Andleg heilsa er dauðans alvara Matthías Bragi Ölvisson skrifar 19. nóvember 2024 20:02 Fyrir tveimur árum síðan urðu fjölskylda, nánustu vinir og samfélag í kringum æskuvin minn fyrir skelfilegum atburði. Flestum að óvörum tók hann sitt eigið líf. Sársaukinn sem fráfall hans olli svíður enn, sérstaklega þegar ég hugsa til þess hvað hægt hefði verið að gera til að koma í veg fyrir að hrakandi andleg heilsa hans, sem var flestum falin, myndi taka hann úr lífi okkar allra. Fyrir okkur sem hafa upplifað slíkan sársauka er það ljóst að mikilvægt er að bregðast hratt við vísbendingum um andlega erfiðleika með virkum og áhrifaríkum lausnum. Viðreisn vill tryggja fólki aðgengi að lífsnauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu óháð efnahagi. Árið 2020 náði Viðreisn í gegn frumvarpi sem gaf stjórnvöldum heimild til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sérstakur samningur var gerður 2023 sem gerir sálfræðingum kleift að veita niðurgreidda þjónustu fyrir börn og unglinga með tilteknar geðraskanir, sem og fullorðna með einkenni kvíða og þunglyndis. Viðreisn vil beita sér fyrir auknu fjármagni í málaflokkinn til að jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu snýst ekki bara um að gera hana fjárhagslega aðgengilega heldur snýst hún einnig um það að tekist sé á við andleg veikindi af alvöru. Með niðurgreiðslu verður til áríðandi viðurkenning á mikilvægi þess að bregðast við veikindum sem þögn hefur oft ríkt um. Með niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu vekjum við athygli á alvarleika andlegra veikinda og gerum þeim jafn hátt undir höfði og sýnilegri veikinda. Þörfin er mikil því fólk sem tekst á við andleg veikindi getur upplifað neikvæðar tilfinningar tengt þeim og fundið fyrir þörf á því að leyna sinni raunverulegu líðan. Ef það ástand stendur yfir í lengri tíma getur neikvæðnin yfirtekið líðan viðkomandi með hræðilegum afleiðingum eins og þeim sem æskuvinur minn varð fyrir. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu veldur því að innan kerfis verði andleg veikindi metin til jafns við önnur lífshættuleg veikindi. Með því eru lögð á vogarskálarnar áríðandi skilaboð sem geta bjargað mannslífum. Breytum þessu. Höfundur er í þriðja sæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s. 552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Geðheilbrigði Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan urðu fjölskylda, nánustu vinir og samfélag í kringum æskuvin minn fyrir skelfilegum atburði. Flestum að óvörum tók hann sitt eigið líf. Sársaukinn sem fráfall hans olli svíður enn, sérstaklega þegar ég hugsa til þess hvað hægt hefði verið að gera til að koma í veg fyrir að hrakandi andleg heilsa hans, sem var flestum falin, myndi taka hann úr lífi okkar allra. Fyrir okkur sem hafa upplifað slíkan sársauka er það ljóst að mikilvægt er að bregðast hratt við vísbendingum um andlega erfiðleika með virkum og áhrifaríkum lausnum. Viðreisn vill tryggja fólki aðgengi að lífsnauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu óháð efnahagi. Árið 2020 náði Viðreisn í gegn frumvarpi sem gaf stjórnvöldum heimild til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sérstakur samningur var gerður 2023 sem gerir sálfræðingum kleift að veita niðurgreidda þjónustu fyrir börn og unglinga með tilteknar geðraskanir, sem og fullorðna með einkenni kvíða og þunglyndis. Viðreisn vil beita sér fyrir auknu fjármagni í málaflokkinn til að jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu snýst ekki bara um að gera hana fjárhagslega aðgengilega heldur snýst hún einnig um það að tekist sé á við andleg veikindi af alvöru. Með niðurgreiðslu verður til áríðandi viðurkenning á mikilvægi þess að bregðast við veikindum sem þögn hefur oft ríkt um. Með niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu vekjum við athygli á alvarleika andlegra veikinda og gerum þeim jafn hátt undir höfði og sýnilegri veikinda. Þörfin er mikil því fólk sem tekst á við andleg veikindi getur upplifað neikvæðar tilfinningar tengt þeim og fundið fyrir þörf á því að leyna sinni raunverulegu líðan. Ef það ástand stendur yfir í lengri tíma getur neikvæðnin yfirtekið líðan viðkomandi með hræðilegum afleiðingum eins og þeim sem æskuvinur minn varð fyrir. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu veldur því að innan kerfis verði andleg veikindi metin til jafns við önnur lífshættuleg veikindi. Með því eru lögð á vogarskálarnar áríðandi skilaboð sem geta bjargað mannslífum. Breytum þessu. Höfundur er í þriðja sæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s. 552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s. 552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun