Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 08:31 Árlega gefur Landlæknisembættið út tölulegar upplýsingar hvar getur m.a. að líta tölur um lyfjatengd andlát. Fjöldi þeirra sem létu lífið árið 2023 á Íslandi af lyfjatengdum orsökum er hærri en nokkru sinni fyrr eða alls 56 einstaklingar. Árið 2022 var fjöldi þeirra sem lét lífið af þessum sökum 35 - við erum því að horfa upp á aukningu úr 35 í 56, hátt í 40% aukningu sem er ævintýraleg aukning. Og þótt sveiflur milla ára séu nokkrar þá hefur þessi tala aldrei verið svona há, aldrei nokkurn tímann. Til samanburðar má nefna að 8 einstaklingar létu lífið í umferðinni árið 2023 en árið þar á undan voru þeir 9. Því miður er það þó svo að þessar tölur koma ekki á óvart. Það hefur lengið verið bent á það víða að notkun lyfja og vímuefna, og þá sér í lagi ópíoíða hafi aukist mikið í samfélaginu. Línuleg aukning hefur verið á fjöldi þeirra sem leita á Vog vegna ópíoíðafíknar undanfarin ár, fjöldi einstaklinga sem leita í Frú Ragnheiði eykst árlega og biðlistar eftir langtíma meðferð eru gríðarlega langir. Fyrir þeim sem þekkja til eru þetta þó engar nýjar fréttir. Fyrir ráðamönnum eru þetta væntanlega heldur engar fréttir þar sem rætt hefur verið um þetta endurtekið - notendur, fagfólk og aðstandendur hafa bókstaflega gargað á hjálp. En því miður er lítið sem breytist á milli ára. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð sem gefin eru á tyllidögum blasir napurlegur hversdagsleikinn við þeim sem lifa í þessum heimi. Ég hef starfað í þessu kerfi og með þessum jaðarsettasta hópi í þó nokkur ár. Ég hef verið svo lánsöm að njóta mikils frjálsræðis við útfærslu minna starfa sem hefur gert mér kleift að starfa með einstaklingum héðan og þaðan úr kerfinu, hvort sem það er kerfi ríkisins, borgarinnar eða frjálsra félagasamtaka, allt eftir því hvers einstaklingurinn þarfnast hverju sinni en markmiðið er alltaf að mæta þörfum hans og á hans forsendum. En einn af stóru þröskuldunum í mínu starfi er sá að kerfin tala ekki saman - um það held ég að við getum öll verið sammála. Þetta er stórt vandamál í mörgum málaflokkum og oftast er það nú þannig að þeir einstaklingar sem háðir eru vímuefnum eiga sér langa og mikla sögu. Sögu úr kerfinu eða kerfunum öllu heldur, þessum sem tala ekki saman því annað þeirra lýtur að heilbrigði einstaklinga en hitt að félagslegur hliðinni. Hvernig hægt er að sinna öðru en hundsa hitt og búast við jákvæðri útkomu er þó eitthvað sem ég mun seint fá skilið. Nýlegt dæmi af barni sem lét lífið í umsjá hins opinbera sýnir þetta nokkuð vel að mínu mati. Ég geri ráð fyrir að barnið hafi verið í umsjón félagslega kerfisins en ég velti þó fyrir mér hvort því hefði e.t.v. verið betur borgið heilbrigðis megin. Eða hefði mögulega verið heppilegast að aðilar beggja kerfa störfuðu á sömu einingu. Við sem störfum á vettvangi sjáum dæmi svipuð þessu á hverjum degi. Við sinnum þar einstaklingum sem passa engan veginn inn í hið hefðbundna kerfi og því verður það gjarnan svo að þeir falla einfaldlega á milli – tilheyra í raun öllum og engum. Þetta eru gjarnan einstaklingar sem byrjuðu ungir að glíma við flókinn vanda en voru einhvern veginn hvorki nógu veikir til að tilheyra heilbrigðiskerfinu en samt of veikir til að tilheyra félagslega kerfinu. Síðan verða þeir fullorðnir - 18 ára - og þá flytjast þeir yfir í fullorðins kerfin þar sem sama sagan endurtekur sig. Eina breytingin er sú að foreldrarnir hafa ekkert að segja lengur og eiga ekki rétt á neinum upplýsingum. Aldrei nokkurn tímann hef ég unnið með jafn stórum og fjölbreyttum hópi lausnamiðaðra einstaklinga sem brenna fyrir starfi sínu og ég geri nú, og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki starfsfólk kerfisins, eða kerfanna, sem samvinnan og samþættingin strandar á heldur stjórnsýslan. Hver á að borga hvað? Hver á að sjá um hvað? Hver á að bera ábyrgð á hverju? Og á meðan ráðamenn sitja og velta þessu fyrir sér halda vandamálin áfram að hlaðast upp. Tilkynningum til barnaverndar vegna vímuefnanotkunar barna heldur áfram að fjölga, Gummi lögga leitar að fleiri og fleiri týndum börnum og geðheilsu ungmenna hrakar stöðugt. Á hliðarlínunni heldur fólk síðan áfram að deyja vegna lyfjanotkunar - rúmlega einn í hverri viku. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega gefur Landlæknisembættið út tölulegar upplýsingar hvar getur m.a. að líta tölur um lyfjatengd andlát. Fjöldi þeirra sem létu lífið árið 2023 á Íslandi af lyfjatengdum orsökum er hærri en nokkru sinni fyrr eða alls 56 einstaklingar. Árið 2022 var fjöldi þeirra sem lét lífið af þessum sökum 35 - við erum því að horfa upp á aukningu úr 35 í 56, hátt í 40% aukningu sem er ævintýraleg aukning. Og þótt sveiflur milla ára séu nokkrar þá hefur þessi tala aldrei verið svona há, aldrei nokkurn tímann. Til samanburðar má nefna að 8 einstaklingar létu lífið í umferðinni árið 2023 en árið þar á undan voru þeir 9. Því miður er það þó svo að þessar tölur koma ekki á óvart. Það hefur lengið verið bent á það víða að notkun lyfja og vímuefna, og þá sér í lagi ópíoíða hafi aukist mikið í samfélaginu. Línuleg aukning hefur verið á fjöldi þeirra sem leita á Vog vegna ópíoíðafíknar undanfarin ár, fjöldi einstaklinga sem leita í Frú Ragnheiði eykst árlega og biðlistar eftir langtíma meðferð eru gríðarlega langir. Fyrir þeim sem þekkja til eru þetta þó engar nýjar fréttir. Fyrir ráðamönnum eru þetta væntanlega heldur engar fréttir þar sem rætt hefur verið um þetta endurtekið - notendur, fagfólk og aðstandendur hafa bókstaflega gargað á hjálp. En því miður er lítið sem breytist á milli ára. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð sem gefin eru á tyllidögum blasir napurlegur hversdagsleikinn við þeim sem lifa í þessum heimi. Ég hef starfað í þessu kerfi og með þessum jaðarsettasta hópi í þó nokkur ár. Ég hef verið svo lánsöm að njóta mikils frjálsræðis við útfærslu minna starfa sem hefur gert mér kleift að starfa með einstaklingum héðan og þaðan úr kerfinu, hvort sem það er kerfi ríkisins, borgarinnar eða frjálsra félagasamtaka, allt eftir því hvers einstaklingurinn þarfnast hverju sinni en markmiðið er alltaf að mæta þörfum hans og á hans forsendum. En einn af stóru þröskuldunum í mínu starfi er sá að kerfin tala ekki saman - um það held ég að við getum öll verið sammála. Þetta er stórt vandamál í mörgum málaflokkum og oftast er það nú þannig að þeir einstaklingar sem háðir eru vímuefnum eiga sér langa og mikla sögu. Sögu úr kerfinu eða kerfunum öllu heldur, þessum sem tala ekki saman því annað þeirra lýtur að heilbrigði einstaklinga en hitt að félagslegur hliðinni. Hvernig hægt er að sinna öðru en hundsa hitt og búast við jákvæðri útkomu er þó eitthvað sem ég mun seint fá skilið. Nýlegt dæmi af barni sem lét lífið í umsjá hins opinbera sýnir þetta nokkuð vel að mínu mati. Ég geri ráð fyrir að barnið hafi verið í umsjón félagslega kerfisins en ég velti þó fyrir mér hvort því hefði e.t.v. verið betur borgið heilbrigðis megin. Eða hefði mögulega verið heppilegast að aðilar beggja kerfa störfuðu á sömu einingu. Við sem störfum á vettvangi sjáum dæmi svipuð þessu á hverjum degi. Við sinnum þar einstaklingum sem passa engan veginn inn í hið hefðbundna kerfi og því verður það gjarnan svo að þeir falla einfaldlega á milli – tilheyra í raun öllum og engum. Þetta eru gjarnan einstaklingar sem byrjuðu ungir að glíma við flókinn vanda en voru einhvern veginn hvorki nógu veikir til að tilheyra heilbrigðiskerfinu en samt of veikir til að tilheyra félagslega kerfinu. Síðan verða þeir fullorðnir - 18 ára - og þá flytjast þeir yfir í fullorðins kerfin þar sem sama sagan endurtekur sig. Eina breytingin er sú að foreldrarnir hafa ekkert að segja lengur og eiga ekki rétt á neinum upplýsingum. Aldrei nokkurn tímann hef ég unnið með jafn stórum og fjölbreyttum hópi lausnamiðaðra einstaklinga sem brenna fyrir starfi sínu og ég geri nú, og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki starfsfólk kerfisins, eða kerfanna, sem samvinnan og samþættingin strandar á heldur stjórnsýslan. Hver á að borga hvað? Hver á að sjá um hvað? Hver á að bera ábyrgð á hverju? Og á meðan ráðamenn sitja og velta þessu fyrir sér halda vandamálin áfram að hlaðast upp. Tilkynningum til barnaverndar vegna vímuefnanotkunar barna heldur áfram að fjölga, Gummi lögga leitar að fleiri og fleiri týndum börnum og geðheilsu ungmenna hrakar stöðugt. Á hliðarlínunni heldur fólk síðan áfram að deyja vegna lyfjanotkunar - rúmlega einn í hverri viku. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun