Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 13. janúar 2025 08:32 Það var með ólíkindum að horfa upp á það siðleysi sem forsvarsmenn Eflingar sýndu um nýliðna helgi, þegar þeir réðust með ósvífnum hætti inn á veitingastað í Kringlunni með skrílslæti, hávaða og látum. Í gulum vestum með gjallarhorn var öskrað á gesti staðarins og þá sem fyrir framan hann voru, að snæða ekki á staðnum. Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði. Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám. Orðræða forsvarsmanna Eflingar hefur verið með ólíkindum og einkennst af upphrópunum, ósannindum, hótunum, útúrsnúningi og er treyst á hið fornkveðna að lygin hafi ferðast um hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn hafi reimað á sig skóna. Einn stjórnarmanna Eflingar hefur líkt íslenskum veitingamönnum við sníkjudýr og spillta auðmenn sem geri ekki handtak á vinnustað. Í hvaða heimi lifir þetta fólk sem sér heiminn með þessum hætti? Íslenskir veitingamenn vinna líklega lengri vinnutíma en flestir og rekstur margra veitingastaða er í járnum. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur hér á landi, sem hefur verið algjör afgangsstærð í kjarasamningum hér á landi þar sem ekkert tillit er tekið til eðli rekstrarins, starfsumhverfisins eða slíkra þátta. Við stofnun stéttarfélagsins Virðingar, sem eru samtök starfsfólk veitingastaða, var gerður löglegur kjarasamningur sem miðar að því að hækka laun fastráðsins starfsfólks á kostnað ungs fólks sem vinnur stakar vaktir í stuttan tíma og heldur síðan sína leið. Slíkir samningar eru í gildi á hinum Norðurlöndunum og löngu kominn tími til að þeir tækju gildi hér. Þetta getur Efling ekki sætt sig við. Ástæðan er einföld og skýrist líklega best með þessari mynd og er frá Eflingu: Já, Efling er ekki aðeins að missa spón úr sínum aski, Efling er að missa mjög stóran spón. Mörg hundruð milljón krónur hverfa úr félagssjóðum Eflingar við það að aðilar á veitingamarkaði semji sín á milli, en ekki við Eflingu. Efing, sem vel að merkja, hafnaði að semja við SVEIT. Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalgeir Ásvaldsson Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það var með ólíkindum að horfa upp á það siðleysi sem forsvarsmenn Eflingar sýndu um nýliðna helgi, þegar þeir réðust með ósvífnum hætti inn á veitingastað í Kringlunni með skrílslæti, hávaða og látum. Í gulum vestum með gjallarhorn var öskrað á gesti staðarins og þá sem fyrir framan hann voru, að snæða ekki á staðnum. Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði. Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám. Orðræða forsvarsmanna Eflingar hefur verið með ólíkindum og einkennst af upphrópunum, ósannindum, hótunum, útúrsnúningi og er treyst á hið fornkveðna að lygin hafi ferðast um hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn hafi reimað á sig skóna. Einn stjórnarmanna Eflingar hefur líkt íslenskum veitingamönnum við sníkjudýr og spillta auðmenn sem geri ekki handtak á vinnustað. Í hvaða heimi lifir þetta fólk sem sér heiminn með þessum hætti? Íslenskir veitingamenn vinna líklega lengri vinnutíma en flestir og rekstur margra veitingastaða er í járnum. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur hér á landi, sem hefur verið algjör afgangsstærð í kjarasamningum hér á landi þar sem ekkert tillit er tekið til eðli rekstrarins, starfsumhverfisins eða slíkra þátta. Við stofnun stéttarfélagsins Virðingar, sem eru samtök starfsfólk veitingastaða, var gerður löglegur kjarasamningur sem miðar að því að hækka laun fastráðsins starfsfólks á kostnað ungs fólks sem vinnur stakar vaktir í stuttan tíma og heldur síðan sína leið. Slíkir samningar eru í gildi á hinum Norðurlöndunum og löngu kominn tími til að þeir tækju gildi hér. Þetta getur Efling ekki sætt sig við. Ástæðan er einföld og skýrist líklega best með þessari mynd og er frá Eflingu: Já, Efling er ekki aðeins að missa spón úr sínum aski, Efling er að missa mjög stóran spón. Mörg hundruð milljón krónur hverfa úr félagssjóðum Eflingar við það að aðilar á veitingamarkaði semji sín á milli, en ekki við Eflingu. Efing, sem vel að merkja, hafnaði að semja við SVEIT. Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun