Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2025 07:33 Það hefur ekki alltaf verið hlýtt milli Zuckerberg og Trump en það virðist vera að breytast. Tæknigeirinn horfir hýrum augum til næstu fjögurra ára. Getty/Zuffa LLC/Chris Unger Ákvörðun stjórnenda Meta um að hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram hefur vakið hörð viðbrögð. Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, segir um að ræða forgangsröðun í þágu tjáningarfrelsisins. Tilkynnt var um ákvörðunina í gær og fór Zuckerberg ekki í grafgötur með það að hún tengdist úrslitum nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, þar sem Donald Trump sigraði Kamölu Harris. Zuckerberg sagði í gær að Meta myndi vinna að því með Trump að leggja þrýsting á stjórnvöld út um heim allan, sem hefðu barist fyrir aukinni ritskoðun og sótt að bandarískum fyrirtækjum hvað það varðaði. Nefndi hann Evrópu og Suður-Ameríku sérstaklega í þessu samhengi. Breytingarnar fela meðal annars í sér að dregið verður verulega úr eða fallið algjörlega frá eftirliti með sannleiksgildi færslna. Þess í stað stendur til að fara að dæmi X, sem er í eigu Elon Musk, og láta notendur um það að gera athugasemdir og setja hlutina í samhengi. Zuckerberg segir eftirlitið hafa verið orðið allt of hlutdrægt og að framvegis verði minni áhersla lögð á að fylgjast með færslum þar sem fjallað er um til að mynda innflytjendur og kyn. Ólöglegt efni og alvarlegt efni þar sem fjallað er um til að mynda sjálfsvíg og sjálfskaða verður áfram undir eftirliti. Fregnirnar hafa vakið hörð viðbrögð og Zuckerberg verið harðlega gagnrýndur fyrir að beygja sig algjörlega undir Trump. Áhyggjur eru meðal annars uppi um að breytingarnar muni opna dyrnar á flóð hatursáróðurs gegn konum, hinsegin fólki og minnihlutahópum. Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan var hins vegar á meðal þeirra sem tóku fréttunum fagnandi og sagði um að ræða algjöra u-beygju gagnvart „woke“ ritskoðun og „slaufunarmenningarkjaftæði“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Tilkynnt var um ákvörðunina í gær og fór Zuckerberg ekki í grafgötur með það að hún tengdist úrslitum nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, þar sem Donald Trump sigraði Kamölu Harris. Zuckerberg sagði í gær að Meta myndi vinna að því með Trump að leggja þrýsting á stjórnvöld út um heim allan, sem hefðu barist fyrir aukinni ritskoðun og sótt að bandarískum fyrirtækjum hvað það varðaði. Nefndi hann Evrópu og Suður-Ameríku sérstaklega í þessu samhengi. Breytingarnar fela meðal annars í sér að dregið verður verulega úr eða fallið algjörlega frá eftirliti með sannleiksgildi færslna. Þess í stað stendur til að fara að dæmi X, sem er í eigu Elon Musk, og láta notendur um það að gera athugasemdir og setja hlutina í samhengi. Zuckerberg segir eftirlitið hafa verið orðið allt of hlutdrægt og að framvegis verði minni áhersla lögð á að fylgjast með færslum þar sem fjallað er um til að mynda innflytjendur og kyn. Ólöglegt efni og alvarlegt efni þar sem fjallað er um til að mynda sjálfsvíg og sjálfskaða verður áfram undir eftirliti. Fregnirnar hafa vakið hörð viðbrögð og Zuckerberg verið harðlega gagnrýndur fyrir að beygja sig algjörlega undir Trump. Áhyggjur eru meðal annars uppi um að breytingarnar muni opna dyrnar á flóð hatursáróðurs gegn konum, hinsegin fólki og minnihlutahópum. Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan var hins vegar á meðal þeirra sem tóku fréttunum fagnandi og sagði um að ræða algjöra u-beygju gagnvart „woke“ ritskoðun og „slaufunarmenningarkjaftæði“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira