Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar 5. desember 2024 11:32 Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu. Í kosningabaráttunni fann Flokkur fólksins fyrir mjög miklum meðbyr og jákvæðni, sem og mikinn vilja til breytinga og nýrra áherslna við stjórn landsins. Í Norðvesturkjördæmi er krafan skýr um jöfn búsetuskilyrði í landinu, atvinnufrelsi sjávarbyggða og áratuga innviðaskuld er enn til staðar. Krafa er að átak verði gert í uppbyggingu grunninnviða og að þeir standist samanburð við höfuðborgarsvæðið. Er þar átt við samgöngur, heilbrigðisþjónustu, orkumál, menntun og fjarskipti svo eitthvað sé nefnt. Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú á málflutningi okkar og þeim forgangsmálum sem flokkurinn berst fyrir og metur vinnu okkar á síðasta kjörtímabili. Einnig því jákvæða hugarfari sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins. Flokkur fólksins lítur með bjartsýni til næsta kjörtímabils og þeirra verkefna sem bíða okkar í að bæta íslenskt samfélag. Í kosningunum endurnýjaði flokkurinn umboð sitt og með tveim þingmönnum frá Flokki fólksins hefur Norðvesturkjördæmi eignast öfluga málsvara. Við erum þakklát kjósendum kjördæmisins fyrir þá góðu kosningu sem Flokkur fólksins fékk á kjördag og við munum vinna eftir fremsta megni. að málefnum kjördæmisins. Flokkur fólksins þakkar traustið. Höfundur var kjörinn 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis í alþingiskosningunum 30. nóvember sl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu. Í kosningabaráttunni fann Flokkur fólksins fyrir mjög miklum meðbyr og jákvæðni, sem og mikinn vilja til breytinga og nýrra áherslna við stjórn landsins. Í Norðvesturkjördæmi er krafan skýr um jöfn búsetuskilyrði í landinu, atvinnufrelsi sjávarbyggða og áratuga innviðaskuld er enn til staðar. Krafa er að átak verði gert í uppbyggingu grunninnviða og að þeir standist samanburð við höfuðborgarsvæðið. Er þar átt við samgöngur, heilbrigðisþjónustu, orkumál, menntun og fjarskipti svo eitthvað sé nefnt. Ég vil þakka kjósendum Norðvesturkjördæmis það mikla traust sem Flokki fólksins var sýnt í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Ég þakka árangurinn því að kjósendur í kjördæminu hafa trú á málflutningi okkar og þeim forgangsmálum sem flokkurinn berst fyrir og metur vinnu okkar á síðasta kjörtímabili. Einnig því jákvæða hugarfari sem Flokkur fólksins stendur fyrir þegar kemur að viðfangsefnum samfélagsins. Flokkur fólksins lítur með bjartsýni til næsta kjörtímabils og þeirra verkefna sem bíða okkar í að bæta íslenskt samfélag. Í kosningunum endurnýjaði flokkurinn umboð sitt og með tveim þingmönnum frá Flokki fólksins hefur Norðvesturkjördæmi eignast öfluga málsvara. Við erum þakklát kjósendum kjördæmisins fyrir þá góðu kosningu sem Flokkur fólksins fékk á kjördag og við munum vinna eftir fremsta megni. að málefnum kjördæmisins. Flokkur fólksins þakkar traustið. Höfundur var kjörinn 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis í alþingiskosningunum 30. nóvember sl.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar