Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. janúar 2025 12:32 Kristrún segir þing munu koma saman 4. febrúar, gangi allt eftir áætlun. Vísir/Vilhelm Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að fram að 4. febrúar verði undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga gefið rými til þess að vinna sína vinnu. Koma verði í ljós hvað komi út úr þeirri vinnu en vonast sé til þess að unnt verði að setja þing 4. febrúar. Kristrún segir það ekki sitt að segja til um á þessum tímapunkti hvort líklegt sé að talið verði á ný. Nefndin þurfi að fara yfir ýmis gögn og hafi víðtækar heimildir. „Nú gefum við þessu bara tíma, þessi dagsetning á þingsetningu er sett með fyrirvara um að það verði búið að komast að niðurstöðu.“ Ekki gott fyrir lýðræðið Þá segir Kristrún það vera áhyggjuefni að einhver fjöldi atkvæða virðist hafa fallið milli skips og bryggju. „Það er óheppilegt og þetta er ekki gott fyrir lýðræðið í landinu, að fólk þurfi að hafa áhyggjur af því að þeirra atkvæði komist til skila. Auðvitað er það þannig að ef þú kýst utan kjörfundar berðu ábyrgð á því að koma atkvæðinu þínu til skila en fólk er samt að greiða atkvæði undir ákveðnum kringumstæðum, undir ákveðnu fyrirkomulagi, þar sem það ætti að skila sér. Landskjörstjórn hefur sagt að það þurfi að fara betur yfir og endurskoða fyrirkomulag utankjörfundar. Þetta er eitthvað sem ég tek undir og ég held að Alþingi ætti að beina því í réttan farveg. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli upp á framtíðinni.“ Viðtal við Kristrúnu má sjá að neðan. Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25 Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að fram að 4. febrúar verði undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga gefið rými til þess að vinna sína vinnu. Koma verði í ljós hvað komi út úr þeirri vinnu en vonast sé til þess að unnt verði að setja þing 4. febrúar. Kristrún segir það ekki sitt að segja til um á þessum tímapunkti hvort líklegt sé að talið verði á ný. Nefndin þurfi að fara yfir ýmis gögn og hafi víðtækar heimildir. „Nú gefum við þessu bara tíma, þessi dagsetning á þingsetningu er sett með fyrirvara um að það verði búið að komast að niðurstöðu.“ Ekki gott fyrir lýðræðið Þá segir Kristrún það vera áhyggjuefni að einhver fjöldi atkvæða virðist hafa fallið milli skips og bryggju. „Það er óheppilegt og þetta er ekki gott fyrir lýðræðið í landinu, að fólk þurfi að hafa áhyggjur af því að þeirra atkvæði komist til skila. Auðvitað er það þannig að ef þú kýst utan kjörfundar berðu ábyrgð á því að koma atkvæðinu þínu til skila en fólk er samt að greiða atkvæði undir ákveðnum kringumstæðum, undir ákveðnu fyrirkomulagi, þar sem það ætti að skila sér. Landskjörstjórn hefur sagt að það þurfi að fara betur yfir og endurskoða fyrirkomulag utankjörfundar. Þetta er eitthvað sem ég tek undir og ég held að Alþingi ætti að beina því í réttan farveg. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli upp á framtíðinni.“ Viðtal við Kristrúnu má sjá að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25 Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40
Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25
Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11