Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar 27. nóvember 2024 21:02 Atvinnulífið stendur undir allri opinberri þjónustu sem íbúum Íslands stendur til boða og er verðmætasköpun Norðausturkjördæmis burðarás. Íbúar þess þurfa hins vegar margir að sækja um langan veg til þess að fá það sem margir myndu telja hversdagslega þjónustu s.s aðgengi að stjórnsýslu hins opinbera og stofnunum þess, aðgang að ýmis konar menningu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Byggðastefna landsins eða öllu heldur skortur á henni hefur hingað til ekki skilað því sem vonir stóðu til og of oft einkennst af staðbundnum átaksverkefnum. Vandamál þessara verkefna er að þau fara að of miklu leyti í stjórnsýslu og utanumhald á verkefnunum sjálfum og einkennst af bútasaum. En þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að finna upp hjólið Það eru til betri lausnir sem önnur ríki hafa notað með góðum árangri. Þær hafa stuðlað að dreifðari byggð og uppbyggingu atvinnutækifæra. Dæmi um þetta er í Noregi þar sem fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru langt frá opinberri þjónustu borga lægri skatta. Bretar tóku einnig upp svipað fyrirkomulag sem var hluti af verkefni sem þeir kölluðu „The Northern Powerhouse". Þar voru skattaafslættir veittir fyrirtækjum á skilgreindum svæðum á Englandi sem leiddu til aukinnar atvinnustarfsemi. Það var vegna þess að fyrirtæki nutu skattaafslátta fyrir að velja svæðið fyrir uppbyggingu á starfsemi sinni fjær suðupotti London. Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fyrirkomulag Norðmanna og Breta sé sanngjarnt enda miklu dýrara fyrir þann sem býr á Langanesi, Djúpavogi eða annarsstaðar á fjarsvæðum að sækja sér þá þjónustu sem skattarnir hans standa undir. Þá geta fyrirtæki séð sér hag að byggja upp starfsemi þar sem þau myndu njóta lægri skatta. Það sem þarf er pólitískan kjark til þess að velja þessa leið. Miðflokkurinn hefur þann kjark sem til þarf. Nota þarf skattkerfið til þess að leiðrétta þann aðstöðumun sem fólk á svæðum fjarri Reykjavík býr við í dag. Skattkerfið gæti laðað að bæði fólk og fyrirtæki að skilgreindum svæðum. Jákvæðasta niðurstaðan gæti orðið að við værum með dreifðari byggð um landið, aukin atvinnutækifæri og aukið þjónustustig á svæðinu af þeim orsökum, versta niðurstaðan væri sú að landsbyggðin fengi aðeins mótvægi til þess að sækja opinbera þjónustu til höfuðborgarinnar. Setjum x við M í kjörklefanum, Miðflokkurinn þorir! Höfundur er áhugamaður um sterka landsbyggð og situr í 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Atvinnulífið stendur undir allri opinberri þjónustu sem íbúum Íslands stendur til boða og er verðmætasköpun Norðausturkjördæmis burðarás. Íbúar þess þurfa hins vegar margir að sækja um langan veg til þess að fá það sem margir myndu telja hversdagslega þjónustu s.s aðgengi að stjórnsýslu hins opinbera og stofnunum þess, aðgang að ýmis konar menningu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Byggðastefna landsins eða öllu heldur skortur á henni hefur hingað til ekki skilað því sem vonir stóðu til og of oft einkennst af staðbundnum átaksverkefnum. Vandamál þessara verkefna er að þau fara að of miklu leyti í stjórnsýslu og utanumhald á verkefnunum sjálfum og einkennst af bútasaum. En þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að finna upp hjólið Það eru til betri lausnir sem önnur ríki hafa notað með góðum árangri. Þær hafa stuðlað að dreifðari byggð og uppbyggingu atvinnutækifæra. Dæmi um þetta er í Noregi þar sem fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru langt frá opinberri þjónustu borga lægri skatta. Bretar tóku einnig upp svipað fyrirkomulag sem var hluti af verkefni sem þeir kölluðu „The Northern Powerhouse". Þar voru skattaafslættir veittir fyrirtækjum á skilgreindum svæðum á Englandi sem leiddu til aukinnar atvinnustarfsemi. Það var vegna þess að fyrirtæki nutu skattaafslátta fyrir að velja svæðið fyrir uppbyggingu á starfsemi sinni fjær suðupotti London. Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fyrirkomulag Norðmanna og Breta sé sanngjarnt enda miklu dýrara fyrir þann sem býr á Langanesi, Djúpavogi eða annarsstaðar á fjarsvæðum að sækja sér þá þjónustu sem skattarnir hans standa undir. Þá geta fyrirtæki séð sér hag að byggja upp starfsemi þar sem þau myndu njóta lægri skatta. Það sem þarf er pólitískan kjark til þess að velja þessa leið. Miðflokkurinn hefur þann kjark sem til þarf. Nota þarf skattkerfið til þess að leiðrétta þann aðstöðumun sem fólk á svæðum fjarri Reykjavík býr við í dag. Skattkerfið gæti laðað að bæði fólk og fyrirtæki að skilgreindum svæðum. Jákvæðasta niðurstaðan gæti orðið að við værum með dreifðari byggð um landið, aukin atvinnutækifæri og aukið þjónustustig á svæðinu af þeim orsökum, versta niðurstaðan væri sú að landsbyggðin fengi aðeins mótvægi til þess að sækja opinbera þjónustu til höfuðborgarinnar. Setjum x við M í kjörklefanum, Miðflokkurinn þorir! Höfundur er áhugamaður um sterka landsbyggð og situr í 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun