„Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2024 12:32 Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar, segist skilja vel óánægju íbúa í Laugarneshverfi. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. Undanfarin ár hefur verið mikil óvissa um framtíð skólahalds í Lagarneshverfi vegna fjölgunar barna og viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo var fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom í ljós að það myndi reynast erfitt. „Í fyrsta lagi er barnafjöldinn meiri en spár sýndu, sem segir að það verður meiri þörf fyrir nýjar leiðir. Í öðru lagi eru skólarnir verr farnir en talið var,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Skólaþorp rísi við KSÍ Hún nefnir sérstaklega Laugarnesskóla, þar sem starfsfólk hefur látið af störfum vegna myglu og raka. „Viðhaldsþörfin er svo mikil en jafnframt er þetta friðuð bygging. Þó við höfum verið í mótvægisaðgerðum og sett töluvert mikið af fé í skólann til að reyna að fara í viðhald á skólanum á meðan á starfseminni gengur er það ekki hægt, við þurfum að færa starfsemina í burtu til að geta tekið skólann og endurgert hann með þeim hætti að hann sé góður staður til að vera með gott skólastarf.“ Byggt verður upp svokallað skólaþorp, sennilega á bílastæði KSÍ, þar sem verða færanlegar kennslustofur. Nemendur skólanna verða sendir þangað á meðan verið er að gera við hvert húsnæði. Mikilvægt að komin sé ákvörðun Tillagan er að byggður verði safnskóli fyrir unglingastigið, yngsta stigið frá 1. upp í 4. bekk verður áfram í Laugarnesskóla og svo fara börnin í Lagalækjaskóla á miðstigi. Þá verður Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Mikil óánægja hefur verið meðal foreldra með þessa niðurstöðu. „Í fyrsta lagi upplifði fólk vantraust því búið var að taka ákvörðun sem ekki var staðið við. Sem er rétt og mjög skiljanlegt. Í öðru lagi er fólk með efasemdir um unglingaskóla. Það er alltaf gríðarlega erfitt að breyta skólastarfi, hvar sem það er,“ segir Árelía. „Það er mikilvægt fyrir dalinn og alla þá sem þar búa að það sé komin ákvörðun og við séum með framtíðarsýn sem við ætlum að standa saman með.“ Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31 Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10 Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið mikil óvissa um framtíð skólahalds í Lagarneshverfi vegna fjölgunar barna og viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo var fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom í ljós að það myndi reynast erfitt. „Í fyrsta lagi er barnafjöldinn meiri en spár sýndu, sem segir að það verður meiri þörf fyrir nýjar leiðir. Í öðru lagi eru skólarnir verr farnir en talið var,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Skólaþorp rísi við KSÍ Hún nefnir sérstaklega Laugarnesskóla, þar sem starfsfólk hefur látið af störfum vegna myglu og raka. „Viðhaldsþörfin er svo mikil en jafnframt er þetta friðuð bygging. Þó við höfum verið í mótvægisaðgerðum og sett töluvert mikið af fé í skólann til að reyna að fara í viðhald á skólanum á meðan á starfseminni gengur er það ekki hægt, við þurfum að færa starfsemina í burtu til að geta tekið skólann og endurgert hann með þeim hætti að hann sé góður staður til að vera með gott skólastarf.“ Byggt verður upp svokallað skólaþorp, sennilega á bílastæði KSÍ, þar sem verða færanlegar kennslustofur. Nemendur skólanna verða sendir þangað á meðan verið er að gera við hvert húsnæði. Mikilvægt að komin sé ákvörðun Tillagan er að byggður verði safnskóli fyrir unglingastigið, yngsta stigið frá 1. upp í 4. bekk verður áfram í Laugarnesskóla og svo fara börnin í Lagalækjaskóla á miðstigi. Þá verður Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Mikil óánægja hefur verið meðal foreldra með þessa niðurstöðu. „Í fyrsta lagi upplifði fólk vantraust því búið var að taka ákvörðun sem ekki var staðið við. Sem er rétt og mjög skiljanlegt. Í öðru lagi er fólk með efasemdir um unglingaskóla. Það er alltaf gríðarlega erfitt að breyta skólastarfi, hvar sem það er,“ segir Árelía. „Það er mikilvægt fyrir dalinn og alla þá sem þar búa að það sé komin ákvörðun og við séum með framtíðarsýn sem við ætlum að standa saman með.“
Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31 Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10 Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31
Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10
Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32