„Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 14:49 Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna á kosningavöku í Iðnó í gær. Vísir/Viktor Freyr Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna þakkar stuðningsfólki og samstarfsfólki sínu fyrir samvinnuna í færslu á Facebook fyrr í dag. Samkvæmt niðurstöðum úr Alþingiskosningum þurrkast flokkurinn alveg út af þingi og missir rétt sinn til árlegra fjárframlaga til stjórnmálasamtaka úr ríkissjóði. „Niðurstöður kosninganna eru langt frá því sem við Vinstri græn vonuðum. Á komandi kjörtímabili verður enginn fulltrúi VG á Alþingi sem eru sannarlega þáttaskil fyrir okkur öll sem höfum barist fyrir málefnum hreyfingarinnar af lífi og sál, mörg árum saman,“ skrifar Svandís á Facebook. Það hafi verið einstakt að njóta þess heiðurs að sitja á Alþingi og beita sér í þágu réttlætis, jöfnuðar, kvenfrelsis og umhverfisverndar. „Greiningar á pólitískri stöðu bíða betri tíma en á þessum tímapunkti vil ég þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í kosningabaráttunni.“ Þótt flokkurinn verði ekki lengur á þingi muni baráttan halda áfram því gildi hans og hugsjónir lifi áfram í samfélaginu og hjá öllum þeim sem hafa þau í hávegum. „Framundan er deigla, endursköpun og uppbygging. Þangað beinum við okkar kröftum. Takk fyrir mig.“ Vinstri græn mældust með 2,3 prósent fylgi í kosningunum. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka kemur fram að stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5 prósent atkvæða eigi rétt til árlegra framlaga úr ríkissjóði. Þannig er ljóst að flokkurinn á ekki rétt til slíkra framlaga miðað við núgildandi lög. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
„Niðurstöður kosninganna eru langt frá því sem við Vinstri græn vonuðum. Á komandi kjörtímabili verður enginn fulltrúi VG á Alþingi sem eru sannarlega þáttaskil fyrir okkur öll sem höfum barist fyrir málefnum hreyfingarinnar af lífi og sál, mörg árum saman,“ skrifar Svandís á Facebook. Það hafi verið einstakt að njóta þess heiðurs að sitja á Alþingi og beita sér í þágu réttlætis, jöfnuðar, kvenfrelsis og umhverfisverndar. „Greiningar á pólitískri stöðu bíða betri tíma en á þessum tímapunkti vil ég þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í kosningabaráttunni.“ Þótt flokkurinn verði ekki lengur á þingi muni baráttan halda áfram því gildi hans og hugsjónir lifi áfram í samfélaginu og hjá öllum þeim sem hafa þau í hávegum. „Framundan er deigla, endursköpun og uppbygging. Þangað beinum við okkar kröftum. Takk fyrir mig.“ Vinstri græn mældust með 2,3 prósent fylgi í kosningunum. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka kemur fram að stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5 prósent atkvæða eigi rétt til árlegra framlaga úr ríkissjóði. Þannig er ljóst að flokkurinn á ekki rétt til slíkra framlaga miðað við núgildandi lög.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira