„Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2024 12:32 Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar, segist skilja vel óánægju íbúa í Laugarneshverfi. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. Undanfarin ár hefur verið mikil óvissa um framtíð skólahalds í Lagarneshverfi vegna fjölgunar barna og viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo var fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom í ljós að það myndi reynast erfitt. „Í fyrsta lagi er barnafjöldinn meiri en spár sýndu, sem segir að það verður meiri þörf fyrir nýjar leiðir. Í öðru lagi eru skólarnir verr farnir en talið var,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Skólaþorp rísi við KSÍ Hún nefnir sérstaklega Laugarnesskóla, þar sem starfsfólk hefur látið af störfum vegna myglu og raka. „Viðhaldsþörfin er svo mikil en jafnframt er þetta friðuð bygging. Þó við höfum verið í mótvægisaðgerðum og sett töluvert mikið af fé í skólann til að reyna að fara í viðhald á skólanum á meðan á starfseminni gengur er það ekki hægt, við þurfum að færa starfsemina í burtu til að geta tekið skólann og endurgert hann með þeim hætti að hann sé góður staður til að vera með gott skólastarf.“ Byggt verður upp svokallað skólaþorp, sennilega á bílastæði KSÍ, þar sem verða færanlegar kennslustofur. Nemendur skólanna verða sendir þangað á meðan verið er að gera við hvert húsnæði. Mikilvægt að komin sé ákvörðun Tillagan er að byggður verði safnskóli fyrir unglingastigið, yngsta stigið frá 1. upp í 4. bekk verður áfram í Laugarnesskóla og svo fara börnin í Lagalækjaskóla á miðstigi. Þá verður Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Mikil óánægja hefur verið meðal foreldra með þessa niðurstöðu. „Í fyrsta lagi upplifði fólk vantraust því búið var að taka ákvörðun sem ekki var staðið við. Sem er rétt og mjög skiljanlegt. Í öðru lagi er fólk með efasemdir um unglingaskóla. Það er alltaf gríðarlega erfitt að breyta skólastarfi, hvar sem það er,“ segir Árelía. „Það er mikilvægt fyrir dalinn og alla þá sem þar búa að það sé komin ákvörðun og við séum með framtíðarsýn sem við ætlum að standa saman með.“ Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31 Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10 Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið mikil óvissa um framtíð skólahalds í Lagarneshverfi vegna fjölgunar barna og viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo var fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom í ljós að það myndi reynast erfitt. „Í fyrsta lagi er barnafjöldinn meiri en spár sýndu, sem segir að það verður meiri þörf fyrir nýjar leiðir. Í öðru lagi eru skólarnir verr farnir en talið var,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Skólaþorp rísi við KSÍ Hún nefnir sérstaklega Laugarnesskóla, þar sem starfsfólk hefur látið af störfum vegna myglu og raka. „Viðhaldsþörfin er svo mikil en jafnframt er þetta friðuð bygging. Þó við höfum verið í mótvægisaðgerðum og sett töluvert mikið af fé í skólann til að reyna að fara í viðhald á skólanum á meðan á starfseminni gengur er það ekki hægt, við þurfum að færa starfsemina í burtu til að geta tekið skólann og endurgert hann með þeim hætti að hann sé góður staður til að vera með gott skólastarf.“ Byggt verður upp svokallað skólaþorp, sennilega á bílastæði KSÍ, þar sem verða færanlegar kennslustofur. Nemendur skólanna verða sendir þangað á meðan verið er að gera við hvert húsnæði. Mikilvægt að komin sé ákvörðun Tillagan er að byggður verði safnskóli fyrir unglingastigið, yngsta stigið frá 1. upp í 4. bekk verður áfram í Laugarnesskóla og svo fara börnin í Lagalækjaskóla á miðstigi. Þá verður Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Mikil óánægja hefur verið meðal foreldra með þessa niðurstöðu. „Í fyrsta lagi upplifði fólk vantraust því búið var að taka ákvörðun sem ekki var staðið við. Sem er rétt og mjög skiljanlegt. Í öðru lagi er fólk með efasemdir um unglingaskóla. Það er alltaf gríðarlega erfitt að breyta skólastarfi, hvar sem það er,“ segir Árelía. „Það er mikilvægt fyrir dalinn og alla þá sem þar búa að það sé komin ákvörðun og við séum með framtíðarsýn sem við ætlum að standa saman með.“
Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31 Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10 Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31
Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10
Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels