„Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2024 12:32 Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar, segist skilja vel óánægju íbúa í Laugarneshverfi. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. Undanfarin ár hefur verið mikil óvissa um framtíð skólahalds í Lagarneshverfi vegna fjölgunar barna og viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo var fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom í ljós að það myndi reynast erfitt. „Í fyrsta lagi er barnafjöldinn meiri en spár sýndu, sem segir að það verður meiri þörf fyrir nýjar leiðir. Í öðru lagi eru skólarnir verr farnir en talið var,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Skólaþorp rísi við KSÍ Hún nefnir sérstaklega Laugarnesskóla, þar sem starfsfólk hefur látið af störfum vegna myglu og raka. „Viðhaldsþörfin er svo mikil en jafnframt er þetta friðuð bygging. Þó við höfum verið í mótvægisaðgerðum og sett töluvert mikið af fé í skólann til að reyna að fara í viðhald á skólanum á meðan á starfseminni gengur er það ekki hægt, við þurfum að færa starfsemina í burtu til að geta tekið skólann og endurgert hann með þeim hætti að hann sé góður staður til að vera með gott skólastarf.“ Byggt verður upp svokallað skólaþorp, sennilega á bílastæði KSÍ, þar sem verða færanlegar kennslustofur. Nemendur skólanna verða sendir þangað á meðan verið er að gera við hvert húsnæði. Mikilvægt að komin sé ákvörðun Tillagan er að byggður verði safnskóli fyrir unglingastigið, yngsta stigið frá 1. upp í 4. bekk verður áfram í Laugarnesskóla og svo fara börnin í Lagalækjaskóla á miðstigi. Þá verður Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Mikil óánægja hefur verið meðal foreldra með þessa niðurstöðu. „Í fyrsta lagi upplifði fólk vantraust því búið var að taka ákvörðun sem ekki var staðið við. Sem er rétt og mjög skiljanlegt. Í öðru lagi er fólk með efasemdir um unglingaskóla. Það er alltaf gríðarlega erfitt að breyta skólastarfi, hvar sem það er,“ segir Árelía. „Það er mikilvægt fyrir dalinn og alla þá sem þar búa að það sé komin ákvörðun og við séum með framtíðarsýn sem við ætlum að standa saman með.“ Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31 Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10 Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið mikil óvissa um framtíð skólahalds í Lagarneshverfi vegna fjölgunar barna og viðhaldsþarfar í öllum skólabyggingum hverfisins. Fyrst var ákveðið að byggja safnskóla en svo var fallið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byggja við skólana þrjá. Eftir nánari skoðun kom í ljós að það myndi reynast erfitt. „Í fyrsta lagi er barnafjöldinn meiri en spár sýndu, sem segir að það verður meiri þörf fyrir nýjar leiðir. Í öðru lagi eru skólarnir verr farnir en talið var,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Skólaþorp rísi við KSÍ Hún nefnir sérstaklega Laugarnesskóla, þar sem starfsfólk hefur látið af störfum vegna myglu og raka. „Viðhaldsþörfin er svo mikil en jafnframt er þetta friðuð bygging. Þó við höfum verið í mótvægisaðgerðum og sett töluvert mikið af fé í skólann til að reyna að fara í viðhald á skólanum á meðan á starfseminni gengur er það ekki hægt, við þurfum að færa starfsemina í burtu til að geta tekið skólann og endurgert hann með þeim hætti að hann sé góður staður til að vera með gott skólastarf.“ Byggt verður upp svokallað skólaþorp, sennilega á bílastæði KSÍ, þar sem verða færanlegar kennslustofur. Nemendur skólanna verða sendir þangað á meðan verið er að gera við hvert húsnæði. Mikilvægt að komin sé ákvörðun Tillagan er að byggður verði safnskóli fyrir unglingastigið, yngsta stigið frá 1. upp í 4. bekk verður áfram í Laugarnesskóla og svo fara börnin í Lagalækjaskóla á miðstigi. Þá verður Langholtsskóli áfram fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Mikil óánægja hefur verið meðal foreldra með þessa niðurstöðu. „Í fyrsta lagi upplifði fólk vantraust því búið var að taka ákvörðun sem ekki var staðið við. Sem er rétt og mjög skiljanlegt. Í öðru lagi er fólk með efasemdir um unglingaskóla. Það er alltaf gríðarlega erfitt að breyta skólastarfi, hvar sem það er,“ segir Árelía. „Það er mikilvægt fyrir dalinn og alla þá sem þar búa að það sé komin ákvörðun og við séum með framtíðarsýn sem við ætlum að standa saman með.“
Reykjavík Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31 Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10 Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 9. desember 2024 16:31
Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. 26. nóvember 2024 16:10
Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. 9. nóvember 2024 11:32