Skoðun

Hingað og ekki lengra. En hvað svo?

Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar

Þingmaður sjálfstæðisflokksins birti grein í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni „Hingað og ekki lengra“. Þar fer hann ófögrum orðum um að langlundargeð hans sé endanlega þrotið gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu. Að framganga VG sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn. Vísar hann í þeim efnum til landsfundar VG um liðna helgi þar sem stjórnarályktun landsfundarins var samþykkt sem segir orðrétt: „Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telur landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem við blasa á félagslegum grunni. Jafnframt telur fundurinn að ganga verði til kosninga með vorinu.“

Lýkur þingmaðurinn svo greinarskrifum sínum með orðunum: „Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk.

En hvað svo? Jú hingað og ekki lengra skrifaði þingmaðurinn. En hvað svo?

Ég var spurð að því um daginn hvort það hafi verið erfið ákvörðun að ganga til liðs við Miðflokkinn á sínum tíma? Ég varð smá hugsi. Staldraði aðeins við. Því ég var ekki minnug þess að það hafi verið erfið ákvörðun. Ég hafði einfaldlega verið að fylgja eftir minni eigin sannfæringu. Líkt og ég var alin upp við.

Vissulega getur það hinsvegar krafist kjarks, dug og þor að fylgja eftir sinni eigin sannfæringu líkt og einkenndi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, þar sem þjóðin barðist fyrir fullveldi sínu í krafti sannfæringar sinnar.

En hvar er kjarkur sjálfstæðismanna? Eflaust einhvers staðar flögrandi um með Lóunni.

Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.




Skoðun

Sjá meira


×