97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 29. janúar 2025 16:31 Í morgun héldu fimm sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar til hafs á nýju öflugu og afar fullkomnu björgunarskipi, til aðstoðar tveimur skipverjum á fiskibát sem misst hafði stýri og rak hættulega nærri landi. Áhöfn björgunarskipsins Bjargar var aðeins um 20 mínútur að sigla frá Rifi, vestur fyrir Snæfellsnes þar til komið var að bátnum. Allt fór vel og sjálfboðaliðar félagsins komu með bátinn til hafnar á Rifi rétt upp úr klukkan 8. Björg er fjórða skipið sem félagið endurnýjar af þrettán skipum í afar metnaðarfullu verkefni, með öryggi sjófarenda í huga. Það er kannski til marks um hve mikil breyting hefur orðið í öryggismálum sjómanna og í raun landsmanna allra, að í morgun varð mannbjörg. Mannbjörg á 97 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það má ekki gleymast að fyrir stofnun félagsins, þann 29. Janúar árið 1928, var það hinn harði fórnarkostnaður þess að sækja verðmæti hafsins að fjöldi sjómanna átti ekki afturkvæmt á hverju ári. Á áratugnum 1921 til 1930 drukkna 685 sjómenn við Íslandsstrendur, nærri 70 manns ár hvert. Í 25 ára afmælisriti félagsins kallar höfundur, Gils Guðmundsson, þetta skattinn mikla og það er það svo sannarlega. Hinn endanlegi skattur. Á þeim 97 árum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur starfað, fyrst sem Slysavarnafélag Íslands og síðar með sameiningu við Landsbjörg, landsamband björgunarsveita, í Slysavarnafélagið Landsbjörg, hefur orðið bylting í öryggismálum sjómanna. Árlega fara mörg hundruð sjómenn í gegnum öryggisnámskeið félagsins og björgunarsveitir þess sinna oft á tíðum vel á annað þúsund útkalla ár hvert. Þúsundir sjálfboðaliða vinna öll saman undir hatti félagsins að því að vinna ötullega að slysavörnum og vera til taks þegar á þarf að halda, sem vissulega er oftar en góðu hófi gegnir stundum, í óblíðri náttúru okkar lands. Á þessum árum hafa tugþúsundir sjálfboðaliða haldið merkjum félagsins á lofti, með það eitt að leiðarljósi að koma til aðstoðar þegar á þarf að halda og við sjáum í unglingastarfi félagsins næstu kynslóðir brenna fyrir að taka við keflinu og bera það áfram inn í framtíðina. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgunarsveitir Tímamót Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í morgun héldu fimm sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar til hafs á nýju öflugu og afar fullkomnu björgunarskipi, til aðstoðar tveimur skipverjum á fiskibát sem misst hafði stýri og rak hættulega nærri landi. Áhöfn björgunarskipsins Bjargar var aðeins um 20 mínútur að sigla frá Rifi, vestur fyrir Snæfellsnes þar til komið var að bátnum. Allt fór vel og sjálfboðaliðar félagsins komu með bátinn til hafnar á Rifi rétt upp úr klukkan 8. Björg er fjórða skipið sem félagið endurnýjar af þrettán skipum í afar metnaðarfullu verkefni, með öryggi sjófarenda í huga. Það er kannski til marks um hve mikil breyting hefur orðið í öryggismálum sjómanna og í raun landsmanna allra, að í morgun varð mannbjörg. Mannbjörg á 97 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það má ekki gleymast að fyrir stofnun félagsins, þann 29. Janúar árið 1928, var það hinn harði fórnarkostnaður þess að sækja verðmæti hafsins að fjöldi sjómanna átti ekki afturkvæmt á hverju ári. Á áratugnum 1921 til 1930 drukkna 685 sjómenn við Íslandsstrendur, nærri 70 manns ár hvert. Í 25 ára afmælisriti félagsins kallar höfundur, Gils Guðmundsson, þetta skattinn mikla og það er það svo sannarlega. Hinn endanlegi skattur. Á þeim 97 árum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur starfað, fyrst sem Slysavarnafélag Íslands og síðar með sameiningu við Landsbjörg, landsamband björgunarsveita, í Slysavarnafélagið Landsbjörg, hefur orðið bylting í öryggismálum sjómanna. Árlega fara mörg hundruð sjómenn í gegnum öryggisnámskeið félagsins og björgunarsveitir þess sinna oft á tíðum vel á annað þúsund útkalla ár hvert. Þúsundir sjálfboðaliða vinna öll saman undir hatti félagsins að því að vinna ötullega að slysavörnum og vera til taks þegar á þarf að halda, sem vissulega er oftar en góðu hófi gegnir stundum, í óblíðri náttúru okkar lands. Á þessum árum hafa tugþúsundir sjálfboðaliða haldið merkjum félagsins á lofti, með það eitt að leiðarljósi að koma til aðstoðar þegar á þarf að halda og við sjáum í unglingastarfi félagsins næstu kynslóðir brenna fyrir að taka við keflinu og bera það áfram inn í framtíðina. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun