„Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2024 11:35 B-2 Spirit eru dýrustu sprengjuþotur heims. Þær eru hannaðar til að sjást illa á ratsjám og geta borið kjarnorkuvopn. AP/Whitney Erhart Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að þær séu notaðar gegn Hútum. Tvær B-2 voru notaðar til að varpa sprengjum á fimm skotmörk í Jemen. Í yfirlýsingu frá Llaoyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að um hafi verið að ræða fimm styrkt neðanjarðarbyrgi sem Hútar hafi notað sem vopnageymslur. „Þetta var einstök sýning á getu Bandaríkjanna í að gera árásir á skotmörk sem andstæðingar okkar vilja halda utan færis, sama hversu djúpt þau skotmörk eru niður grafin eða styrkt,“ segir Austin í yfirlýsingunni. Ráðherrann segir einnig að yfirvöld Í Bandaríkjunum muni ekki hika við að verja líf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra og tryggja siglingafrelsi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fréttamiðlar Húta hafi sagt frá loftárásum nærri Sanaa, höfuðborg Jemen, og nærri Saada, en engar upplýsingar liggi fyrir um hvernig loftárásirnar heppnuðust. Í annarri yfirlýsingu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu, segir að umræddar vopnageymslur hafi hýst vopn sem notuð hafi verið gegn herskipum og fraktskipum á Rauðahafi og Adenflóa. Þá segir einni að verið sé að leggja mat á skemmdirnar sem árásirnar ollu og að ekkert bendi til mannfalls meðal óbreyttra borgara. U.S. Central Command Conducts Multiple Strikes on Underground Iran-Backed Houthi Weapons Facilities pic.twitter.com/6YjQRVFvSD— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 17, 2024 Loftárásirnar hafi verið gerðar til að draga úr getu Húta til að gera fleiri árásir og auka öryggi áhafna skipa sem siglt er þar um og bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu. Er þar verið að vísa til Ísrael. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október í fyrra hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah í Líbanon, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Hútar hafa skotið á að minnsta kosti áttatíu skip, hertekið eitt fraktskip, sökkt tveimur og banað fjórum sjómönnum í þessum árásum. Þeir hafa einni skotið eldflaugum að Ísrael á undanförnum mánuðum, sem hefur verið svarað með loftárásum frá Ísrael. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárásir á Jemen Notkun B-2 sprengjuvélanna er talið eiga einnig að senda klerkastjórn Íran skilaboð. Slíkar herþotur yrðu notaðar til árása á kjarnorkustöðvar í Íran, þar sem þær eru einu sprengjuvélarnar sem geta varpað sprengjum sem kallast GBU-57 og eru sérstaklega hannaðar til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum djúpt í jörðu. Greinendastofnunin International Institute for Strategic Studies, eða IISS, birti í apríl greiningu um að Hútar notuðust við gömul neðanjarðarbyrgi sem byggð hefur verið nærri Sanaa af einræðisherranum Ali Abdullah Saleh, þegar hann stjórnaði Jemen í 33 ár. Þessi byrgi og göng, sem hefðu á árum áður hýst Scud-stýriflaugar, hefðu verið gerðar upp af Hútum. Þeir hafi sömuleiðis grafið eigin göng og byrgi nærri Saada. Jemen Bandaríkin Hernaður Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að þær séu notaðar gegn Hútum. Tvær B-2 voru notaðar til að varpa sprengjum á fimm skotmörk í Jemen. Í yfirlýsingu frá Llaoyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að um hafi verið að ræða fimm styrkt neðanjarðarbyrgi sem Hútar hafi notað sem vopnageymslur. „Þetta var einstök sýning á getu Bandaríkjanna í að gera árásir á skotmörk sem andstæðingar okkar vilja halda utan færis, sama hversu djúpt þau skotmörk eru niður grafin eða styrkt,“ segir Austin í yfirlýsingunni. Ráðherrann segir einnig að yfirvöld Í Bandaríkjunum muni ekki hika við að verja líf Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra og tryggja siglingafrelsi. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að fréttamiðlar Húta hafi sagt frá loftárásum nærri Sanaa, höfuðborg Jemen, og nærri Saada, en engar upplýsingar liggi fyrir um hvernig loftárásirnar heppnuðust. Í annarri yfirlýsingu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu, segir að umræddar vopnageymslur hafi hýst vopn sem notuð hafi verið gegn herskipum og fraktskipum á Rauðahafi og Adenflóa. Þá segir einni að verið sé að leggja mat á skemmdirnar sem árásirnar ollu og að ekkert bendi til mannfalls meðal óbreyttra borgara. U.S. Central Command Conducts Multiple Strikes on Underground Iran-Backed Houthi Weapons Facilities pic.twitter.com/6YjQRVFvSD— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 17, 2024 Loftárásirnar hafi verið gerðar til að draga úr getu Húta til að gera fleiri árásir og auka öryggi áhafna skipa sem siglt er þar um og bandamanna Bandaríkjanna á svæðinu. Er þar verið að vísa til Ísrael. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október í fyrra hafa Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran eins og Hamas og Hezbollah í Líbanon, gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Hútar hafa skotið á að minnsta kosti áttatíu skip, hertekið eitt fraktskip, sökkt tveimur og banað fjórum sjómönnum í þessum árásum. Þeir hafa einni skotið eldflaugum að Ísrael á undanförnum mánuðum, sem hefur verið svarað með loftárásum frá Ísrael. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárásir á Jemen Notkun B-2 sprengjuvélanna er talið eiga einnig að senda klerkastjórn Íran skilaboð. Slíkar herþotur yrðu notaðar til árása á kjarnorkustöðvar í Íran, þar sem þær eru einu sprengjuvélarnar sem geta varpað sprengjum sem kallast GBU-57 og eru sérstaklega hannaðar til að granda styrktum neðanjarðarbyrgjum djúpt í jörðu. Greinendastofnunin International Institute for Strategic Studies, eða IISS, birti í apríl greiningu um að Hútar notuðust við gömul neðanjarðarbyrgi sem byggð hefur verið nærri Sanaa af einræðisherranum Ali Abdullah Saleh, þegar hann stjórnaði Jemen í 33 ár. Þessi byrgi og göng, sem hefðu á árum áður hýst Scud-stýriflaugar, hefðu verið gerðar upp af Hútum. Þeir hafi sömuleiðis grafið eigin göng og byrgi nærri Saada.
Jemen Bandaríkin Hernaður Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Netanyahu heitir hefndum Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina. 1. október 2024 23:23