„Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 14:49 Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna á kosningavöku í Iðnó í gær. Vísir/Viktor Freyr Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna þakkar stuðningsfólki og samstarfsfólki sínu fyrir samvinnuna í færslu á Facebook fyrr í dag. Samkvæmt niðurstöðum úr Alþingiskosningum þurrkast flokkurinn alveg út af þingi og missir rétt sinn til árlegra fjárframlaga til stjórnmálasamtaka úr ríkissjóði. „Niðurstöður kosninganna eru langt frá því sem við Vinstri græn vonuðum. Á komandi kjörtímabili verður enginn fulltrúi VG á Alþingi sem eru sannarlega þáttaskil fyrir okkur öll sem höfum barist fyrir málefnum hreyfingarinnar af lífi og sál, mörg árum saman,“ skrifar Svandís á Facebook. Það hafi verið einstakt að njóta þess heiðurs að sitja á Alþingi og beita sér í þágu réttlætis, jöfnuðar, kvenfrelsis og umhverfisverndar. „Greiningar á pólitískri stöðu bíða betri tíma en á þessum tímapunkti vil ég þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í kosningabaráttunni.“ Þótt flokkurinn verði ekki lengur á þingi muni baráttan halda áfram því gildi hans og hugsjónir lifi áfram í samfélaginu og hjá öllum þeim sem hafa þau í hávegum. „Framundan er deigla, endursköpun og uppbygging. Þangað beinum við okkar kröftum. Takk fyrir mig.“ Vinstri græn mældust með 2,3 prósent fylgi í kosningunum. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka kemur fram að stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5 prósent atkvæða eigi rétt til árlegra framlaga úr ríkissjóði. Þannig er ljóst að flokkurinn á ekki rétt til slíkra framlaga miðað við núgildandi lög. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
„Niðurstöður kosninganna eru langt frá því sem við Vinstri græn vonuðum. Á komandi kjörtímabili verður enginn fulltrúi VG á Alþingi sem eru sannarlega þáttaskil fyrir okkur öll sem höfum barist fyrir málefnum hreyfingarinnar af lífi og sál, mörg árum saman,“ skrifar Svandís á Facebook. Það hafi verið einstakt að njóta þess heiðurs að sitja á Alþingi og beita sér í þágu réttlætis, jöfnuðar, kvenfrelsis og umhverfisverndar. „Greiningar á pólitískri stöðu bíða betri tíma en á þessum tímapunkti vil ég þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í kosningabaráttunni.“ Þótt flokkurinn verði ekki lengur á þingi muni baráttan halda áfram því gildi hans og hugsjónir lifi áfram í samfélaginu og hjá öllum þeim sem hafa þau í hávegum. „Framundan er deigla, endursköpun og uppbygging. Þangað beinum við okkar kröftum. Takk fyrir mig.“ Vinstri græn mældust með 2,3 prósent fylgi í kosningunum. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka kemur fram að stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5 prósent atkvæða eigi rétt til árlegra framlaga úr ríkissjóði. Þannig er ljóst að flokkurinn á ekki rétt til slíkra framlaga miðað við núgildandi lög.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira