Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 29. janúar 2025 16:02 Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum, þeim láðist að skrá sig rétt, úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk til að eiga rétt á greiðslum, og uppfylli þar með ekki skilyrði til að fá opinberan styrk sem veittur er árlega til stjórnmálasamtaka. Og núna borga þeir til baka, þetta eru þeirra mistök og þeim ber að borga til baka alveg eins og Elli og Örorkuþegum er gert að borga til baka, okkur er gert að skrá allt rétt, það er á okkar ábyrgð annars þurfum við að borga til baka engin miskun. Við þurfum að vera stöðugt að fylgjast með svo við lendum ekki í endurgreiðslum. Hvernig passa ég upp á að fá ekki ofgreitt? Með því að gæta þess að tekjuáætlun mín hjá TR sé alltaf rétt miðað við þær tekjur sem ég fæ, lífeyrissjóður og Fjármagnstekjur þar með. Með því að að vera alltaf rétt skráð, á ég maka, bý ég ein eða þurfti ég innlögn á spítala eða stofnum, dó ég kannski, þetta þurfum við allt að passa upp á að sé rétt skráð svo við fáum ekki bakreikning frá TR en endurútreikningur fer almennt fram í lok maí ár hvert eftir skil á skattframtali. Ábyrgðin er okkar og við erum látin borga til baka alveg sama hvað. Dæmi: Ef þú býr ein(n) færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.715 kr. á mánuði Ef þú býr ekki ein(n), til dæmis ef barnið þitt nær 18 ára aldri þá býrðu ekki lengur einn og færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 332.257 kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 61.458 kr of mikið og þarft að borga til baka. Ef þér tækist að eiga smá inn á reikningnum þínum og fá smá fjármagnstekjur kannski 1.000 kr á mánuði færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.312 kr. kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 403 kr of mikið og þarft að borga til baka. Eða ef þú deyrð í byrjun mánaðar þá þarf að borga til baka frá dánardegi til mánaðarloka, TR borgar fyrir fram. Það er engin miskunn okkur ber að borga til baka það er dregið af bótunum okkar á hverjum mánuði. Fólk sem býr nú þegar við hungurmörk munar um hvern eyri. Það á ekki að gera minni kröfu á æðstu embættismenn landsins eða þá sem sækjast eftir að vera það, Frumvarpið sem um ræðir varð að lögum nr. 109/2021 Flutningsmenn frumvarpsins voru formenn þeirra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi árið 2021 (Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn og Píratar ), það ríkti þverpólitísk sátt um þetta frumvarp, 52 greiddu með því atkvæði - hinir ellefu voru fjarverandi. Þetta er ekki "Lítill formgalli" sem er óheppilegur og ekkert mál, og þið vissuð öll um þetta, þið lögðuð þetta til og samþykktuð að lögum. Þann 25. janúar árið 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar árið 2022, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september 2024. Flokkur fólksins er enn skráður sem félagasamtök. Þeir voru á Þingi þegar þetta var samþykkt og vissu af þessu, þeir hafa enga afsökun. BORGIÐ til baka. P.S. ég og fleiri frábiðjum okkur að vera kölluð "fólkið hennar Ingu" eða "skjólstæðingar Ingu" nú eða þá "hópurinn sem Inga stendur fyrir" Hún er ekki fulltrúi allra Elli og Öryrkja, langt frá því, þó margir hafi í örvæntingu fallið fyrir loforði hennar um " 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust" féllu ekki allir fyrir svoleiðis skrauti. Höfundur hefur oft þurft að borga ofgreiddar bætur til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Eldri borgarar Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum, þeim láðist að skrá sig rétt, úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk til að eiga rétt á greiðslum, og uppfylli þar með ekki skilyrði til að fá opinberan styrk sem veittur er árlega til stjórnmálasamtaka. Og núna borga þeir til baka, þetta eru þeirra mistök og þeim ber að borga til baka alveg eins og Elli og Örorkuþegum er gert að borga til baka, okkur er gert að skrá allt rétt, það er á okkar ábyrgð annars þurfum við að borga til baka engin miskun. Við þurfum að vera stöðugt að fylgjast með svo við lendum ekki í endurgreiðslum. Hvernig passa ég upp á að fá ekki ofgreitt? Með því að gæta þess að tekjuáætlun mín hjá TR sé alltaf rétt miðað við þær tekjur sem ég fæ, lífeyrissjóður og Fjármagnstekjur þar með. Með því að að vera alltaf rétt skráð, á ég maka, bý ég ein eða þurfti ég innlögn á spítala eða stofnum, dó ég kannski, þetta þurfum við allt að passa upp á að sé rétt skráð svo við fáum ekki bakreikning frá TR en endurútreikningur fer almennt fram í lok maí ár hvert eftir skil á skattframtali. Ábyrgðin er okkar og við erum látin borga til baka alveg sama hvað. Dæmi: Ef þú býr ein(n) færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.715 kr. á mánuði Ef þú býr ekki ein(n), til dæmis ef barnið þitt nær 18 ára aldri þá býrðu ekki lengur einn og færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 332.257 kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 61.458 kr of mikið og þarft að borga til baka. Ef þér tækist að eiga smá inn á reikningnum þínum og fá smá fjármagnstekjur kannski 1.000 kr á mánuði færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.312 kr. kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 403 kr of mikið og þarft að borga til baka. Eða ef þú deyrð í byrjun mánaðar þá þarf að borga til baka frá dánardegi til mánaðarloka, TR borgar fyrir fram. Það er engin miskunn okkur ber að borga til baka það er dregið af bótunum okkar á hverjum mánuði. Fólk sem býr nú þegar við hungurmörk munar um hvern eyri. Það á ekki að gera minni kröfu á æðstu embættismenn landsins eða þá sem sækjast eftir að vera það, Frumvarpið sem um ræðir varð að lögum nr. 109/2021 Flutningsmenn frumvarpsins voru formenn þeirra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi árið 2021 (Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn og Píratar ), það ríkti þverpólitísk sátt um þetta frumvarp, 52 greiddu með því atkvæði - hinir ellefu voru fjarverandi. Þetta er ekki "Lítill formgalli" sem er óheppilegur og ekkert mál, og þið vissuð öll um þetta, þið lögðuð þetta til og samþykktuð að lögum. Þann 25. janúar árið 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar árið 2022, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september 2024. Flokkur fólksins er enn skráður sem félagasamtök. Þeir voru á Þingi þegar þetta var samþykkt og vissu af þessu, þeir hafa enga afsökun. BORGIÐ til baka. P.S. ég og fleiri frábiðjum okkur að vera kölluð "fólkið hennar Ingu" eða "skjólstæðingar Ingu" nú eða þá "hópurinn sem Inga stendur fyrir" Hún er ekki fulltrúi allra Elli og Öryrkja, langt frá því, þó margir hafi í örvæntingu fallið fyrir loforði hennar um " 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust" féllu ekki allir fyrir svoleiðis skrauti. Höfundur hefur oft þurft að borga ofgreiddar bætur til baka.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar