Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson og Salvör Jónsdóttir skrifa 5. desember 2024 14:32 Matís er íslenskt rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki í fremstu röð og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun matvæla- og líftækni langt út yfir landsteinanna. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Matís eru ótvíræð, en með aukinni nýtingu og gæðum afurða hafa rannsóknir Matís skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið á hverju ári. Matís hefur jafnframt lykilhlutverki að gegna í að tryggja matvælaöryggi landsmanna, en öflug viðbragðsgeta við upprunagreiningu matvælasýkinga hefur reynst ómetanleg við að draga úr útbreiðslu sýkinga, meta áhættur í matvælakeðjunni og stuðla að öruggum matvælum. Matís er mjög virkt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hefur með því opnað dyr að nýjustu rannsóknum og tækni og gert aðgengilega íslenskum fyrirtækjum. Þá hefur Matís hefur stutt við nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu og þannig skapað ný störf og aukið fjölbreytni í atvinnulífi. Eitt mikilvægasta framlag Matís til íslensks samfélags er sú vinna og rannsóknir sem hafa stuðlað að sjálfbærri auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu til framtíðar. Bætt umgengni við náttúruauðlindir Íslands stuðlar að langtímahagsæld þjóðarinnar og starfsemi Matís miðar öll að því að við getum hámarkað nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbærum hætti. Matís hefur í gegnum árin þróað aðferðir til að nýta náttúruauðlindir betur, sérstaklega í sjávarútvegi. Þekkt eru dæmi um að hliðarafurðir úr fiski sem áður fóru til spillis, séu nú nýttar til að framleiða lífvirk efni og heilsuafurðir. Þetta snýst þó ekki bara um fiskinn heldur hefur Matís einnig unnið að rannsóknum og þróun nýtingar á þangi, þörungum og öðrum lífauðlindum hafsins. Þetta hefur meðal annars leitt til framleiðslu á nýpróteinum sem geta nýst í matvæli og fóðri, sem og lífvirkum efnum sem hafa víðtæka notkunarmöguleika. Þessi mikla rannsóknargeta eflir jafnframt landbúnað í landinu og fiskeldi þar sem rannsóknaþörfin eykst stöðugt með auknu umfangi og breyttum aðstæðum. Verkefni sem miða t.d. að því að lágmarka notkun efnaáburðar og þróa vistvænar fóðurlausnir hafa bæði efnahagslegan og umhverfislegan ávinning. Rannsóknir Matís á sviði matvælatækni og -vinnslu hafa auk þess orðið til þess að draga úr umhverfisáhrifum framleiðsluferla, en með því að þróa orkunýtnar lausnir, bæta geymsluþol og gæði matvæla, hefur Matís stuðlað að minni sóun og vistvænni matvælaiðnaði. Matís er óháð rannsóknareining og getur því boðið bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum áreiðanlega greiningar á faggildum rannsóknastofum sem byggja á vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Þetta hlutleysi er ómetanlegt í að byggja upp traust og tryggja að ákvarðanir séu teknar á grunni gagnreyndra upplýsinga. Hvort sem um er að ræða mat á umhverfisáhrifum, gæði hráefna, öryggi matvæla eða möguleika nýrra tæknilausna, er Matís áreiðanlegur samstarfsaðili. Hlutverk Matís í umhverfisvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu er ómetanlegt þegar litið er til framtíðar. Með áframhaldandi áherslu á nýsköpun, rannsóknir og samvinnu mun Matís halda áfram að vera leiðandi afl í að þróa lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi. Matís er lykilaðili við mótun umhverfisvæns og sjáfbærs matvælaiðnaðar á Íslandi. Með því að nýta nýjustu vísindi og tæknilausnir, og með samvinnu við innlenda og erlenda aðila, hefur fyrirtækið lagt grunn að þróun sem hefur haft bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Oddur Már er forstjóri Matís og Salvör er stjórnarformaður Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Matís er íslenskt rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki í fremstu röð og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun matvæla- og líftækni langt út yfir landsteinanna. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Matís eru ótvíræð, en með aukinni nýtingu og gæðum afurða hafa rannsóknir Matís skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið á hverju ári. Matís hefur jafnframt lykilhlutverki að gegna í að tryggja matvælaöryggi landsmanna, en öflug viðbragðsgeta við upprunagreiningu matvælasýkinga hefur reynst ómetanleg við að draga úr útbreiðslu sýkinga, meta áhættur í matvælakeðjunni og stuðla að öruggum matvælum. Matís er mjög virkt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hefur með því opnað dyr að nýjustu rannsóknum og tækni og gert aðgengilega íslenskum fyrirtækjum. Þá hefur Matís hefur stutt við nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu og þannig skapað ný störf og aukið fjölbreytni í atvinnulífi. Eitt mikilvægasta framlag Matís til íslensks samfélags er sú vinna og rannsóknir sem hafa stuðlað að sjálfbærri auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu til framtíðar. Bætt umgengni við náttúruauðlindir Íslands stuðlar að langtímahagsæld þjóðarinnar og starfsemi Matís miðar öll að því að við getum hámarkað nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbærum hætti. Matís hefur í gegnum árin þróað aðferðir til að nýta náttúruauðlindir betur, sérstaklega í sjávarútvegi. Þekkt eru dæmi um að hliðarafurðir úr fiski sem áður fóru til spillis, séu nú nýttar til að framleiða lífvirk efni og heilsuafurðir. Þetta snýst þó ekki bara um fiskinn heldur hefur Matís einnig unnið að rannsóknum og þróun nýtingar á þangi, þörungum og öðrum lífauðlindum hafsins. Þetta hefur meðal annars leitt til framleiðslu á nýpróteinum sem geta nýst í matvæli og fóðri, sem og lífvirkum efnum sem hafa víðtæka notkunarmöguleika. Þessi mikla rannsóknargeta eflir jafnframt landbúnað í landinu og fiskeldi þar sem rannsóknaþörfin eykst stöðugt með auknu umfangi og breyttum aðstæðum. Verkefni sem miða t.d. að því að lágmarka notkun efnaáburðar og þróa vistvænar fóðurlausnir hafa bæði efnahagslegan og umhverfislegan ávinning. Rannsóknir Matís á sviði matvælatækni og -vinnslu hafa auk þess orðið til þess að draga úr umhverfisáhrifum framleiðsluferla, en með því að þróa orkunýtnar lausnir, bæta geymsluþol og gæði matvæla, hefur Matís stuðlað að minni sóun og vistvænni matvælaiðnaði. Matís er óháð rannsóknareining og getur því boðið bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum áreiðanlega greiningar á faggildum rannsóknastofum sem byggja á vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Þetta hlutleysi er ómetanlegt í að byggja upp traust og tryggja að ákvarðanir séu teknar á grunni gagnreyndra upplýsinga. Hvort sem um er að ræða mat á umhverfisáhrifum, gæði hráefna, öryggi matvæla eða möguleika nýrra tæknilausna, er Matís áreiðanlegur samstarfsaðili. Hlutverk Matís í umhverfisvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu er ómetanlegt þegar litið er til framtíðar. Með áframhaldandi áherslu á nýsköpun, rannsóknir og samvinnu mun Matís halda áfram að vera leiðandi afl í að þróa lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi. Matís er lykilaðili við mótun umhverfisvæns og sjáfbærs matvælaiðnaðar á Íslandi. Með því að nýta nýjustu vísindi og tæknilausnir, og með samvinnu við innlenda og erlenda aðila, hefur fyrirtækið lagt grunn að þróun sem hefur haft bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Oddur Már er forstjóri Matís og Salvör er stjórnarformaður Matís.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar