Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 31. janúar 2025 07:30 Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum. Heiðrún Lind, sem er ekki aðeins í stjórn SA heldur einnig fyrrverandi meðlimur framkvæmdastjórarnar samtakanna, benti á í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál nýverið að svonefndur stöðugleikasamningur aðila vinnumarkaðarins á alla heildina, hafi leitt til þess að krónutöluhækkanir á taxtalaun valdi launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja. Það þekkja fyrirtæki á veitingamarkaði afar vel, enda samdi SA „fyrir hönd okkar“ í áðurnefndum kjarasamningi, sem valdið hefur verulegum erfiðleikum í grein sem má ekki við slíku, eins og opinberar greiningar hafa sýnt fram á. Fjarlægðin frá samninganefnd SA til veitingamarkaðarins gerði það að verkum að raunveruleikinn komst aldrei inn á borð SA, heldur var samið um heildarmeðaltal sem í reynd þýðir talsvert meiri krónutöluhækkun og aukið hlutfallslegt álag til viðbótar hjá fjölmörgum atvinnugreinum. Hvað veitingamarkaðinn varðar má segja að hækkunin hafi verið 7 – 10% í reynd og það þola fá fyrirtæki. Er þorandi að spyrja tveggja spurninga upphátt? Hvernig er hægt að réttlæta að SA, sem hefur aðeins örfáa veitingamenn í sínum röðum, ákveði kjörin fyrir alla veitingastaði? Hvernig stendur á því að SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta veitingamanna innan sinna raða og umboð af þeirra hálfu til að semja, hafi enga aðkomu að samningum fyrir greinina? Hér er kannski rétt að benda á fyrirkomulagið innan SA, þar sem velta aðildarfyrirtækja ræðu mestu um atkvæðamagn. Sem dæmi má nefna að Marel eitt hefur fleiri atkvæði innan SA en öll veitingahús samanlagt. Má í þessu ljósi ekki ganga enn lengra og spyrja frekari spurninga? Hvað réttlætir að fyrirtæki eins og Marel, Össur, Samherji og Arion banki greiði atkvæði um laun á íslenskum veitingahúsum? Í krafti allsherjarstöðugleikasamninga er það nefnilega reyndin. Veitingamenn hafa ekkert um það að segja, en lúta þess í stað ákvörðunum t.d. stórra útflutningsfyrirtækja. Eitthvað myndi líklega heyrast ef staðan innan SA væri 1 atkvæði á 1 fyrirtæki og veitingamenn færu að greiða atkvæði um laun millistjórnenda hjá Össuri eða bílstjóra hjá Samherja. Sérstaða veitingageirans, þar sem fastráðnir starfsmenn á dagvinnutöxtum þéna oft minna en ungt fólk sem skýst í nokkrar kvöld- og helgarvaktir áður en það heldur sína leið, er skýr og hefur ekkert erindi inn í þennan heim meðaltalsstöðugleikaleiðar þeirra sem öllu ráða. Getur verið að einn samningur fyrir alla gangi í raun út á að stóru aðilarnir fái sitt fram og það á kostnað þess að fórna þeim minni, eins og veitingastöðum? SVEIT tekur undir með stjórnarmanni SA um að meðaltalsstöðugleikaleiðin hafi beðið skipbrot. Sú leið á ekkert erindi lengur á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingamarkaði (SVEIT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalgeir Ásvaldsson Kjaramál Veitingastaðir Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum. Heiðrún Lind, sem er ekki aðeins í stjórn SA heldur einnig fyrrverandi meðlimur framkvæmdastjórarnar samtakanna, benti á í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál nýverið að svonefndur stöðugleikasamningur aðila vinnumarkaðarins á alla heildina, hafi leitt til þess að krónutöluhækkanir á taxtalaun valdi launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja. Það þekkja fyrirtæki á veitingamarkaði afar vel, enda samdi SA „fyrir hönd okkar“ í áðurnefndum kjarasamningi, sem valdið hefur verulegum erfiðleikum í grein sem má ekki við slíku, eins og opinberar greiningar hafa sýnt fram á. Fjarlægðin frá samninganefnd SA til veitingamarkaðarins gerði það að verkum að raunveruleikinn komst aldrei inn á borð SA, heldur var samið um heildarmeðaltal sem í reynd þýðir talsvert meiri krónutöluhækkun og aukið hlutfallslegt álag til viðbótar hjá fjölmörgum atvinnugreinum. Hvað veitingamarkaðinn varðar má segja að hækkunin hafi verið 7 – 10% í reynd og það þola fá fyrirtæki. Er þorandi að spyrja tveggja spurninga upphátt? Hvernig er hægt að réttlæta að SA, sem hefur aðeins örfáa veitingamenn í sínum röðum, ákveði kjörin fyrir alla veitingastaði? Hvernig stendur á því að SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta veitingamanna innan sinna raða og umboð af þeirra hálfu til að semja, hafi enga aðkomu að samningum fyrir greinina? Hér er kannski rétt að benda á fyrirkomulagið innan SA, þar sem velta aðildarfyrirtækja ræðu mestu um atkvæðamagn. Sem dæmi má nefna að Marel eitt hefur fleiri atkvæði innan SA en öll veitingahús samanlagt. Má í þessu ljósi ekki ganga enn lengra og spyrja frekari spurninga? Hvað réttlætir að fyrirtæki eins og Marel, Össur, Samherji og Arion banki greiði atkvæði um laun á íslenskum veitingahúsum? Í krafti allsherjarstöðugleikasamninga er það nefnilega reyndin. Veitingamenn hafa ekkert um það að segja, en lúta þess í stað ákvörðunum t.d. stórra útflutningsfyrirtækja. Eitthvað myndi líklega heyrast ef staðan innan SA væri 1 atkvæði á 1 fyrirtæki og veitingamenn færu að greiða atkvæði um laun millistjórnenda hjá Össuri eða bílstjóra hjá Samherja. Sérstaða veitingageirans, þar sem fastráðnir starfsmenn á dagvinnutöxtum þéna oft minna en ungt fólk sem skýst í nokkrar kvöld- og helgarvaktir áður en það heldur sína leið, er skýr og hefur ekkert erindi inn í þennan heim meðaltalsstöðugleikaleiðar þeirra sem öllu ráða. Getur verið að einn samningur fyrir alla gangi í raun út á að stóru aðilarnir fái sitt fram og það á kostnað þess að fórna þeim minni, eins og veitingastöðum? SVEIT tekur undir með stjórnarmanni SA um að meðaltalsstöðugleikaleiðin hafi beðið skipbrot. Sú leið á ekkert erindi lengur á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingamarkaði (SVEIT).
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar