Lárus leiðir uppstillingarnefnd Framsóknar í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 14:45 Lárus Sigurður segir fólk geta haft samband vilji það bjóða sig fram fyrir Framsókn. Aðsend Lárus Sigurður Lárusson lögmaður leiðir kjörnefnd í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Framsóknarflokkinn. Með honum í nefndinni eru þau Haukur Logi Karlsson, Fanný Gunnarsdóttir, Ásta Björg Ólafsdóttir, Teitur Erlendsson, Björn Ívar Björnsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir Teitur Erlendsson starfar núna sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra flokksins og oddvita í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Haukur Logi Karlsson er dósent við háskólann að Bifröst, Fanný Gunnarsdóttir sinnti varaþingmennsku fyrir flokkinn 2006 og 2015. Björn Ívar Björnsson er í nefndarmaður í Íbúaráði Vesturbæjar fyrir Framsóknarflokkinn og Unnur Þöll Benediktsdóttir er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í pósti sem sendur var á félagsmenn í morgun kom fram að Framsókn í Reykjavík leiti að öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar kemur einnig fram að framboðsfrestur er til klukkan 22:00 á sunnudag hinn 20. október 2024. Mikill áhugi „Það hefur ekki staðið á viðbrögðunum,“ segir Lárus Sigurður í samtali við fréttastofu um póstinn sem sendur var á félagsmenn. Í síðustu kosningum leiddu Ásmundur Einar Daðason og Lilja Dögg Alfreðsdóttur ráðherrar flokksins lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Þau voru einu þingmenn kjördæmanna sem komust á þing. „Það var kjördæmaþing hjá Reykjavíkurkjördæmunum í gærkvöldi. Það var tvöfalt kjördæmaþing þar sem endurnýjað var kjör kjörnefndarinnar sem ég leiði,“ segir Lárus Sigurður. Kjörnefndin mun stilla upp á lista sem er svo sendur til stjórnar kjördæmasambandanna sem þarf svo að samþykkja listann á sérstöku auka kjördæmaþingi. Lárus gerir ráð fyrir að það verði haldið í kringum 26. eða 27. október. Svo að tími fáist til að klára málið áður en skila þarf framboðunum inn þann 31. október. Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11 Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30 Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Teitur Erlendsson starfar núna sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra flokksins og oddvita í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Haukur Logi Karlsson er dósent við háskólann að Bifröst, Fanný Gunnarsdóttir sinnti varaþingmennsku fyrir flokkinn 2006 og 2015. Björn Ívar Björnsson er í nefndarmaður í Íbúaráði Vesturbæjar fyrir Framsóknarflokkinn og Unnur Þöll Benediktsdóttir er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í pósti sem sendur var á félagsmenn í morgun kom fram að Framsókn í Reykjavík leiti að öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar kemur einnig fram að framboðsfrestur er til klukkan 22:00 á sunnudag hinn 20. október 2024. Mikill áhugi „Það hefur ekki staðið á viðbrögðunum,“ segir Lárus Sigurður í samtali við fréttastofu um póstinn sem sendur var á félagsmenn. Í síðustu kosningum leiddu Ásmundur Einar Daðason og Lilja Dögg Alfreðsdóttur ráðherrar flokksins lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Þau voru einu þingmenn kjördæmanna sem komust á þing. „Það var kjördæmaþing hjá Reykjavíkurkjördæmunum í gærkvöldi. Það var tvöfalt kjördæmaþing þar sem endurnýjað var kjör kjörnefndarinnar sem ég leiði,“ segir Lárus Sigurður. Kjörnefndin mun stilla upp á lista sem er svo sendur til stjórnar kjördæmasambandanna sem þarf svo að samþykkja listann á sérstöku auka kjördæmaþingi. Lárus gerir ráð fyrir að það verði haldið í kringum 26. eða 27. október. Svo að tími fáist til að klára málið áður en skila þarf framboðunum inn þann 31. október.
Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11 Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30 Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11
Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30
Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36