Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2024 22:21 Talið er að kviknað hafi í sprengjunum á jörðu niðri vegna tafa á flugferð. EPA/TELENEWS Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. Eldsprengjurnar sprungu í tveimur húsum DHL í júlí. Önnur í Leipzig í Þýskalandi og hin í Birmingham Englandi. Litlu munaði að pakkarnir sem innihéldu sprengjurnar hefðu verið komnir um borð í flugvélar. Samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal hófst þá strax alþjóðleg leit að sökudólgunum og hafa spjótin nú beinst að rússneskum útsendurum. Rannsakendur og starfsmenn leyniþjónusta í Evrópu segja sprengjurnar hafa verið gerðar úr nuddtækjum sem komið var fyrir kveikibúnaði í. Pakkarnir tveir voru sendir frá Litháen og er talið að fyrstu tveir hafi verið tilraun varðandi það hvernig hægt væri að koma svona pökkum um borð í flugvélar til Bandaríkjanna. Lögregluþjónar í Þýskalandi eru sagðir hafa kannað sambærilegar eldsprengjur. Þær ku hafa innihaldið magnesíum, sem myndi gera fólki erfitt að slökkva eldinn með þeim slökkvitækjum sem finna má í flugvélum. Þess vegna væri neyðarlending mögulega eini kosturinn í stöðunni en slíkt gæti eðli málsins samkvæmt reynst erfitt yfir Atlantshafi. Sjá einnig: Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi WSJ hefur eftir yfirmanni einnar af leyniþjónustum Þýskalands að tilviljun hafi valdið því að ekki hafi kviknað í sprengjunum um borð í flugvélum. Það væri sökum þess að tafir hefðu orðið á einu flugi. Spjótin beinast að GRU Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna rannsóknarinnar og eru yfirvöld þar að leita að minnsta kosti tveggja manna til viðbótar, sem taldir eru halda til í öðrum ríkjum. Þá er haft eftir Pawel Szota, yfirmanni einnar af leyniþjónustum Póllands, að rússneskum njósnurum sé um að kenna. Hann segir einnig að ef árás af þessu tagi hefði heppnast hefði verið um gífurlega stigmögnun að ræða. „Ég er ekki viss um að pólitískir leiðtogar Rússlands séu meðvitaðir um afleiðingar þess ef einn þessara pakka hefði sprungið og valdið miklu mannfalli.“ Aðrir heimildarmenn WSJ hafa einnig bent á Rússa og þá sérstaklega GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Skripal, feðginunum, um ýmsar tölvuárásir og skemmdarverk í Evrópu. Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, sagði á dögunum að starfsmenn leyniþjónusta Rússlands reyndu sífellt að valda usla á götum Evrópu og sagði hann útsendara GRU vera sérstaklega kræfa. Í mörgum tilfellum reyndu Rússar að leita til Glæpasamtaka og reyndu að fá meðlimi þeirra til að fremja myrkraverk þeirra. Það mætti að einhverju leyti rekja til þess hve mörkum rússneskum erindrekum, og þar á meðal njósnurum, hefði verið vísað frá Evrópu á undanförnum árum. Sjá einnig: Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Á undanförnum árum hafa Rússar einnig verið sakaðir um íkveikjur í Bretlandi og Tékklandi og árásir á pípur og ljósleiðara, auk þess sem þeir eru sagðir hafa átt við neysluvatn í Svíþjóð og Finnlandi. Þá voru Rússar fyrr á þessu ári sakaðir um ráðabrugg um að ráða forstjóra Rheinmetall, stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kanada Þýskaland Bretland Pólland Litháen Tengdar fréttir Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02 Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. 1. nóvember 2024 13:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Eldsprengjurnar sprungu í tveimur húsum DHL í júlí. Önnur í Leipzig í Þýskalandi og hin í Birmingham Englandi. Litlu munaði að pakkarnir sem innihéldu sprengjurnar hefðu verið komnir um borð í flugvélar. Samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal hófst þá strax alþjóðleg leit að sökudólgunum og hafa spjótin nú beinst að rússneskum útsendurum. Rannsakendur og starfsmenn leyniþjónusta í Evrópu segja sprengjurnar hafa verið gerðar úr nuddtækjum sem komið var fyrir kveikibúnaði í. Pakkarnir tveir voru sendir frá Litháen og er talið að fyrstu tveir hafi verið tilraun varðandi það hvernig hægt væri að koma svona pökkum um borð í flugvélar til Bandaríkjanna. Lögregluþjónar í Þýskalandi eru sagðir hafa kannað sambærilegar eldsprengjur. Þær ku hafa innihaldið magnesíum, sem myndi gera fólki erfitt að slökkva eldinn með þeim slökkvitækjum sem finna má í flugvélum. Þess vegna væri neyðarlending mögulega eini kosturinn í stöðunni en slíkt gæti eðli málsins samkvæmt reynst erfitt yfir Atlantshafi. Sjá einnig: Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi WSJ hefur eftir yfirmanni einnar af leyniþjónustum Þýskalands að tilviljun hafi valdið því að ekki hafi kviknað í sprengjunum um borð í flugvélum. Það væri sökum þess að tafir hefðu orðið á einu flugi. Spjótin beinast að GRU Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna rannsóknarinnar og eru yfirvöld þar að leita að minnsta kosti tveggja manna til viðbótar, sem taldir eru halda til í öðrum ríkjum. Þá er haft eftir Pawel Szota, yfirmanni einnar af leyniþjónustum Póllands, að rússneskum njósnurum sé um að kenna. Hann segir einnig að ef árás af þessu tagi hefði heppnast hefði verið um gífurlega stigmögnun að ræða. „Ég er ekki viss um að pólitískir leiðtogar Rússlands séu meðvitaðir um afleiðingar þess ef einn þessara pakka hefði sprungið og valdið miklu mannfalli.“ Aðrir heimildarmenn WSJ hafa einnig bent á Rússa og þá sérstaklega GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Skripal, feðginunum, um ýmsar tölvuárásir og skemmdarverk í Evrópu. Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, sagði á dögunum að starfsmenn leyniþjónusta Rússlands reyndu sífellt að valda usla á götum Evrópu og sagði hann útsendara GRU vera sérstaklega kræfa. Í mörgum tilfellum reyndu Rússar að leita til Glæpasamtaka og reyndu að fá meðlimi þeirra til að fremja myrkraverk þeirra. Það mætti að einhverju leyti rekja til þess hve mörkum rússneskum erindrekum, og þar á meðal njósnurum, hefði verið vísað frá Evrópu á undanförnum árum. Sjá einnig: Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Á undanförnum árum hafa Rússar einnig verið sakaðir um íkveikjur í Bretlandi og Tékklandi og árásir á pípur og ljósleiðara, auk þess sem þeir eru sagðir hafa átt við neysluvatn í Svíþjóð og Finnlandi. Þá voru Rússar fyrr á þessu ári sakaðir um ráðabrugg um að ráða forstjóra Rheinmetall, stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kanada Þýskaland Bretland Pólland Litháen Tengdar fréttir Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02 Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. 1. nóvember 2024 13:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02
Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. 1. nóvember 2024 13:15