Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Bjarki Sigurðsson skrifar 29. október 2024 21:01 Bryndís Ýr Pétursdóttir er formaður foreldrafélags Laugalækjarskóla. Vísir/Einar Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. Stefnt var að því að hafa leikskólann Ársali á Sauðárkróki opinn í dag þrátt fyrir verkfallsboð og átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. „Þeir ætluðu bara að vinna sín störf. Það var búið að skipuleggja starfið í leikskólanum þannig að það var búið að fækka börnum og aðlaga starfsemina að því að það væri hægt að hafa einhverja starfsemi í gangi,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Ívar Fannar Í viðmiðunarreglum KÍ segir að ekki sé heimilt að taka börn inn á deildir þar sem deildarstjórinn er í verkfalli. Á Ársölum eru tíu af ellefu deildarstjórum í verkfalli en að mati sveitarfélaganna eru fordæmi fyrir því að almennir starfsmenn vinni þó deildarstjóri sé ekki á svæðinu. „Leikskólastjórarnir eru allir við störf. Og þeir hafa heimild til að ganga í störf sinna undirmanna. Þannig já, það er hægt að halda uppi ákveðinni starfsemi sem miðast við þann mannskap sem ekki er í verkfalli,“ segir Inga. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og engin kennsla þar í dag. Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir barns í tíunda bekk, hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað er þetta ósanngjarnt fyrir þau. Þegar þar að kemur munu framhaldsskólar ekkert taka tillit til þessa hóps sem lenti í þessu verkfalli,“ segir Bryndís. Krakkar á þessum aldri séu ólíklegir til þess að reyna að fylgja námskrá og halda sig við efnið á meðan verkföllin standa yfir. „Mér þykir ekkert ólíklegt að þetta verði svolítið litað af þessu, hanga og horfa á einhverja þætti. Vaka frameftir og sofa lengur inn í daginn,“ segir Bryndís. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir eiga langt í land. Viðræður mjakast afar hægt áfram. Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Skagafjörður Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Stefnt var að því að hafa leikskólann Ársali á Sauðárkróki opinn í dag þrátt fyrir verkfallsboð og átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. „Þeir ætluðu bara að vinna sín störf. Það var búið að skipuleggja starfið í leikskólanum þannig að það var búið að fækka börnum og aðlaga starfsemina að því að það væri hægt að hafa einhverja starfsemi í gangi,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Ívar Fannar Í viðmiðunarreglum KÍ segir að ekki sé heimilt að taka börn inn á deildir þar sem deildarstjórinn er í verkfalli. Á Ársölum eru tíu af ellefu deildarstjórum í verkfalli en að mati sveitarfélaganna eru fordæmi fyrir því að almennir starfsmenn vinni þó deildarstjóri sé ekki á svæðinu. „Leikskólastjórarnir eru allir við störf. Og þeir hafa heimild til að ganga í störf sinna undirmanna. Þannig já, það er hægt að halda uppi ákveðinni starfsemi sem miðast við þann mannskap sem ekki er í verkfalli,“ segir Inga. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og engin kennsla þar í dag. Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir barns í tíunda bekk, hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað er þetta ósanngjarnt fyrir þau. Þegar þar að kemur munu framhaldsskólar ekkert taka tillit til þessa hóps sem lenti í þessu verkfalli,“ segir Bryndís. Krakkar á þessum aldri séu ólíklegir til þess að reyna að fylgja námskrá og halda sig við efnið á meðan verkföllin standa yfir. „Mér þykir ekkert ólíklegt að þetta verði svolítið litað af þessu, hanga og horfa á einhverja þætti. Vaka frameftir og sofa lengur inn í daginn,“ segir Bryndís. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir eiga langt í land. Viðræður mjakast afar hægt áfram.
Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Skagafjörður Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira