Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar 27. nóvember 2024 21:02 Atvinnulífið stendur undir allri opinberri þjónustu sem íbúum Íslands stendur til boða og er verðmætasköpun Norðausturkjördæmis burðarás. Íbúar þess þurfa hins vegar margir að sækja um langan veg til þess að fá það sem margir myndu telja hversdagslega þjónustu s.s aðgengi að stjórnsýslu hins opinbera og stofnunum þess, aðgang að ýmis konar menningu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Byggðastefna landsins eða öllu heldur skortur á henni hefur hingað til ekki skilað því sem vonir stóðu til og of oft einkennst af staðbundnum átaksverkefnum. Vandamál þessara verkefna er að þau fara að of miklu leyti í stjórnsýslu og utanumhald á verkefnunum sjálfum og einkennst af bútasaum. En þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að finna upp hjólið Það eru til betri lausnir sem önnur ríki hafa notað með góðum árangri. Þær hafa stuðlað að dreifðari byggð og uppbyggingu atvinnutækifæra. Dæmi um þetta er í Noregi þar sem fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru langt frá opinberri þjónustu borga lægri skatta. Bretar tóku einnig upp svipað fyrirkomulag sem var hluti af verkefni sem þeir kölluðu „The Northern Powerhouse". Þar voru skattaafslættir veittir fyrirtækjum á skilgreindum svæðum á Englandi sem leiddu til aukinnar atvinnustarfsemi. Það var vegna þess að fyrirtæki nutu skattaafslátta fyrir að velja svæðið fyrir uppbyggingu á starfsemi sinni fjær suðupotti London. Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fyrirkomulag Norðmanna og Breta sé sanngjarnt enda miklu dýrara fyrir þann sem býr á Langanesi, Djúpavogi eða annarsstaðar á fjarsvæðum að sækja sér þá þjónustu sem skattarnir hans standa undir. Þá geta fyrirtæki séð sér hag að byggja upp starfsemi þar sem þau myndu njóta lægri skatta. Það sem þarf er pólitískan kjark til þess að velja þessa leið. Miðflokkurinn hefur þann kjark sem til þarf. Nota þarf skattkerfið til þess að leiðrétta þann aðstöðumun sem fólk á svæðum fjarri Reykjavík býr við í dag. Skattkerfið gæti laðað að bæði fólk og fyrirtæki að skilgreindum svæðum. Jákvæðasta niðurstaðan gæti orðið að við værum með dreifðari byggð um landið, aukin atvinnutækifæri og aukið þjónustustig á svæðinu af þeim orsökum, versta niðurstaðan væri sú að landsbyggðin fengi aðeins mótvægi til þess að sækja opinbera þjónustu til höfuðborgarinnar. Setjum x við M í kjörklefanum, Miðflokkurinn þorir! Höfundur er áhugamaður um sterka landsbyggð og situr í 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Atvinnulífið stendur undir allri opinberri þjónustu sem íbúum Íslands stendur til boða og er verðmætasköpun Norðausturkjördæmis burðarás. Íbúar þess þurfa hins vegar margir að sækja um langan veg til þess að fá það sem margir myndu telja hversdagslega þjónustu s.s aðgengi að stjórnsýslu hins opinbera og stofnunum þess, aðgang að ýmis konar menningu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Byggðastefna landsins eða öllu heldur skortur á henni hefur hingað til ekki skilað því sem vonir stóðu til og of oft einkennst af staðbundnum átaksverkefnum. Vandamál þessara verkefna er að þau fara að of miklu leyti í stjórnsýslu og utanumhald á verkefnunum sjálfum og einkennst af bútasaum. En þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að finna upp hjólið Það eru til betri lausnir sem önnur ríki hafa notað með góðum árangri. Þær hafa stuðlað að dreifðari byggð og uppbyggingu atvinnutækifæra. Dæmi um þetta er í Noregi þar sem fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru langt frá opinberri þjónustu borga lægri skatta. Bretar tóku einnig upp svipað fyrirkomulag sem var hluti af verkefni sem þeir kölluðu „The Northern Powerhouse". Þar voru skattaafslættir veittir fyrirtækjum á skilgreindum svæðum á Englandi sem leiddu til aukinnar atvinnustarfsemi. Það var vegna þess að fyrirtæki nutu skattaafslátta fyrir að velja svæðið fyrir uppbyggingu á starfsemi sinni fjær suðupotti London. Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fyrirkomulag Norðmanna og Breta sé sanngjarnt enda miklu dýrara fyrir þann sem býr á Langanesi, Djúpavogi eða annarsstaðar á fjarsvæðum að sækja sér þá þjónustu sem skattarnir hans standa undir. Þá geta fyrirtæki séð sér hag að byggja upp starfsemi þar sem þau myndu njóta lægri skatta. Það sem þarf er pólitískan kjark til þess að velja þessa leið. Miðflokkurinn hefur þann kjark sem til þarf. Nota þarf skattkerfið til þess að leiðrétta þann aðstöðumun sem fólk á svæðum fjarri Reykjavík býr við í dag. Skattkerfið gæti laðað að bæði fólk og fyrirtæki að skilgreindum svæðum. Jákvæðasta niðurstaðan gæti orðið að við værum með dreifðari byggð um landið, aukin atvinnutækifæri og aukið þjónustustig á svæðinu af þeim orsökum, versta niðurstaðan væri sú að landsbyggðin fengi aðeins mótvægi til þess að sækja opinbera þjónustu til höfuðborgarinnar. Setjum x við M í kjörklefanum, Miðflokkurinn þorir! Höfundur er áhugamaður um sterka landsbyggð og situr í 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar