Pólski miðillinn Przeglad Sportowy greinir frá því að bæði Lech Poznań and Raków hafi boðið í leikmanninn en Víkingur hafnaði hins vegar tilboðunum tveimur. Þá er Legia Varsjá einnig með miðjumanninn á óskalista sínum samkvæmt frétt Fótbolti.net.
Przeglad Sportowy segir jafnframt að Hammarby í Svíþjóð og Silkeborg í Danmörku vilji fá leikmanninn í sínar raðir. Bæði lið leika í efstu deild þar í landi.
Hinn tvítugi Gísli Gottskálk er á sínu öðru tímabili með Víkingum eftir að ganga til liðs við félagið þegar hann sneri heim eftir að hafa verið á mála hjá Bologna á Ítalíu. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki.