97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 29. janúar 2025 16:31 Í morgun héldu fimm sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar til hafs á nýju öflugu og afar fullkomnu björgunarskipi, til aðstoðar tveimur skipverjum á fiskibát sem misst hafði stýri og rak hættulega nærri landi. Áhöfn björgunarskipsins Bjargar var aðeins um 20 mínútur að sigla frá Rifi, vestur fyrir Snæfellsnes þar til komið var að bátnum. Allt fór vel og sjálfboðaliðar félagsins komu með bátinn til hafnar á Rifi rétt upp úr klukkan 8. Björg er fjórða skipið sem félagið endurnýjar af þrettán skipum í afar metnaðarfullu verkefni, með öryggi sjófarenda í huga. Það er kannski til marks um hve mikil breyting hefur orðið í öryggismálum sjómanna og í raun landsmanna allra, að í morgun varð mannbjörg. Mannbjörg á 97 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það má ekki gleymast að fyrir stofnun félagsins, þann 29. Janúar árið 1928, var það hinn harði fórnarkostnaður þess að sækja verðmæti hafsins að fjöldi sjómanna átti ekki afturkvæmt á hverju ári. Á áratugnum 1921 til 1930 drukkna 685 sjómenn við Íslandsstrendur, nærri 70 manns ár hvert. Í 25 ára afmælisriti félagsins kallar höfundur, Gils Guðmundsson, þetta skattinn mikla og það er það svo sannarlega. Hinn endanlegi skattur. Á þeim 97 árum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur starfað, fyrst sem Slysavarnafélag Íslands og síðar með sameiningu við Landsbjörg, landsamband björgunarsveita, í Slysavarnafélagið Landsbjörg, hefur orðið bylting í öryggismálum sjómanna. Árlega fara mörg hundruð sjómenn í gegnum öryggisnámskeið félagsins og björgunarsveitir þess sinna oft á tíðum vel á annað þúsund útkalla ár hvert. Þúsundir sjálfboðaliða vinna öll saman undir hatti félagsins að því að vinna ötullega að slysavörnum og vera til taks þegar á þarf að halda, sem vissulega er oftar en góðu hófi gegnir stundum, í óblíðri náttúru okkar lands. Á þessum árum hafa tugþúsundir sjálfboðaliða haldið merkjum félagsins á lofti, með það eitt að leiðarljósi að koma til aðstoðar þegar á þarf að halda og við sjáum í unglingastarfi félagsins næstu kynslóðir brenna fyrir að taka við keflinu og bera það áfram inn í framtíðina. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgunarsveitir Tímamót Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í morgun héldu fimm sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar til hafs á nýju öflugu og afar fullkomnu björgunarskipi, til aðstoðar tveimur skipverjum á fiskibát sem misst hafði stýri og rak hættulega nærri landi. Áhöfn björgunarskipsins Bjargar var aðeins um 20 mínútur að sigla frá Rifi, vestur fyrir Snæfellsnes þar til komið var að bátnum. Allt fór vel og sjálfboðaliðar félagsins komu með bátinn til hafnar á Rifi rétt upp úr klukkan 8. Björg er fjórða skipið sem félagið endurnýjar af þrettán skipum í afar metnaðarfullu verkefni, með öryggi sjófarenda í huga. Það er kannski til marks um hve mikil breyting hefur orðið í öryggismálum sjómanna og í raun landsmanna allra, að í morgun varð mannbjörg. Mannbjörg á 97 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það má ekki gleymast að fyrir stofnun félagsins, þann 29. Janúar árið 1928, var það hinn harði fórnarkostnaður þess að sækja verðmæti hafsins að fjöldi sjómanna átti ekki afturkvæmt á hverju ári. Á áratugnum 1921 til 1930 drukkna 685 sjómenn við Íslandsstrendur, nærri 70 manns ár hvert. Í 25 ára afmælisriti félagsins kallar höfundur, Gils Guðmundsson, þetta skattinn mikla og það er það svo sannarlega. Hinn endanlegi skattur. Á þeim 97 árum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur starfað, fyrst sem Slysavarnafélag Íslands og síðar með sameiningu við Landsbjörg, landsamband björgunarsveita, í Slysavarnafélagið Landsbjörg, hefur orðið bylting í öryggismálum sjómanna. Árlega fara mörg hundruð sjómenn í gegnum öryggisnámskeið félagsins og björgunarsveitir þess sinna oft á tíðum vel á annað þúsund útkalla ár hvert. Þúsundir sjálfboðaliða vinna öll saman undir hatti félagsins að því að vinna ötullega að slysavörnum og vera til taks þegar á þarf að halda, sem vissulega er oftar en góðu hófi gegnir stundum, í óblíðri náttúru okkar lands. Á þessum árum hafa tugþúsundir sjálfboðaliða haldið merkjum félagsins á lofti, með það eitt að leiðarljósi að koma til aðstoðar þegar á þarf að halda og við sjáum í unglingastarfi félagsins næstu kynslóðir brenna fyrir að taka við keflinu og bera það áfram inn í framtíðina. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun