Tími er ekki óþrjótandi auðlind Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 7. október 2024 10:30 Genfaryfirlýsingin, Salamancayfirlýsingin, samningar Sameinuðu þjóðanna, íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eru allt vegvísar í íslensku skólakerfi ásamt mörgu öðru. Skýr menntastefna og allt það sem hér að framan hefur verið talið upp virðist ekki vera nóg því regluverkinu er ekki fylgt eftir. Fjárframlög sem áttu að fylgja Skóla án aðgreiningar komu aldrei í þeirri mynd sem þurfti til að framfylgja stefnunni. Þetta gap sem hefur myndast hefur aldrei verið fylgt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nefnir í nýlegri grein sinni í Morgunblaðinu að menntun sé blessunarlega komin á dagskrá eftir allt of langa kyrrstöðu. Menntun hefur alltaf verið á dagskrá en greinilega ekki hjá þeim aðilum sem halda um stjórnartaumana. Kennarar hafa alla tíð verið tilbúnir til samtals um menntamál og bent á leiðir til úrbóta. Kennarar hafa reynt að hrópa af hæstu hæðum til að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og bent á hvert stefnir í menntamálum. Hlutirnir hafa raungerst eins og kennarar óttuðust en það hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr ef hlustað hefði verið á kennara. Við eigum flotta krakka og metnaðarfulla kennarastétt. Við viljum gera vel. Hvers vegna eru þá þessar brotalamir í íslensku menntakerfi ? Vandinn er margþættur og búinn að fá að gerjast lengi en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það virðingarleysi. Við horfum oft til finnska menntakerfisins því það hefur verið talið skara fram úr. Kennsluhættir þeirra eru sambærilegir okkar en það sem er ólíkt er sú virðing sem borin er fyrir skólakerfinu í löndunum. Finnskir kollegar okkar hafa nefnt það þegar þeir hafa heimsótt okkur að þeir greini þetta agaleysi. Agaleysið er ekki búið til í skólunum, það kemur frá heimilunum og inn í skólana. Því miður þá fer stór hluti tíma íslenskra kennara í það að leiðbeina börnum sem kunna ekki að hegða sér innan um aðra og ganga ítrekað á rétt annarra til náms. Flóknustu nemendurnir eiga oft flóknustu foreldrana. Þessir foreldrar eru oft gamlir nemendur sem fengu ekki þjónustu við hæfi því hún var ekki til staðar í kerfinu og boltinn heldur áfram að rúlla. Snemmtæk íhlutun er töfrasprotinn sem hefur verið laskaður of lengi. Við þurfum heildræna nálgun sem tekur til alls samfélagsins. Tími er ekki óþrjótandi auðlind og hver dagur er mikilvægur í lífi einstaklings. Ég hef verið spurð að því af nemanda hvort ég eigi ríkan mann. Þessi nemandi í grunnskóla taldi að ég gæti eflaust ekki lifað af launum mínum nema eiga ríkan mann. Nemendur hafa einnig sagt við mig þegar ég hef rætt mikilvægi menntunar að það skipti ekki máli að mennta sig því þeir geti alveg fengið hærri laun en ég ómenntaðir. 5. október er Alþjóðlegur dagur kennara og ég er stolt af því að tilheyra stétt fólks sem brennur fyrir starfi sínu. Flestir kennarar hafa fagmennskuna að leiðarljósi. Er ekki kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók svo að íslenskt menntakerfi hrynji ekki. Kennarar eru samningslausir og löngu orðið tímabært að semja þannig við þá að þeir geti lifað af laununum sínum og það verði eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Eins er löngu orðið tímabært að kennarar fái þau verkfæri í hendur sem geta hjálpað þeim að halda uppi aga og uppfyllt réttindi barna til náms í stað þess að eyða stórum hluta tíma síns í að sinna agamálum. Æska barnanna er núna, tími kennara er núna. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Genfaryfirlýsingin, Salamancayfirlýsingin, samningar Sameinuðu þjóðanna, íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eru allt vegvísar í íslensku skólakerfi ásamt mörgu öðru. Skýr menntastefna og allt það sem hér að framan hefur verið talið upp virðist ekki vera nóg því regluverkinu er ekki fylgt eftir. Fjárframlög sem áttu að fylgja Skóla án aðgreiningar komu aldrei í þeirri mynd sem þurfti til að framfylgja stefnunni. Þetta gap sem hefur myndast hefur aldrei verið fylgt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nefnir í nýlegri grein sinni í Morgunblaðinu að menntun sé blessunarlega komin á dagskrá eftir allt of langa kyrrstöðu. Menntun hefur alltaf verið á dagskrá en greinilega ekki hjá þeim aðilum sem halda um stjórnartaumana. Kennarar hafa alla tíð verið tilbúnir til samtals um menntamál og bent á leiðir til úrbóta. Kennarar hafa reynt að hrópa af hæstu hæðum til að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og bent á hvert stefnir í menntamálum. Hlutirnir hafa raungerst eins og kennarar óttuðust en það hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr ef hlustað hefði verið á kennara. Við eigum flotta krakka og metnaðarfulla kennarastétt. Við viljum gera vel. Hvers vegna eru þá þessar brotalamir í íslensku menntakerfi ? Vandinn er margþættur og búinn að fá að gerjast lengi en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það virðingarleysi. Við horfum oft til finnska menntakerfisins því það hefur verið talið skara fram úr. Kennsluhættir þeirra eru sambærilegir okkar en það sem er ólíkt er sú virðing sem borin er fyrir skólakerfinu í löndunum. Finnskir kollegar okkar hafa nefnt það þegar þeir hafa heimsótt okkur að þeir greini þetta agaleysi. Agaleysið er ekki búið til í skólunum, það kemur frá heimilunum og inn í skólana. Því miður þá fer stór hluti tíma íslenskra kennara í það að leiðbeina börnum sem kunna ekki að hegða sér innan um aðra og ganga ítrekað á rétt annarra til náms. Flóknustu nemendurnir eiga oft flóknustu foreldrana. Þessir foreldrar eru oft gamlir nemendur sem fengu ekki þjónustu við hæfi því hún var ekki til staðar í kerfinu og boltinn heldur áfram að rúlla. Snemmtæk íhlutun er töfrasprotinn sem hefur verið laskaður of lengi. Við þurfum heildræna nálgun sem tekur til alls samfélagsins. Tími er ekki óþrjótandi auðlind og hver dagur er mikilvægur í lífi einstaklings. Ég hef verið spurð að því af nemanda hvort ég eigi ríkan mann. Þessi nemandi í grunnskóla taldi að ég gæti eflaust ekki lifað af launum mínum nema eiga ríkan mann. Nemendur hafa einnig sagt við mig þegar ég hef rætt mikilvægi menntunar að það skipti ekki máli að mennta sig því þeir geti alveg fengið hærri laun en ég ómenntaðir. 5. október er Alþjóðlegur dagur kennara og ég er stolt af því að tilheyra stétt fólks sem brennur fyrir starfi sínu. Flestir kennarar hafa fagmennskuna að leiðarljósi. Er ekki kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók svo að íslenskt menntakerfi hrynji ekki. Kennarar eru samningslausir og löngu orðið tímabært að semja þannig við þá að þeir geti lifað af laununum sínum og það verði eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Eins er löngu orðið tímabært að kennarar fái þau verkfæri í hendur sem geta hjálpað þeim að halda uppi aga og uppfyllt réttindi barna til náms í stað þess að eyða stórum hluta tíma síns í að sinna agamálum. Æska barnanna er núna, tími kennara er núna. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun