Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 12:32 Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. Tilgangur SVEIT er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum lögaðilum, sem að lögum skapa rekstrarumhverfi veitingastaða hér á landi, standa vörð um og stuðla að faglegum rekstri, veita félagsmönnum þjónusta, svo sem á sviði kjaramála. Frá stofnun hefur SVEIT vaxið fiskur um hrygg og nú eiga 178 fyrirtæki aðild að þeim. Í samræmi við tilgang samtakanna gerðu þau fyrr á árinu kjarasamning við nýtt stéttarfélag – Virðingu -. Virðing er stéttarfélaga stofnað af starfsmönnum veitingastaða, sem hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að stofna félag til að vinna að réttindum og kjörum félagasmanna sinna. Fulltrúar beggja samningsaðila þekkja og vita hvað felst í því að reka og starfa á veitingastöðum. Áður en til gerð kjarsamnings SVEIT og Virðingar kom höfðu önnur verkalýðsfélög eða hin ýmsu samtök þeirra ásamt Samtökum atvinnulífsins sett fjölmarga ólíka starfsmenn á almennum vinnumarkaði undir einn og sama kjarasamninginn. Með kjarasamningi SVEIT og Virðingar er að því stefnt að færa launakjör starfsmanna á veitingastöðum að því, sem kalla má ,,sænska módelið”, enda liggur fyrir í gögnum, sem KPMG hefur unnið fyrir SVEIT að Ísland sker sig úr hvað launkjör starfsmanna á veitingastöðum varðar sambanborið við Svíþjóð, sem hér á landi hefur um margt verið talið fyrirmyndar ríki þegar kemur að kjaramálum. Í Svíþjóð og reyndar í Danmörku og Noregi er gert betur við fastráðna starfsmenn á dagvinnulaunum, meðan lausafólk, sem oftast er ungt fólk sem staldrar stutt við, er öðrum töxtum. Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur það að meginmarkmiði að bæta launakjör fastráðinna starfsmanna. Kjarsamningur SVEIT og Virðingar hefur farið fyrir brjóstið á forystu verkalýsfélagsins Eflingar og öðrum forkólfum verkalýsihreyfingarinnar, sem virðast styðja þau áform formanns Eflingar að eyðileggja löglega starfsemi félagsmanna í SVEIT segi þeir sig ekki úr samtökunum og hætti að greiða félagsmönnum í Virðingu, sem hjá þeim starfa laun eftir löglega gerðum kjarasamningi. Hnefninn er á lofti eins og oft áður. Í samræmi við það forðast forkólfar Eflingar að ræða staðreyndir máls og ástæður þær sem leitt hafa til þess að starfsfólk á veitingastöðum vildi önnur kjör, en þau sem Efling hefur samið um að þeim forspurðum og skilar þeim sem hafa lagt störf á veitingastöðum fyrir sig lægri launum en þeir fá sem stoppa stutt við og eru aðeins í hluta starfi. Til upplýsinga fyrir þá sem vilja upplýsta umræðu er rétt hér í lokin að nefna nokkara tölulegar staðreyndir. (i) Frá 2016 til 2022 hafa laun á veitingastöðum hér á landi hækkað um rúmlega 63% samanborið við 17% hækkun í Svíþjóð. (ii) Launakostnaður er tvöfalt hærri á veitingastöðum hér á landi en í Svíþjóð. (iii) Helmingur starfsmanna er undir 25 ára aldri, með litla starfsreynslu en fær hæstu launin, samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. (iv) á veitingastöðum er 81% í hlutastarfi en 24% á almenna vinnumarkaðnum. Vonandi er einhver innan verkalýðshreyfingarinnar, sem getur leitt formanni Eflingar það fyrir sjónir að atvinnufrelsi og félagfrelsi eru tryggt í stjórnarskrá, og jafnframt uppfrætt formanninn um að verði ágreiningur með aðilum, sem ekki verður leystur með sátt, þá tryggir stjórnarskráin það einnig að úr þeim ágreining má fá leyst með atbeina dómstóla innan hæfilegs tíma. Sjálftaka og hótunum um eignapsjöll og atlögu að löglegri starfsemi atvinnufyrirtækja, sem eiga aðild að SVEIT, eins og forysta Eflingar hefur boðað verði ekki farið að kröfum um úrsögn þeirra úr SVEIT, er bæði refisverð og skaðabótaskyld. Höfundur er lögmaður SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. Tilgangur SVEIT er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum lögaðilum, sem að lögum skapa rekstrarumhverfi veitingastaða hér á landi, standa vörð um og stuðla að faglegum rekstri, veita félagsmönnum þjónusta, svo sem á sviði kjaramála. Frá stofnun hefur SVEIT vaxið fiskur um hrygg og nú eiga 178 fyrirtæki aðild að þeim. Í samræmi við tilgang samtakanna gerðu þau fyrr á árinu kjarasamning við nýtt stéttarfélag – Virðingu -. Virðing er stéttarfélaga stofnað af starfsmönnum veitingastaða, sem hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að stofna félag til að vinna að réttindum og kjörum félagasmanna sinna. Fulltrúar beggja samningsaðila þekkja og vita hvað felst í því að reka og starfa á veitingastöðum. Áður en til gerð kjarsamnings SVEIT og Virðingar kom höfðu önnur verkalýðsfélög eða hin ýmsu samtök þeirra ásamt Samtökum atvinnulífsins sett fjölmarga ólíka starfsmenn á almennum vinnumarkaði undir einn og sama kjarasamninginn. Með kjarasamningi SVEIT og Virðingar er að því stefnt að færa launakjör starfsmanna á veitingastöðum að því, sem kalla má ,,sænska módelið”, enda liggur fyrir í gögnum, sem KPMG hefur unnið fyrir SVEIT að Ísland sker sig úr hvað launkjör starfsmanna á veitingastöðum varðar sambanborið við Svíþjóð, sem hér á landi hefur um margt verið talið fyrirmyndar ríki þegar kemur að kjaramálum. Í Svíþjóð og reyndar í Danmörku og Noregi er gert betur við fastráðna starfsmenn á dagvinnulaunum, meðan lausafólk, sem oftast er ungt fólk sem staldrar stutt við, er öðrum töxtum. Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur það að meginmarkmiði að bæta launakjör fastráðinna starfsmanna. Kjarsamningur SVEIT og Virðingar hefur farið fyrir brjóstið á forystu verkalýsfélagsins Eflingar og öðrum forkólfum verkalýsihreyfingarinnar, sem virðast styðja þau áform formanns Eflingar að eyðileggja löglega starfsemi félagsmanna í SVEIT segi þeir sig ekki úr samtökunum og hætti að greiða félagsmönnum í Virðingu, sem hjá þeim starfa laun eftir löglega gerðum kjarasamningi. Hnefninn er á lofti eins og oft áður. Í samræmi við það forðast forkólfar Eflingar að ræða staðreyndir máls og ástæður þær sem leitt hafa til þess að starfsfólk á veitingastöðum vildi önnur kjör, en þau sem Efling hefur samið um að þeim forspurðum og skilar þeim sem hafa lagt störf á veitingastöðum fyrir sig lægri launum en þeir fá sem stoppa stutt við og eru aðeins í hluta starfi. Til upplýsinga fyrir þá sem vilja upplýsta umræðu er rétt hér í lokin að nefna nokkara tölulegar staðreyndir. (i) Frá 2016 til 2022 hafa laun á veitingastöðum hér á landi hækkað um rúmlega 63% samanborið við 17% hækkun í Svíþjóð. (ii) Launakostnaður er tvöfalt hærri á veitingastöðum hér á landi en í Svíþjóð. (iii) Helmingur starfsmanna er undir 25 ára aldri, með litla starfsreynslu en fær hæstu launin, samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. (iv) á veitingastöðum er 81% í hlutastarfi en 24% á almenna vinnumarkaðnum. Vonandi er einhver innan verkalýðshreyfingarinnar, sem getur leitt formanni Eflingar það fyrir sjónir að atvinnufrelsi og félagfrelsi eru tryggt í stjórnarskrá, og jafnframt uppfrætt formanninn um að verði ágreiningur með aðilum, sem ekki verður leystur með sátt, þá tryggir stjórnarskráin það einnig að úr þeim ágreining má fá leyst með atbeina dómstóla innan hæfilegs tíma. Sjálftaka og hótunum um eignapsjöll og atlögu að löglegri starfsemi atvinnufyrirtækja, sem eiga aðild að SVEIT, eins og forysta Eflingar hefur boðað verði ekki farið að kröfum um úrsögn þeirra úr SVEIT, er bæði refisverð og skaðabótaskyld. Höfundur er lögmaður SVEIT.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun