmannanna sem verið er að senda á milli eru hins vegar meiddir. Doncic hefur verið meiddur í nokkrar vikur vegna tognunar í kálfa og óvíst hvenær hann snýr aftur á völlinn meðan Davis tognaði í kviðvöðva á þriðjudag og missir af nokkrum leikjum. Þá eru bæði Kleber og Hood-Schifino líka meiddir. Hinn 25 ára Doncic er á sínu sjöunda tímabili í NBA og er með meðaltöl upp á 28.1 stig, 8.3 fráköst og 7.8 stoðsendingar í 22 leikjum. Hann var valinn þriðji í nýliðavalinu 2018 og hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðan. Hins vegar hefur hann verið töluvert meiddur og ku það vera ástæðan fyrir því að Dallas-liðið ákvað að skipta honum. LeBron og Davis voru aðalmennirnir í Lakers-liðinu sem vann búbblutitilinn í Orlandó árið 2020. Síðan þá hefur gengið brösuglega hjá liðinu.Getty Hinn 31 árs Davis er líka dálítill meiðslapési þó hann hafi verið hraustur í ár. Hann er á sínu þrettánda tímabili í NBA, var valinn fyrstur árið 2012 af New Orleans Pelicans og spilaði þar í sjö tímabil áður en honum var skipt til Los Angeles Lakers þar sem hann vann titilinn árið 2020. Hann er með meðaltöl upp á 25.7 stig, 11.9 fráköst, 3.4 stoðsendingar og 2.1 blokk í 42 leikjum. Davis er einn besti varnarmaður deildarinnar. Eins og sakir standa er Lakers-liðið í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 28 sigra og 19 töp. Dallas er þremur sætum neðar, í áttunda sæti, með 26 sigra og 23 töp. Það er þó bara augnabliksmynd og getur einn sigur til og frá haft mikil áhrif. NBA Bandaríkin Slóvenía Tengdar fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Skiptin virðast koma upp úr þurru en Dave McMenamin hjá ESPN greindi frá dílnum í nótt. Viðræður hófust fyrir nokkrum dögum og hafa verið komnar á hreint í gærkvöldi. Auk Luka Doncic munu Lakers einnig fá kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Þá mun Utah Jazz einnig vera viðriðið skiptin og fá frá Lakers hinn unga Jalen Hood-Schifino og valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu í ár. Sá valréttur kemur upprunalega frá Clippers. Þá senda Dallas einnig valrétt í annarri umferð í ár til Utah. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Luka Doncic er illviðráðanlegur og hér eru bæði Anthony Davis og LeBron James að reyna að ráða við hann.Getty Komið flestum á óvart Skiptin hafa komið flestum öðrum framkvæmdastjórum deildarinnar á óvart þar sem Doncic hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar og talinn ósnertanlegur. Skiptin komu einnig LeBron í opna skjöldu sem og öðrum leikmönnum og þjálfurum liðanna. Það var hins vegar Dallas-liðið sem bauð hinn 25 ára Doncic til Lakers og hefur framkvæmdastjórinn Rob Pelinka ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Doncic mun þar spila með hinum fertuga LeBron James og væntanlega taka við af honum sem núverandi andlit liðsins. Luka Doncic hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.Instagram - anze9 Stór hluti leikmannanna sem verið er að senda á milli eru hins vegar meiddir. Doncic hefur verið meiddur í nokkrar vikur vegna tognunar í kálfa og óvíst hvenær hann snýr aftur á völlinn meðan Davis tognaði í kviðvöðva á þriðjudag og missir af nokkrum leikjum. Þá eru bæði Kleber og Hood-Schifino líka meiddir. Hinn 25 ára Doncic er á sínu sjöunda tímabili í NBA og er með meðaltöl upp á 28.1 stig, 8.3 fráköst og 7.8 stoðsendingar í 22 leikjum. Hann var valinn þriðji í nýliðavalinu 2018 og hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðan. Hins vegar hefur hann verið töluvert meiddur og ku það vera ástæðan fyrir því að Dallas-liðið ákvað að skipta honum. LeBron og Davis voru aðalmennirnir í Lakers-liðinu sem vann búbblutitilinn í Orlandó árið 2020. Síðan þá hefur gengið brösuglega hjá liðinu.Getty Hinn 31 árs Davis er líka dálítill meiðslapési þó hann hafi verið hraustur í ár. Hann er á sínu þrettánda tímabili í NBA, var valinn fyrstur árið 2012 af New Orleans Pelicans og spilaði þar í sjö tímabil áður en honum var skipt til Los Angeles Lakers þar sem hann vann titilinn árið 2020. Hann er með meðaltöl upp á 25.7 stig, 11.9 fráköst, 3.4 stoðsendingar og 2.1 blokk í 42 leikjum. Davis er einn besti varnarmaður deildarinnar. Eins og sakir standa er Lakers-liðið í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 28 sigra og 19 töp. Dallas er þremur sætum neðar, í áttunda sæti, með 26 sigra og 23 töp. Það er þó bara augnabliksmynd og getur einn sigur til og frá haft mikil áhrif.
NBA Bandaríkin Slóvenía Tengdar fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn