Gaz-leikur Pavels: Mjólkurglasið staðið lengi og fer brátt að súrna Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 12:31 Pavel Ermolinskij ætlar að gaza í kvöld á Stöð 2 BD. Stöð 2 Sport „Maður er ekkert vanur að vera með svona mikla pressu á sér í fjórða leik á Íslandsmótinu,“ segir Helgi Már Magnússon um Gaz-leik kvöldsins, þar sem stigalausir Álftnesingar sækja KR heim í Bónus-deildinni í körfubolta. Pavel Ermolinskij og Helgi hituðu upp fyrir Gaz-leikinn og eru spenntir að sjá hvernig Álftnesingar höndla pressuna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Byrjum á KR-ingum, og við skulum ýta til hliðar öllum samsæriskenningum, sem er svo sem alveg hægt að rökstyðja, um að við séum að fara að tala KR upp út af fortíð okkar. En við erum alveg heiðarlegir þegar við segjum að þeir hafa hrifið okkur mjög mikið í ár,“ segir Pavel sem líkt og Helgi vann ófáa titla með KR á sínum tíma. KR-ingar heillað og stýrt sínum leikjum „Það sem hefur heillað mann mest við KR er að sem heild þá stýra þeir öllum leikjum sem þeir hafa verið í. Alla vega á löngum köflum. Þeir hafa verið í bílstjórasætinu og stýrt þessu nánast frá A til Ö, þó þeir hafi tapað á móti Stjörnunni. Það heillar mann við KR-ingana,“ segir Helgi en KR hefur unnið Tindastól og Þór Þorlákshöfn, og tapað með eins stigs mun gegn Stjörnunni þar sem tvö vítaskot KR fóru forgörðum í lokin. Álftnesingar eru án stiga eftir fyrstu þrjá leikina og Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar ætla eflaust að bæta úr því í kvöld.vísir/Anton „Þeir [KR-ingar] hafa sýnt okkur meira en við áttum von á fyrir tímabilið. Sýnt hliðar sem maður átti ekki von á að sjá,“ sagði Pavel og Helgi samsinnti því: „Maður vissi náttúrulega ekki hvernig liðið stæði fyrir tímabilið en við höfum talað um hve þessir erlendu leikmenn hafa smollið vel inn í þetta. Nim [Nimrod Hilliard] er þar fremstur í flokki. Stöðugastur og hefur stýrt þessu vel. En maður trúir líka bara öllu sem þeir eru að gera. Varnarlega virka þeir aktívir og hreyfa sig vel, og sóknarlega hefur þetta verið nokkuð smurt.“ Stemning í Vesturbæ og harður leikur í kortunum Pavel og Helgi eru hins vegar enn spenntari að sjá hvernig Álftanes mætir til leiks. „Helsta ástæðan fyrir því að við veljum þennan leik er Álftanes, og staðan sem þeir eru komnir í núna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Tveimur þeirra í framlengingu. Þetta hefur verið mjög jafnt en þeim hefur ekki tekist að sigra. Ástæðan fyrir því að við viljum sjá þennan leik er að við búumst við því að Álftanes sé að fara að spila eins konar „playoffs-leik“,“ segir Pavel. „Þeir eru að koma inn í leik sem þeir verða að vinna. Það er ekki langt í að þetta fari að súrna hjá þeim,“ segir Helgi og bætir við: „Mjólkurglasið er búið að standa á borðinu ákveðið lengi og bráðum fer þetta að súrna, nema þeir nái að landa sigri. Ég er ofboðslega spenntur að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik hvað varðar agressjón og orku.“ „Það verður pottþétt stemning í Vesturbænum. Það gengur vel, og það var góð mæting á fyrsta leiknum. Það verður fullt af fólki þarna og ég sé fram á harðari leik en við höfum oft séð í 4. umferð deildarinnar,“ segir Pavel. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla KR UMF Álftanes Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi hituðu upp fyrir Gaz-leikinn og eru spenntir að sjá hvernig Álftnesingar höndla pressuna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Byrjum á KR-ingum, og við skulum ýta til hliðar öllum samsæriskenningum, sem er svo sem alveg hægt að rökstyðja, um að við séum að fara að tala KR upp út af fortíð okkar. En við erum alveg heiðarlegir þegar við segjum að þeir hafa hrifið okkur mjög mikið í ár,“ segir Pavel sem líkt og Helgi vann ófáa titla með KR á sínum tíma. KR-ingar heillað og stýrt sínum leikjum „Það sem hefur heillað mann mest við KR er að sem heild þá stýra þeir öllum leikjum sem þeir hafa verið í. Alla vega á löngum köflum. Þeir hafa verið í bílstjórasætinu og stýrt þessu nánast frá A til Ö, þó þeir hafi tapað á móti Stjörnunni. Það heillar mann við KR-ingana,“ segir Helgi en KR hefur unnið Tindastól og Þór Þorlákshöfn, og tapað með eins stigs mun gegn Stjörnunni þar sem tvö vítaskot KR fóru forgörðum í lokin. Álftnesingar eru án stiga eftir fyrstu þrjá leikina og Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar ætla eflaust að bæta úr því í kvöld.vísir/Anton „Þeir [KR-ingar] hafa sýnt okkur meira en við áttum von á fyrir tímabilið. Sýnt hliðar sem maður átti ekki von á að sjá,“ sagði Pavel og Helgi samsinnti því: „Maður vissi náttúrulega ekki hvernig liðið stæði fyrir tímabilið en við höfum talað um hve þessir erlendu leikmenn hafa smollið vel inn í þetta. Nim [Nimrod Hilliard] er þar fremstur í flokki. Stöðugastur og hefur stýrt þessu vel. En maður trúir líka bara öllu sem þeir eru að gera. Varnarlega virka þeir aktívir og hreyfa sig vel, og sóknarlega hefur þetta verið nokkuð smurt.“ Stemning í Vesturbæ og harður leikur í kortunum Pavel og Helgi eru hins vegar enn spenntari að sjá hvernig Álftanes mætir til leiks. „Helsta ástæðan fyrir því að við veljum þennan leik er Álftanes, og staðan sem þeir eru komnir í núna eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Tveimur þeirra í framlengingu. Þetta hefur verið mjög jafnt en þeim hefur ekki tekist að sigra. Ástæðan fyrir því að við viljum sjá þennan leik er að við búumst við því að Álftanes sé að fara að spila eins konar „playoffs-leik“,“ segir Pavel. „Þeir eru að koma inn í leik sem þeir verða að vinna. Það er ekki langt í að þetta fari að súrna hjá þeim,“ segir Helgi og bætir við: „Mjólkurglasið er búið að standa á borðinu ákveðið lengi og bráðum fer þetta að súrna, nema þeir nái að landa sigri. Ég er ofboðslega spenntur að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik hvað varðar agressjón og orku.“ „Það verður pottþétt stemning í Vesturbænum. Það gengur vel, og það var góð mæting á fyrsta leiknum. Það verður fullt af fólki þarna og ég sé fram á harðari leik en við höfum oft séð í 4. umferð deildarinnar,“ segir Pavel. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla KR UMF Álftanes Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira