Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2024 20:15 Kristrún Mjöll Frostadóttir birtist nýverið í myndbandi á samfélagsmiðlum vopnuð sleggju og sagðist ætla að „negla niður“ vextina. Staðan er aftur á móti þannig að vextir nú teknir að lækka og verðbólga í frjálsu falli. Með ábyrgri efnahagsstefnu sem birtist í þessum góða árangri sparar Sjálfstæðisflokkurinn henni ómakið og því er engin þörf á Kristrúnu og hennar sleggju. Lækkandi vextir ekki sjálfgefnir Lækkandi vextir og minni verðbólga eru kærkomin tíðindi fyrir heimilin í landinu. Eftir krefjandi tíma í efnahagsmálunum sökum þekktra utanaðkomandi aðstæðna og alþjóðlegrar verðbólgu er loks tekið að birta til. Nú þegar frekari vaxtalækkun er í sjónmáli á áherslan að vera á að létta enn frekar undir með heimilunum með markvissum skattalækkunum. Við eigum ekki að skipta háum vöxtum út fyrir háa skatta; við eigum að einbeita okkur að því að auka fjárhagslegt frelsi og öryggi fjölskyldna. Það er ekki sjálfsagt að lækkun vaxta þýði sjálfkrafa betri kjör fyrir heimilin. Ef stjórnvöld velja að svara vaxtalækkunum með aukinni skattheimtu eða útþenslu hins opinbera tapa heimilin þeim ávinningi sem vaxtalækkun getur veitt. Þess vegna skiptir máli að stefna okkar sé skýr: Vaxtalækkun og skattalækkun eiga að fara hönd í hönd, þannig að heimilin fái meira svigrúm til að vaxa og dafna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka báknið og lækka skatta, og leggur áherslu á að heimilin njóti góðs af betri efnahagslegum skilyrðum. Flokkurinn lítur ekki á skattahækkanir sem leið til að „stoppa í gatið“ þegar fjármál heimilanna fara batnandi. Þvert á móti vill flokkurinn tryggja að heimilin fái að halda eftir þeim fjármunum sem þau hafa unnið sér inn. Heimili landsins eiga rétt á að njóta þess svigrúms sem vaxtalækkanir skapa til að bæta eigin fjárhag og lífsgæði. Árangurinn af lækkandi vöxtum þarf að skila sér til fólksins í landinu, í stað þess að verða tættur upp í formi nýrra skatta eða aukinnar opinberrar eyðslu. Hvað veljum við? Valið á kjördag er einfalt: Viljum við leyfa heimilunum að njóta ávinningsins af vaxtalækkunum, eða viljum við sjá skattahækkanir tæta niður þetta svigrúm? Saga hávaxtatímabilsins kennir okkur að það er alltaf hagur heimilanna að hafa meira fé milli handanna. Því er galið að íhuga skattahækkanir einmitt nú, þegar heimilin eiga kost á að rétta úr kútnum eftir erfitt tímabil. Vaxtalækkanir og skattalækkanir mynda þannig sterkt tvíeyki fyrir framtíð íslenskra heimila. Þær tryggja að ávinningurinn af betri efnahagslegri stöðu renni til þeirra sem þurfa mest á honum að halda: fjölskyldna landsins. Þetta er sú framtíðarsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn talar fyrir, og þetta er sú framtíð sem tryggir okkur öllum betri kjör og meiri von. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir birtist nýverið í myndbandi á samfélagsmiðlum vopnuð sleggju og sagðist ætla að „negla niður“ vextina. Staðan er aftur á móti þannig að vextir nú teknir að lækka og verðbólga í frjálsu falli. Með ábyrgri efnahagsstefnu sem birtist í þessum góða árangri sparar Sjálfstæðisflokkurinn henni ómakið og því er engin þörf á Kristrúnu og hennar sleggju. Lækkandi vextir ekki sjálfgefnir Lækkandi vextir og minni verðbólga eru kærkomin tíðindi fyrir heimilin í landinu. Eftir krefjandi tíma í efnahagsmálunum sökum þekktra utanaðkomandi aðstæðna og alþjóðlegrar verðbólgu er loks tekið að birta til. Nú þegar frekari vaxtalækkun er í sjónmáli á áherslan að vera á að létta enn frekar undir með heimilunum með markvissum skattalækkunum. Við eigum ekki að skipta háum vöxtum út fyrir háa skatta; við eigum að einbeita okkur að því að auka fjárhagslegt frelsi og öryggi fjölskyldna. Það er ekki sjálfsagt að lækkun vaxta þýði sjálfkrafa betri kjör fyrir heimilin. Ef stjórnvöld velja að svara vaxtalækkunum með aukinni skattheimtu eða útþenslu hins opinbera tapa heimilin þeim ávinningi sem vaxtalækkun getur veitt. Þess vegna skiptir máli að stefna okkar sé skýr: Vaxtalækkun og skattalækkun eiga að fara hönd í hönd, þannig að heimilin fái meira svigrúm til að vaxa og dafna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka báknið og lækka skatta, og leggur áherslu á að heimilin njóti góðs af betri efnahagslegum skilyrðum. Flokkurinn lítur ekki á skattahækkanir sem leið til að „stoppa í gatið“ þegar fjármál heimilanna fara batnandi. Þvert á móti vill flokkurinn tryggja að heimilin fái að halda eftir þeim fjármunum sem þau hafa unnið sér inn. Heimili landsins eiga rétt á að njóta þess svigrúms sem vaxtalækkanir skapa til að bæta eigin fjárhag og lífsgæði. Árangurinn af lækkandi vöxtum þarf að skila sér til fólksins í landinu, í stað þess að verða tættur upp í formi nýrra skatta eða aukinnar opinberrar eyðslu. Hvað veljum við? Valið á kjördag er einfalt: Viljum við leyfa heimilunum að njóta ávinningsins af vaxtalækkunum, eða viljum við sjá skattahækkanir tæta niður þetta svigrúm? Saga hávaxtatímabilsins kennir okkur að það er alltaf hagur heimilanna að hafa meira fé milli handanna. Því er galið að íhuga skattahækkanir einmitt nú, þegar heimilin eiga kost á að rétta úr kútnum eftir erfitt tímabil. Vaxtalækkanir og skattalækkanir mynda þannig sterkt tvíeyki fyrir framtíð íslenskra heimila. Þær tryggja að ávinningurinn af betri efnahagslegri stöðu renni til þeirra sem þurfa mest á honum að halda: fjölskyldna landsins. Þetta er sú framtíðarsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn talar fyrir, og þetta er sú framtíð sem tryggir okkur öllum betri kjör og meiri von. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar