Mennt er máttur Úlfar Darri Lúthersson skrifar 30. september 2024 08:32 Tilgangur Menntakerfisins er að undirbúa fólk fyrir veruleikann sem bíður þeirra að námi loknu. Það er mikilvægt að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takt við þarfir samtímans og framtíðarinnar. Við í Ungri Framsókn í Kraganum leggjum sérstaka áherslu á nýsköpun, stafræna tækni og félagsfærni í skólastarfi, sem hluta af okkar stefnumótun í menntamálum. Við viljum sjá menntakerfi sem ekki aðeins býr nemendur undir hefðbundin störf heldur gefur þeim verkfæri til að hugsa skapandi, nýta tæknina og tengjast betur samfélaginu. Skapandi og þverfagleg kennsla Ein af lykiláherslum okkar er að innleiða nýsköpunarkennslu í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Með því að bæta skapandi og þverfaglegum námskeiðum inn í námskrána gefst nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum sem krefjast skapandi hugsunar og lausnaleitar. Aukið val í námi veitir nemendum tækifæri til að efla hæfileika sína, leggja grunn að farsælli framtíð og leggja sitt að mörkum í þróun á samfélaginu. Skapandi greinar verða valfög sem nemendur geta valið, sem ekki aðeins eykur áhuga þeirra á námi heldur tengir saman mismunandi greinar á áhrifaríkan hátt. Með því að tengja bóklegar greinar við skapandi ferla stuðlum við að betri árangri nemenda, bæði faglega og persónulega. Notkun stafrænnar tækni Tækni er bæði nútíðin og framtíðin. Tæknin er komin til að vera og skólasamfélagið þarf að líta á hana sem tól en ekki ógn. Á tímum örra tækniframfara skiptir miklu máli að kennsla taki mið af þeim möguleikum sem tæknin býður upp á. Við viljum sjá aukna nýtingu stafrænnar tækni í kennslu, þar sem nemendur læra að leysa flókin vandamál með skapandi og lausnamiðuðum verkefnum. Forrit og stafræn verkfæri ættu að vera hluti af daglegu skólastarfi, hvort sem er í kennslustofunni eða heima, og stuðla þannig að samfellu í námi og frekara sjálfsnámi nemenda. Tungumálakennsla og fjölbreytileiki Íslenskt samfélag er fjölbreytt og við viljum viðhalda þeim jákvæða þætti samfélagsins. Samskiptahæfni er grunnur velferðar. Íslenska tungumálið ýtir undir velgengni í íslenska kerfinu og efling íslenskukennslu er stór þáttur í því að veita fólki jöfn tækifæri í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykill að alþjóðlegri þátttöku og samkeppnishæfni. Við leggjum áherslu á eflingu tungumálanáms, bæði í íslensku og erlendum tungumálum. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegan vinnumarkað, á sama tíma og við varðveitum íslenska tungu og menningu. Stuðningur við nemendur með sérþarfir Jafnrétti til menntunar er grundvallarmál. Við leggjum áherslu á að nemendur með sérþarfir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í námi. Með aukinni sérkennslu og einstaklingsmiðaðri námsáætlun viljum við tryggja að allir nemendur geti þroskað hæfileika sína og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Samstarf við atvinnulífið Tengsl við atvinnulífið eru lykilatriði til að tryggja að menntakerfið mæti þörfum vinnumarkaðarins. Við viljum sjá aukið samstarf milli skóla og fyrirtækja, þar sem nemendur fá tækifæri til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar. Slíkt samstarf mun styrkja hæfni nemenda og undirbúa þá betur fyrir framtíðarstörf. Aðgengi að menntun fyrir alla Lykilmarkmið okkar er að tryggja að allir nemendur, óháð bakgrunni eða búsetu, hafi jöfn tækifæri til menntunar. Við viljum auka stuðning við nemendur úr efnaminni fjölskyldum með námsstyrkjum og tryggja betra aðgengi að menntun í dreifbýli. Menntun sem eflir einstaklinginn Við leggjum einnig áherslu á persónulega námsráðgjöf fyrir nemendur, þar sem stuðningur og leiðbeiningar geta gert þeim kleift að finna réttu námsleiðina. Einnig viljum við efla félagsfærni og samskipti nemenda í gegnum tómstundastarf og að skapa jákvætt skólaumhverfi þar sem geðheilsa og vellíðan eru í forgrunni. Með þessum aðgerðum tryggjum við að menntakerfið verði framtíðarvænt, fjölbreytt og aðgengilegt öllum. Við í Ungri Framsókn í Kraganum trúum því að með öflugri menntun verði til öflugra samfélag. Við í Ungri Framsókn í Kraganum hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfiokkar að hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum Höfundur er varaformaður ung Framsókn í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Tilgangur Menntakerfisins er að undirbúa fólk fyrir veruleikann sem bíður þeirra að námi loknu. Það er mikilvægt að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takt við þarfir samtímans og framtíðarinnar. Við í Ungri Framsókn í Kraganum leggjum sérstaka áherslu á nýsköpun, stafræna tækni og félagsfærni í skólastarfi, sem hluta af okkar stefnumótun í menntamálum. Við viljum sjá menntakerfi sem ekki aðeins býr nemendur undir hefðbundin störf heldur gefur þeim verkfæri til að hugsa skapandi, nýta tæknina og tengjast betur samfélaginu. Skapandi og þverfagleg kennsla Ein af lykiláherslum okkar er að innleiða nýsköpunarkennslu í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Með því að bæta skapandi og þverfaglegum námskeiðum inn í námskrána gefst nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum sem krefjast skapandi hugsunar og lausnaleitar. Aukið val í námi veitir nemendum tækifæri til að efla hæfileika sína, leggja grunn að farsælli framtíð og leggja sitt að mörkum í þróun á samfélaginu. Skapandi greinar verða valfög sem nemendur geta valið, sem ekki aðeins eykur áhuga þeirra á námi heldur tengir saman mismunandi greinar á áhrifaríkan hátt. Með því að tengja bóklegar greinar við skapandi ferla stuðlum við að betri árangri nemenda, bæði faglega og persónulega. Notkun stafrænnar tækni Tækni er bæði nútíðin og framtíðin. Tæknin er komin til að vera og skólasamfélagið þarf að líta á hana sem tól en ekki ógn. Á tímum örra tækniframfara skiptir miklu máli að kennsla taki mið af þeim möguleikum sem tæknin býður upp á. Við viljum sjá aukna nýtingu stafrænnar tækni í kennslu, þar sem nemendur læra að leysa flókin vandamál með skapandi og lausnamiðuðum verkefnum. Forrit og stafræn verkfæri ættu að vera hluti af daglegu skólastarfi, hvort sem er í kennslustofunni eða heima, og stuðla þannig að samfellu í námi og frekara sjálfsnámi nemenda. Tungumálakennsla og fjölbreytileiki Íslenskt samfélag er fjölbreytt og við viljum viðhalda þeim jákvæða þætti samfélagsins. Samskiptahæfni er grunnur velferðar. Íslenska tungumálið ýtir undir velgengni í íslenska kerfinu og efling íslenskukennslu er stór þáttur í því að veita fólki jöfn tækifæri í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykill að alþjóðlegri þátttöku og samkeppnishæfni. Við leggjum áherslu á eflingu tungumálanáms, bæði í íslensku og erlendum tungumálum. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegan vinnumarkað, á sama tíma og við varðveitum íslenska tungu og menningu. Stuðningur við nemendur með sérþarfir Jafnrétti til menntunar er grundvallarmál. Við leggjum áherslu á að nemendur með sérþarfir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í námi. Með aukinni sérkennslu og einstaklingsmiðaðri námsáætlun viljum við tryggja að allir nemendur geti þroskað hæfileika sína og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Samstarf við atvinnulífið Tengsl við atvinnulífið eru lykilatriði til að tryggja að menntakerfið mæti þörfum vinnumarkaðarins. Við viljum sjá aukið samstarf milli skóla og fyrirtækja, þar sem nemendur fá tækifæri til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar. Slíkt samstarf mun styrkja hæfni nemenda og undirbúa þá betur fyrir framtíðarstörf. Aðgengi að menntun fyrir alla Lykilmarkmið okkar er að tryggja að allir nemendur, óháð bakgrunni eða búsetu, hafi jöfn tækifæri til menntunar. Við viljum auka stuðning við nemendur úr efnaminni fjölskyldum með námsstyrkjum og tryggja betra aðgengi að menntun í dreifbýli. Menntun sem eflir einstaklinginn Við leggjum einnig áherslu á persónulega námsráðgjöf fyrir nemendur, þar sem stuðningur og leiðbeiningar geta gert þeim kleift að finna réttu námsleiðina. Einnig viljum við efla félagsfærni og samskipti nemenda í gegnum tómstundastarf og að skapa jákvætt skólaumhverfi þar sem geðheilsa og vellíðan eru í forgrunni. Með þessum aðgerðum tryggjum við að menntakerfið verði framtíðarvænt, fjölbreytt og aðgengilegt öllum. Við í Ungri Framsókn í Kraganum trúum því að með öflugri menntun verði til öflugra samfélag. Við í Ungri Framsókn í Kraganum hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfiokkar að hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum Höfundur er varaformaður ung Framsókn í Kraganum.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun