Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 16:57 Jón Gnarr bauð sig fram til forseta í vor. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. Í gær var greint frá því að Jón hygðist bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Hann ræddi um þessa breytingu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta gerðist nú bara nokkuð organískt. Nú er það ekkert launungamál að samstarfskona mín til margra ára, Heiða Kristín Helgadóttir, sem var með mér í Besta flokknum og líka í forsetaframboðinu, hefur verið hluti af Viðreisn. Mér fannst svo gaman í þessu forsetaframboði. Allt sem fól í sér að mæta í einhver viðtöl og ræða um einhverja hluti og ég fann að ég hafði ýmislegt um málefni að segja sem aðrir höfðu ekki. Svo fannst mér gaman að hitta fólk og tala við það. Þannig ég gat alveg hugsað mér að fara í einhverja pólitík.“ Jón segist hafa tekið kosningapróf fyrir síðustu kosningar og þar hafi hann komið út sem Viðreisnarmaður. „Ég var mest Viðreisn og minna eitthvað annað.“ Hann hafi farið að ræða um þetta við fólk og endað á að spyrja sig: „Af hverju ekki? Af hverju ætti ég ekki að prófa þetta?“ Mikil breyting Um sé að ræða mikla breytingu hjá Jóni sem segist ætla að hætta að starfa sem listamaður, nema kannski í hliðarverkefnum. „Ég er svoldið bara að hætta að starfa sem listamaðurinn Jón Gnarr og verða pólitíkusinn Jón Gnarr, sem kannski starfar eitthvað í listum til hliðar eftir því sem tækifæri gefast. Þetta er mikil kúvending og ég er að taka þessu af fullri alvöru.“ Jón segist brenna mikið fyrir menntamálum. Hann vilji berjast fyrir því að börnum og ungmennum líði vel í skóla og að þau nái árangri. Jafnframt segir hann mikilvægt að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign. „Þetta á ekki að vera peningavél fyrir fáa útvalda, heldur til þess gert að halda uppi innviðum samfélagsins. Mér finnst það orðið lífsnauðsynlegt.“ Þá vill Jón fá að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Honum segist sárna að það hafi ekki gerst. Hann segist sjá mörg tækifæri í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu á Íslandi sem ekki sé verið að nýta, og telur að það myndi hjálpa að hafa hans reynslu af þeim bransa í stjórnkerfinu. Hvað um Tvíhöfða? En það eru eflaust margir sem spyrja hvað verður um Tvíhöfða? „Ég veit ekkert hvað verður um Tvíhöfða. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Tvíhöfði haldi áfram þó að ég sé þingmaður. Ég held að það gæti orðið flóknara ef ég verð ráðherra,“ segir Jón. Viðreisn Alþingi Reykjavík Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Í gær var greint frá því að Jón hygðist bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Hann ræddi um þessa breytingu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta gerðist nú bara nokkuð organískt. Nú er það ekkert launungamál að samstarfskona mín til margra ára, Heiða Kristín Helgadóttir, sem var með mér í Besta flokknum og líka í forsetaframboðinu, hefur verið hluti af Viðreisn. Mér fannst svo gaman í þessu forsetaframboði. Allt sem fól í sér að mæta í einhver viðtöl og ræða um einhverja hluti og ég fann að ég hafði ýmislegt um málefni að segja sem aðrir höfðu ekki. Svo fannst mér gaman að hitta fólk og tala við það. Þannig ég gat alveg hugsað mér að fara í einhverja pólitík.“ Jón segist hafa tekið kosningapróf fyrir síðustu kosningar og þar hafi hann komið út sem Viðreisnarmaður. „Ég var mest Viðreisn og minna eitthvað annað.“ Hann hafi farið að ræða um þetta við fólk og endað á að spyrja sig: „Af hverju ekki? Af hverju ætti ég ekki að prófa þetta?“ Mikil breyting Um sé að ræða mikla breytingu hjá Jóni sem segist ætla að hætta að starfa sem listamaður, nema kannski í hliðarverkefnum. „Ég er svoldið bara að hætta að starfa sem listamaðurinn Jón Gnarr og verða pólitíkusinn Jón Gnarr, sem kannski starfar eitthvað í listum til hliðar eftir því sem tækifæri gefast. Þetta er mikil kúvending og ég er að taka þessu af fullri alvöru.“ Jón segist brenna mikið fyrir menntamálum. Hann vilji berjast fyrir því að börnum og ungmennum líði vel í skóla og að þau nái árangri. Jafnframt segir hann mikilvægt að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign. „Þetta á ekki að vera peningavél fyrir fáa útvalda, heldur til þess gert að halda uppi innviðum samfélagsins. Mér finnst það orðið lífsnauðsynlegt.“ Þá vill Jón fá að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Honum segist sárna að það hafi ekki gerst. Hann segist sjá mörg tækifæri í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu á Íslandi sem ekki sé verið að nýta, og telur að það myndi hjálpa að hafa hans reynslu af þeim bransa í stjórnkerfinu. Hvað um Tvíhöfða? En það eru eflaust margir sem spyrja hvað verður um Tvíhöfða? „Ég veit ekkert hvað verður um Tvíhöfða. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Tvíhöfði haldi áfram þó að ég sé þingmaður. Ég held að það gæti orðið flóknara ef ég verð ráðherra,“ segir Jón.
Viðreisn Alþingi Reykjavík Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira