Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 18:14 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm „Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“ Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Vísi um Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur gagnrýndi Orkuveituna á fimmtudaginn í viðtali við Ríkisútvarpið en þar sagði hún Carbfix vera áhættuatriði fyrir skattgreiðendur. Hún vísaði til óvissu um framtíð Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, í Straumsvík eftir að ákveðið var að verkefnið færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Verkefnið stefnir á að dæla niður koldíoxíð niður í berggrunninn steinsnar frá Völlunum. Ósammála um kjarnahlutverk félagsins Í frétt RÚV um málið kom fram að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Hildur sagði að Orkuveitan væri komin langt út fyrir hlutverk fyrirtækisins með því að starfrækja Carbfix. Orkuveitan gerði athugasemd við staðhæfingar oddvitans í gær og bendi á að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. Einnig var tekið fram að í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildið árið 2014 að fyrirtæki og dótturfélög Orkuveitunnar stundi ekki einungis vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjaranstarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Rekstur Orkuveitunnar blásið út Spurð hvers vegna hún hafi sagt Orkuveituna vera komna út fyrir hlutverk sitt með Carbfix þó að starfsemin falli undir lögin frá árinu 2014 segir Hildur: „Það var auðvitað bara lagabreyting sem var sérstaklega sniðin að Carbfix-verkefninu. Það má auðvitað taka ákvörðun um að draga það til baka en það er engin sérstök þörf á því. Það er auðvitað bara algjörlega augljóst mál að kjarnahlutverk Orkuveitu Reykjavíkur, sem er fyrirtæki í opinberri eigu sem á að þjóna hagsmunum borgarbúa, sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Staðan er bara sú að á undanförnum árum hefur rekstur Orkuveitunnar blásið út. Við höfum lýst margoft þeirri skoðun að það sé löngu tímabært að stíga á bremsuna í rekstrinum og leita aftur kjarnans.“ Starfseminni fylgi áhætta Hildur setur þann fyrirvara á að hún sé þó jákvæð gagnvart verkefnum Carbfix og nefnir að þar starfi úrvalshópur vísindamanna og hæfileikafólks sem standi sig vel í sínu starfi. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst bara um hvort að verkefnið eigi að vera í höndum hins opinbera og hvort við eigum að taka áhættu með skattfé almennings. Að mínu mati er það alveg skýrt að þetta verkefni færi mun betur í höndum fjárfesta.“ Hildur ítrekar að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina lánað heilmikið fé til Carbfix og að því fylgi áhætta. Hún segir fráleitt að halda öðru fram. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda.“ Borgarstjórn Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Vísi um Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur gagnrýndi Orkuveituna á fimmtudaginn í viðtali við Ríkisútvarpið en þar sagði hún Carbfix vera áhættuatriði fyrir skattgreiðendur. Hún vísaði til óvissu um framtíð Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, í Straumsvík eftir að ákveðið var að verkefnið færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Verkefnið stefnir á að dæla niður koldíoxíð niður í berggrunninn steinsnar frá Völlunum. Ósammála um kjarnahlutverk félagsins Í frétt RÚV um málið kom fram að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Hildur sagði að Orkuveitan væri komin langt út fyrir hlutverk fyrirtækisins með því að starfrækja Carbfix. Orkuveitan gerði athugasemd við staðhæfingar oddvitans í gær og bendi á að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. Einnig var tekið fram að í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildið árið 2014 að fyrirtæki og dótturfélög Orkuveitunnar stundi ekki einungis vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjaranstarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Rekstur Orkuveitunnar blásið út Spurð hvers vegna hún hafi sagt Orkuveituna vera komna út fyrir hlutverk sitt með Carbfix þó að starfsemin falli undir lögin frá árinu 2014 segir Hildur: „Það var auðvitað bara lagabreyting sem var sérstaklega sniðin að Carbfix-verkefninu. Það má auðvitað taka ákvörðun um að draga það til baka en það er engin sérstök þörf á því. Það er auðvitað bara algjörlega augljóst mál að kjarnahlutverk Orkuveitu Reykjavíkur, sem er fyrirtæki í opinberri eigu sem á að þjóna hagsmunum borgarbúa, sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Staðan er bara sú að á undanförnum árum hefur rekstur Orkuveitunnar blásið út. Við höfum lýst margoft þeirri skoðun að það sé löngu tímabært að stíga á bremsuna í rekstrinum og leita aftur kjarnans.“ Starfseminni fylgi áhætta Hildur setur þann fyrirvara á að hún sé þó jákvæð gagnvart verkefnum Carbfix og nefnir að þar starfi úrvalshópur vísindamanna og hæfileikafólks sem standi sig vel í sínu starfi. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst bara um hvort að verkefnið eigi að vera í höndum hins opinbera og hvort við eigum að taka áhættu með skattfé almennings. Að mínu mati er það alveg skýrt að þetta verkefni færi mun betur í höndum fjárfesta.“ Hildur ítrekar að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina lánað heilmikið fé til Carbfix og að því fylgi áhætta. Hún segir fráleitt að halda öðru fram. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda.“
Borgarstjórn Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira