Fjölgun lóða, hér er leiðin! Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. október 2024 07:31 Þann 23. febrúar 2022 flutti ég eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum.“ Greinargerð: Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slík svæði séu til staðar til framtíðar.“ Óskað var eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar um tillöguna sem svo var tekið fyrir á fundi þann 12. apríl sama ár og gefur góða mynd af stöðunni. Þeirri stöðu hef ég oft og ítrekað haldið á lofti í umræðunni um húsnæðismál á síðustu árum. Umrætt minnisblað fylgir hér greininni. Allt þetta hefur svo verið staðfest margoft og nú síðast á stórum fundi sem ég hélt um húsnæðismál og áhrif þeirri á efnahagsmálin til lengri og skemmri tíma í Bæjarbíói þann 14. ágúst síðastliðinn. Þar komu til mín fulltrúar frá iðnaðinum, stjórnsýslunni, fjármálakerfinu og verkalýðshreyfingunni. Niðurstaðan: okkur fjölgar meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, það þarf að byggja meira og það þarf að fjölga lóðum til að ná því markmiði. Þrátt fyrir að aldrei í sögunni hafi verið byggt meira af íbúðum en á árunum 2019-2024, þá þarf að byggja meira. Það er því ánægjulegt, fyrir mig alveg sérstaklega, að stöðugt sé að fjölga í þeim hópi sem áttar sig á þeirri stöðu. Hún er vond til framtíðar og það sýna okkur allar tölur. Í mínum huga má alveg segja með réttu að Seðlabankinn hafi hlaðið í snjóhengju kynslóða sem ekki komast út á markaðinn með sinni vaxtastefnu og hertum lánþegaskilyrðum. Sú stefna hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á bæði húsbyggjendur og væntanlega kaupendur. Frumvarp lagt fyrir Alþingi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er um margt mjög gott. Það sameinar sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu í þeirri sýn og því markmiði að tryggja náið samstarf um skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins til ársins 2040. Það er mikilvægt, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. En forsendur hafa breyst og nægir þar að nefna fólksfjölgun. Slíkt kallar á endurskoðun. Best væri ef sveitarfélögin hættu að tala og kæmu sér strax saman um endurskoðun vaxtamarka svæðisskipulagsins. Eins og staðan er í dag, þá er nóg að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir slíka skynsamlega útvíkkun vaxtamarka svo hægt sé að bregðast við þeirri þróun sem hér hefur átt sér stað á síðustu árum. Þrátt fyrir að vona það besta, þá tel ég erfitt að treysta á slíka samstöðu og hef því lagt fram frumvarp þess efnis að sveitarfélag eins og t.d. Hafnarfjörður, sem er í þeirri stöðu sem blasað hefur við frá árinu 2022 að allt byggingarland innan vaxtamarka til ársins 2040 er að klárast (sjá meðfylgjandi minnisblað), geti sótt um undanþágu á svæðisskipulaginu til þess að byggja húsnæði í ástandi þar sem m.a. ríkir húsnæðisskortur. Þetta mál hefur verið lengi í vinnslu og óskað var eftir meðflutningi úr öllum flokkum á þingi í fyrri hluta septembermánaðar. Ég hef því bæði flutt tillögu sem bæjarstjórnarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem mér gafst ekki nægur tími til að fylgja henni þar eftir og kem nú fram með frumvarp sem þingmaður til að leysa þessi mál til framtíðar. Ég tel að frumvarpið sé mjög gott og brýnt, sérstaklega við núverandi aðstæður, en ekki er loku fyrir það skotið að í meðförum þingsins verði gerðar breytingar á frumvarpinu komi fram tillögur til hins betra, enda er markmið þess eitt og er alveg skýrt. Það þarf að byggja meira, við þurfum að byggja fyrir venjulegt fólk og tryggja það að við, til framtíðar, komumst úr vítahring hárrar verðbólgu og vaxta vegna áskorana á húsnæðismarkaði. Þar þurfa öll sveitarfélög að hafa svigrúm og getu til að taka þátt. Húsnæðismál eru risavaxið efnahagsmál sem þola enga bið. Frumvarpið læt ég fylgja hér með til frekari skoðunar, en flutningsmenn þess eru auk mín aðrir þingmenn Framsóknar og þingmenn Miðflokksins. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hér má sjá frumvarpið. Tengd skjöl Minnisblaðhfj2022PDF921KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Jarða- og lóðamál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar 2022 flutti ég eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum.“ Greinargerð: Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slík svæði séu til staðar til framtíðar.“ Óskað var eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar um tillöguna sem svo var tekið fyrir á fundi þann 12. apríl sama ár og gefur góða mynd af stöðunni. Þeirri stöðu hef ég oft og ítrekað haldið á lofti í umræðunni um húsnæðismál á síðustu árum. Umrætt minnisblað fylgir hér greininni. Allt þetta hefur svo verið staðfest margoft og nú síðast á stórum fundi sem ég hélt um húsnæðismál og áhrif þeirri á efnahagsmálin til lengri og skemmri tíma í Bæjarbíói þann 14. ágúst síðastliðinn. Þar komu til mín fulltrúar frá iðnaðinum, stjórnsýslunni, fjármálakerfinu og verkalýðshreyfingunni. Niðurstaðan: okkur fjölgar meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, það þarf að byggja meira og það þarf að fjölga lóðum til að ná því markmiði. Þrátt fyrir að aldrei í sögunni hafi verið byggt meira af íbúðum en á árunum 2019-2024, þá þarf að byggja meira. Það er því ánægjulegt, fyrir mig alveg sérstaklega, að stöðugt sé að fjölga í þeim hópi sem áttar sig á þeirri stöðu. Hún er vond til framtíðar og það sýna okkur allar tölur. Í mínum huga má alveg segja með réttu að Seðlabankinn hafi hlaðið í snjóhengju kynslóða sem ekki komast út á markaðinn með sinni vaxtastefnu og hertum lánþegaskilyrðum. Sú stefna hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á bæði húsbyggjendur og væntanlega kaupendur. Frumvarp lagt fyrir Alþingi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er um margt mjög gott. Það sameinar sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu í þeirri sýn og því markmiði að tryggja náið samstarf um skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins til ársins 2040. Það er mikilvægt, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. En forsendur hafa breyst og nægir þar að nefna fólksfjölgun. Slíkt kallar á endurskoðun. Best væri ef sveitarfélögin hættu að tala og kæmu sér strax saman um endurskoðun vaxtamarka svæðisskipulagsins. Eins og staðan er í dag, þá er nóg að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir slíka skynsamlega útvíkkun vaxtamarka svo hægt sé að bregðast við þeirri þróun sem hér hefur átt sér stað á síðustu árum. Þrátt fyrir að vona það besta, þá tel ég erfitt að treysta á slíka samstöðu og hef því lagt fram frumvarp þess efnis að sveitarfélag eins og t.d. Hafnarfjörður, sem er í þeirri stöðu sem blasað hefur við frá árinu 2022 að allt byggingarland innan vaxtamarka til ársins 2040 er að klárast (sjá meðfylgjandi minnisblað), geti sótt um undanþágu á svæðisskipulaginu til þess að byggja húsnæði í ástandi þar sem m.a. ríkir húsnæðisskortur. Þetta mál hefur verið lengi í vinnslu og óskað var eftir meðflutningi úr öllum flokkum á þingi í fyrri hluta septembermánaðar. Ég hef því bæði flutt tillögu sem bæjarstjórnarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem mér gafst ekki nægur tími til að fylgja henni þar eftir og kem nú fram með frumvarp sem þingmaður til að leysa þessi mál til framtíðar. Ég tel að frumvarpið sé mjög gott og brýnt, sérstaklega við núverandi aðstæður, en ekki er loku fyrir það skotið að í meðförum þingsins verði gerðar breytingar á frumvarpinu komi fram tillögur til hins betra, enda er markmið þess eitt og er alveg skýrt. Það þarf að byggja meira, við þurfum að byggja fyrir venjulegt fólk og tryggja það að við, til framtíðar, komumst úr vítahring hárrar verðbólgu og vaxta vegna áskorana á húsnæðismarkaði. Þar þurfa öll sveitarfélög að hafa svigrúm og getu til að taka þátt. Húsnæðismál eru risavaxið efnahagsmál sem þola enga bið. Frumvarpið læt ég fylgja hér með til frekari skoðunar, en flutningsmenn þess eru auk mín aðrir þingmenn Framsóknar og þingmenn Miðflokksins. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hér má sjá frumvarpið. Tengd skjöl Minnisblaðhfj2022PDF921KBSækja skjal
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar