„Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 14:49 Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna á kosningavöku í Iðnó í gær. Vísir/Viktor Freyr Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna þakkar stuðningsfólki og samstarfsfólki sínu fyrir samvinnuna í færslu á Facebook fyrr í dag. Samkvæmt niðurstöðum úr Alþingiskosningum þurrkast flokkurinn alveg út af þingi og missir rétt sinn til árlegra fjárframlaga til stjórnmálasamtaka úr ríkissjóði. „Niðurstöður kosninganna eru langt frá því sem við Vinstri græn vonuðum. Á komandi kjörtímabili verður enginn fulltrúi VG á Alþingi sem eru sannarlega þáttaskil fyrir okkur öll sem höfum barist fyrir málefnum hreyfingarinnar af lífi og sál, mörg árum saman,“ skrifar Svandís á Facebook. Það hafi verið einstakt að njóta þess heiðurs að sitja á Alþingi og beita sér í þágu réttlætis, jöfnuðar, kvenfrelsis og umhverfisverndar. „Greiningar á pólitískri stöðu bíða betri tíma en á þessum tímapunkti vil ég þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í kosningabaráttunni.“ Þótt flokkurinn verði ekki lengur á þingi muni baráttan halda áfram því gildi hans og hugsjónir lifi áfram í samfélaginu og hjá öllum þeim sem hafa þau í hávegum. „Framundan er deigla, endursköpun og uppbygging. Þangað beinum við okkar kröftum. Takk fyrir mig.“ Vinstri græn mældust með 2,3 prósent fylgi í kosningunum. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka kemur fram að stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5 prósent atkvæða eigi rétt til árlegra framlaga úr ríkissjóði. Þannig er ljóst að flokkurinn á ekki rétt til slíkra framlaga miðað við núgildandi lög. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Niðurstöður kosninganna eru langt frá því sem við Vinstri græn vonuðum. Á komandi kjörtímabili verður enginn fulltrúi VG á Alþingi sem eru sannarlega þáttaskil fyrir okkur öll sem höfum barist fyrir málefnum hreyfingarinnar af lífi og sál, mörg árum saman,“ skrifar Svandís á Facebook. Það hafi verið einstakt að njóta þess heiðurs að sitja á Alþingi og beita sér í þágu réttlætis, jöfnuðar, kvenfrelsis og umhverfisverndar. „Greiningar á pólitískri stöðu bíða betri tíma en á þessum tímapunkti vil ég þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í kosningabaráttunni.“ Þótt flokkurinn verði ekki lengur á þingi muni baráttan halda áfram því gildi hans og hugsjónir lifi áfram í samfélaginu og hjá öllum þeim sem hafa þau í hávegum. „Framundan er deigla, endursköpun og uppbygging. Þangað beinum við okkar kröftum. Takk fyrir mig.“ Vinstri græn mældust með 2,3 prósent fylgi í kosningunum. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka kemur fram að stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5 prósent atkvæða eigi rétt til árlegra framlaga úr ríkissjóði. Þannig er ljóst að flokkurinn á ekki rétt til slíkra framlaga miðað við núgildandi lög.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira