Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2024 15:23 Eiður Gauti byrjaði vel í KR-búningnum og skoraði tvö hjá bræðrunum sem vörðu mark Aftureldingar. Þeir voru að spila sinn fyrsta leik saman eftir skiptin í Mosfellsbæ. Vísir/Samsett Tveir stórsigrar unnust í fyrstu leikjum Bose-bikarsins í fótbolta í dag. Víkingur og KR unnu sína leiki örugglega. Í Vesturbæ Reykjavíkur tók KR á móti Aftureldingu, sem verða nýliðar í Bestu deildinni í sumar. Mosfellingar blésu í herlúðra í gær þegar fjórir leikmenn voru kynntir til sögunnar, þar á meðal bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir. Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson, sem einnig gengu í raðir Mosfellinga í gær, voru ekki í byrjunarliði Aftureldingar. Þeir byrjuðu báðir leikinn við KR í dag en áttu í vandræðum. Hjá KR voru þónokkrir nýliðar í byrjunarliðinu; Halldór Snær Georgsson og Júlíus Júlíusson sem komu frá Fjölni, Vicente Valor sem kom frá ÍBV, Matthias Præst sem kom frá Fylki og Eiður Gauti Sæbjörnsson sem kom frá HK. Eiður Gauti skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir KR-inga en Stefán Árni Geirsson bætti öðru við fyrir hlé. KR-ingar bættu tveimur mörkum við eftir hlé þar sem Óðinn Bjarkason og hinn 17 ára gamli Róbert Elís Hlynsson, sem kom frá ÍR í vetur, skoruðu sitthvort markið. KR vann leikinn örugglega 5-0. KR er þá með þrjú stig í riðli 1 í Bose-bikarnum en Fram er þriðja liðið í þeim riðli. Víkingur undirbýr sig þá fyrir hörkuleik við Djurgarden í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn kemur. Þeir mættu FH í Hafnarfirði og unnu öruggan 5-1 sigur. Fótbolti.net greinir frá því að Valdimar Þór Ingimundarson hafi skorað tvö marka Víkings. Erlingur Agnarsson, Tarik Ibrahimagic og Daði Berg Jónsson skoruðu eitt mark hver. Jón Guðni Fjóluson skoraði þá sjálfsmark, sem var mark FH-inga. Víkingur gerði jafntefli við HK í sínum fyrsta leik í keppninni en leikurinn var sá fyrsti hjá FH. Víkingur er þá með fjögur stig í riðli 2, HK eitt og FH án stiga. Íslenski boltinn Fótbolti KR Afturelding Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Í Vesturbæ Reykjavíkur tók KR á móti Aftureldingu, sem verða nýliðar í Bestu deildinni í sumar. Mosfellingar blésu í herlúðra í gær þegar fjórir leikmenn voru kynntir til sögunnar, þar á meðal bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir. Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson, sem einnig gengu í raðir Mosfellinga í gær, voru ekki í byrjunarliði Aftureldingar. Þeir byrjuðu báðir leikinn við KR í dag en áttu í vandræðum. Hjá KR voru þónokkrir nýliðar í byrjunarliðinu; Halldór Snær Georgsson og Júlíus Júlíusson sem komu frá Fjölni, Vicente Valor sem kom frá ÍBV, Matthias Præst sem kom frá Fylki og Eiður Gauti Sæbjörnsson sem kom frá HK. Eiður Gauti skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir KR-inga en Stefán Árni Geirsson bætti öðru við fyrir hlé. KR-ingar bættu tveimur mörkum við eftir hlé þar sem Óðinn Bjarkason og hinn 17 ára gamli Róbert Elís Hlynsson, sem kom frá ÍR í vetur, skoruðu sitthvort markið. KR vann leikinn örugglega 5-0. KR er þá með þrjú stig í riðli 1 í Bose-bikarnum en Fram er þriðja liðið í þeim riðli. Víkingur undirbýr sig þá fyrir hörkuleik við Djurgarden í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn kemur. Þeir mættu FH í Hafnarfirði og unnu öruggan 5-1 sigur. Fótbolti.net greinir frá því að Valdimar Þór Ingimundarson hafi skorað tvö marka Víkings. Erlingur Agnarsson, Tarik Ibrahimagic og Daði Berg Jónsson skoruðu eitt mark hver. Jón Guðni Fjóluson skoraði þá sjálfsmark, sem var mark FH-inga. Víkingur gerði jafntefli við HK í sínum fyrsta leik í keppninni en leikurinn var sá fyrsti hjá FH. Víkingur er þá með fjögur stig í riðli 2, HK eitt og FH án stiga.
Íslenski boltinn Fótbolti KR Afturelding Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira