Lárus leiðir uppstillingarnefnd Framsóknar í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 14:45 Lárus Sigurður segir fólk geta haft samband vilji það bjóða sig fram fyrir Framsókn. Aðsend Lárus Sigurður Lárusson lögmaður leiðir kjörnefnd í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Framsóknarflokkinn. Með honum í nefndinni eru þau Haukur Logi Karlsson, Fanný Gunnarsdóttir, Ásta Björg Ólafsdóttir, Teitur Erlendsson, Björn Ívar Björnsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir Teitur Erlendsson starfar núna sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra flokksins og oddvita í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Haukur Logi Karlsson er dósent við háskólann að Bifröst, Fanný Gunnarsdóttir sinnti varaþingmennsku fyrir flokkinn 2006 og 2015. Björn Ívar Björnsson er í nefndarmaður í Íbúaráði Vesturbæjar fyrir Framsóknarflokkinn og Unnur Þöll Benediktsdóttir er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í pósti sem sendur var á félagsmenn í morgun kom fram að Framsókn í Reykjavík leiti að öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar kemur einnig fram að framboðsfrestur er til klukkan 22:00 á sunnudag hinn 20. október 2024. Mikill áhugi „Það hefur ekki staðið á viðbrögðunum,“ segir Lárus Sigurður í samtali við fréttastofu um póstinn sem sendur var á félagsmenn. Í síðustu kosningum leiddu Ásmundur Einar Daðason og Lilja Dögg Alfreðsdóttur ráðherrar flokksins lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Þau voru einu þingmenn kjördæmanna sem komust á þing. „Það var kjördæmaþing hjá Reykjavíkurkjördæmunum í gærkvöldi. Það var tvöfalt kjördæmaþing þar sem endurnýjað var kjör kjörnefndarinnar sem ég leiði,“ segir Lárus Sigurður. Kjörnefndin mun stilla upp á lista sem er svo sendur til stjórnar kjördæmasambandanna sem þarf svo að samþykkja listann á sérstöku auka kjördæmaþingi. Lárus gerir ráð fyrir að það verði haldið í kringum 26. eða 27. október. Svo að tími fáist til að klára málið áður en skila þarf framboðunum inn þann 31. október. Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11 Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30 Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Teitur Erlendsson starfar núna sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra flokksins og oddvita í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Haukur Logi Karlsson er dósent við háskólann að Bifröst, Fanný Gunnarsdóttir sinnti varaþingmennsku fyrir flokkinn 2006 og 2015. Björn Ívar Björnsson er í nefndarmaður í Íbúaráði Vesturbæjar fyrir Framsóknarflokkinn og Unnur Þöll Benediktsdóttir er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í pósti sem sendur var á félagsmenn í morgun kom fram að Framsókn í Reykjavík leiti að öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar kemur einnig fram að framboðsfrestur er til klukkan 22:00 á sunnudag hinn 20. október 2024. Mikill áhugi „Það hefur ekki staðið á viðbrögðunum,“ segir Lárus Sigurður í samtali við fréttastofu um póstinn sem sendur var á félagsmenn. Í síðustu kosningum leiddu Ásmundur Einar Daðason og Lilja Dögg Alfreðsdóttur ráðherrar flokksins lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Þau voru einu þingmenn kjördæmanna sem komust á þing. „Það var kjördæmaþing hjá Reykjavíkurkjördæmunum í gærkvöldi. Það var tvöfalt kjördæmaþing þar sem endurnýjað var kjör kjörnefndarinnar sem ég leiði,“ segir Lárus Sigurður. Kjörnefndin mun stilla upp á lista sem er svo sendur til stjórnar kjördæmasambandanna sem þarf svo að samþykkja listann á sérstöku auka kjördæmaþingi. Lárus gerir ráð fyrir að það verði haldið í kringum 26. eða 27. október. Svo að tími fáist til að klára málið áður en skila þarf framboðunum inn þann 31. október.
Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11 Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30 Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11
Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30
Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36