Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar 19. desember 2024 14:31 „Einnig set ég í viðhengi reglugerðina nr. 489 frá 28 maí 2009 en þar set ég fram breytingar þær sem ég fer fram á að gerðar verði með rauðu,“ skrifaði forstjóri Hvals hf í tölvupósti til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra þann 15. maí 2018. Ráðherrann brást skjótt við og undirritaði aðeins tíu dögum síðar breytingu á reglugerð þar sem farið var að öllu að kröfum forstjórans og ákvæði sem gerði honum skylt að verka langreyðar undir þaki var fellt á brott. Enn stjórnar forstjórinn ferðinni. Nú liggur það fyrir, svart á hvítu, að Bjarni Benediktsson veitti ekki aðeins leyfi til fimm ára hvalveiða þann 4. desember sl. heldur ótímabundið þar sem í leyfisbréfinu er tvítekið að sjálfkrafa skuli veiðitimabilið framlengjast um eitt ár í byrjun desember ár hvert. Þetta er nákvæmlega það sem forstjóri Hvals hf fór fram í umsókn sinni. Aftur er það forstjóri Hvals hf sem leggur línur í matvælaráðuneytinu en ekki lýðræðisleg sjónarmið, heildarhagsmunir Íslands hvað þá dýrvelferðarsjónarmið. Fylgismenn hvalveiða hafa tekið upp á því að halda því fram að það sé hræsni að gagnrýna þessa dæmalausu ákvörðun Bjarna án þess að gagnrýna einnig ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um frestun langreyðarveiða snemmsumars 2023. Það mál er á engan hátt hliðstætt. Svandis var ekki að taka ákvörðun í starfsstjórn með afar takmarkað umboð og valdheimildir. Ákvörðunina tók hún út frá lögum um dýravelferð, enda ráðherra þess málaflokks, eftir að bæði Matvælastofnun og Fagráð um velferð dýra komust að þeirri niðurstöðu að veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Við eftirlit 2022 kom í ljós að dauðatími hvalanna var óviðunandi í rúmlega þriðjungi tilfella. Ákvörðun Svandísar var vissulega tekin á elleftu stundu en enginn hefur almennilega getað svarað því hvað ráðherra dýravelferðarmála gat annað gert á þeim tímapúnkti en að fresta veiðunum um tvo mánuði og gefa leyfishafanum kost á því að bæta ráð sitt. Það fólst engin sérhagsmunagæsla eða spilling í ákvörðun Svandísar eins og augljóst er í tilfelli Hvals hf. nú. Fyrir liggja hrossakaup Bjarna og Jóns Gunnarssonar svo ekki verður um villst og allt það sem sonur Jóns sagði á leynilegum upptökum um samkomulag þeirra tveggja um vinargreiða til handa forstjóra Hvals hf hefur bersýnilega komið í ljós. Því er haldið fram að sambærileg fordæmi séu fyrir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um fimm ára hvalveiðileyfi. Vissulega hafa veigamiklar ákvarðanir varðandi hvali áður verið teknar á tímabili starfsstjórna en nokkur atriði valda því að þetta er ósambærileg ákvörðun og í raun dæmalaus. Helst er vísað til ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar þann 27. janúar 2009 þegar ríkisstjórnin var sprungin. Það er mikill munur á því að gefa út hvalveiðileyfi á því sama ári sem upphaf leyfisins tekur til heldur en í byrjun desember árið á undan. Ákvörðun Einars var umdeild og af mörgum einnig talin ótímabær en hún var þó tekin næstum tveimur mánuðum síðar en ákvörðun Bjarna Benediktssonar nú. Á þessu er verulega mikill munur. Ef ákvörðunin nú væri tekin, eins og þá, í lok janúar á næsta ári þá væri ný ríkisstjórn með meirihlutaumboð þjóðarinnar að öllum líkindum að taka þessa ákvörðun og hún þar með lýðræðisleg. Það voru engin haldbær rök fyrir því að taka slíka ákvörðun í því hasti sem gert var þann 4. desember. En tímapunkturinn er auðvitað engin tilviljun. Þrír flokkar sem allir lýsa sig andvíga hvalveiðum standa í stjórnarmyndunarviðræðum sem virðast á lokametrunum. Þeir hafa rúman meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Af þessum sökum er um ólýðræðislega ákvörðun og hreina valdníðslu að ræða. Það hefur einnig verið nefnt að Steingrímur J. Sigfússon stækkaði árið 2013 griðarsvæði hvala að eindreginni ósk Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. En það var líka gert með þverpólitískum stuðningi allra stjórnmálaflokka í Reykjavík, þar á meðal Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun Bjarna nú er á engan hátt sambærileg við þessa ákvörðun Steingríms J. sem síðar var staðfest og endurákvörðuð af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur árið 2017. Útfærsla verndarsvæða með tilliti til hvalaskoðunar er allt annað og ósambærilegt við það að gefa út ótímabundið leyfi til drápa á þúsundum hvala í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, ýmsa hagsmunaaðila og vel flestar vina- og viðskiptaþjóðir Íslendinga. Það er vart hægt að ímynda sér annað en að það verði eitt af fyrstu verkum nýs ráðherra sjávarútvegsmála að vinda ofan af vitleysunni og draga þetta dæmalausa leyfisbréf til baka. Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Hvalveiðar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Einnig set ég í viðhengi reglugerðina nr. 489 frá 28 maí 2009 en þar set ég fram breytingar þær sem ég fer fram á að gerðar verði með rauðu,“ skrifaði forstjóri Hvals hf í tölvupósti til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra þann 15. maí 2018. Ráðherrann brást skjótt við og undirritaði aðeins tíu dögum síðar breytingu á reglugerð þar sem farið var að öllu að kröfum forstjórans og ákvæði sem gerði honum skylt að verka langreyðar undir þaki var fellt á brott. Enn stjórnar forstjórinn ferðinni. Nú liggur það fyrir, svart á hvítu, að Bjarni Benediktsson veitti ekki aðeins leyfi til fimm ára hvalveiða þann 4. desember sl. heldur ótímabundið þar sem í leyfisbréfinu er tvítekið að sjálfkrafa skuli veiðitimabilið framlengjast um eitt ár í byrjun desember ár hvert. Þetta er nákvæmlega það sem forstjóri Hvals hf fór fram í umsókn sinni. Aftur er það forstjóri Hvals hf sem leggur línur í matvælaráðuneytinu en ekki lýðræðisleg sjónarmið, heildarhagsmunir Íslands hvað þá dýrvelferðarsjónarmið. Fylgismenn hvalveiða hafa tekið upp á því að halda því fram að það sé hræsni að gagnrýna þessa dæmalausu ákvörðun Bjarna án þess að gagnrýna einnig ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um frestun langreyðarveiða snemmsumars 2023. Það mál er á engan hátt hliðstætt. Svandis var ekki að taka ákvörðun í starfsstjórn með afar takmarkað umboð og valdheimildir. Ákvörðunina tók hún út frá lögum um dýravelferð, enda ráðherra þess málaflokks, eftir að bæði Matvælastofnun og Fagráð um velferð dýra komust að þeirri niðurstöðu að veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Við eftirlit 2022 kom í ljós að dauðatími hvalanna var óviðunandi í rúmlega þriðjungi tilfella. Ákvörðun Svandísar var vissulega tekin á elleftu stundu en enginn hefur almennilega getað svarað því hvað ráðherra dýravelferðarmála gat annað gert á þeim tímapúnkti en að fresta veiðunum um tvo mánuði og gefa leyfishafanum kost á því að bæta ráð sitt. Það fólst engin sérhagsmunagæsla eða spilling í ákvörðun Svandísar eins og augljóst er í tilfelli Hvals hf. nú. Fyrir liggja hrossakaup Bjarna og Jóns Gunnarssonar svo ekki verður um villst og allt það sem sonur Jóns sagði á leynilegum upptökum um samkomulag þeirra tveggja um vinargreiða til handa forstjóra Hvals hf hefur bersýnilega komið í ljós. Því er haldið fram að sambærileg fordæmi séu fyrir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um fimm ára hvalveiðileyfi. Vissulega hafa veigamiklar ákvarðanir varðandi hvali áður verið teknar á tímabili starfsstjórna en nokkur atriði valda því að þetta er ósambærileg ákvörðun og í raun dæmalaus. Helst er vísað til ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar þann 27. janúar 2009 þegar ríkisstjórnin var sprungin. Það er mikill munur á því að gefa út hvalveiðileyfi á því sama ári sem upphaf leyfisins tekur til heldur en í byrjun desember árið á undan. Ákvörðun Einars var umdeild og af mörgum einnig talin ótímabær en hún var þó tekin næstum tveimur mánuðum síðar en ákvörðun Bjarna Benediktssonar nú. Á þessu er verulega mikill munur. Ef ákvörðunin nú væri tekin, eins og þá, í lok janúar á næsta ári þá væri ný ríkisstjórn með meirihlutaumboð þjóðarinnar að öllum líkindum að taka þessa ákvörðun og hún þar með lýðræðisleg. Það voru engin haldbær rök fyrir því að taka slíka ákvörðun í því hasti sem gert var þann 4. desember. En tímapunkturinn er auðvitað engin tilviljun. Þrír flokkar sem allir lýsa sig andvíga hvalveiðum standa í stjórnarmyndunarviðræðum sem virðast á lokametrunum. Þeir hafa rúman meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Af þessum sökum er um ólýðræðislega ákvörðun og hreina valdníðslu að ræða. Það hefur einnig verið nefnt að Steingrímur J. Sigfússon stækkaði árið 2013 griðarsvæði hvala að eindreginni ósk Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. En það var líka gert með þverpólitískum stuðningi allra stjórnmálaflokka í Reykjavík, þar á meðal Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun Bjarna nú er á engan hátt sambærileg við þessa ákvörðun Steingríms J. sem síðar var staðfest og endurákvörðuð af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur árið 2017. Útfærsla verndarsvæða með tilliti til hvalaskoðunar er allt annað og ósambærilegt við það að gefa út ótímabundið leyfi til drápa á þúsundum hvala í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, ýmsa hagsmunaaðila og vel flestar vina- og viðskiptaþjóðir Íslendinga. Það er vart hægt að ímynda sér annað en að það verði eitt af fyrstu verkum nýs ráðherra sjávarútvegsmála að vinda ofan af vitleysunni og draga þetta dæmalausa leyfisbréf til baka. Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun