Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar 13. september 2024 09:45 Á fallegum stað í Mosfellsbæ er Reykjalundur endurhæfing ehf, stærsta endurhæfingarstöð landsins. Þar fá árlega 1400 einstaklingar með fjölþættan vanda, læknisfræðilega þverfaglega endurhæfingu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Reykjalundur hefur haft vísindarannsóknir í stefnu sinni um áratuga skeið og unnið markvisst að uppbyggingu innviða fyrir rannsóknir. Staða rannsóknarstjóra var sett á fót 1999, þriggja manna vísindaráð stofnað 2004 og vísindasjóður Reykjalundar úthlutaði fyrstu styrkjum 2006. Vísindadagur Reykjalundar hefur verið haldinn árlega síðan 2004, með kynningum á niðurstöðum rannsókna starfsmanna Reykjalundar og nemenda þeirra. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur og þróun í háskólastarfi á Íslandi þar sem fjöldi nemenda í meistara- og doktorsnámi hefur vaxið hratt. Því hefur þörf fyrir þekkingu og aðstöðu til að þjálfa nemendur bæði í verknámi og vísindum aukist mjög. Á Reykjalundi er meirihluti starfsmanna með háskólamenntun og vaxandi hluti þeirra með framhaldsmenntun (meistara- og doktorsgráður). Hátt menntunarstig og sú reynsla í vísindastarfi, sem margir starfsmenn Reykjalundar hafa, er forsenda þess að þeir eru í stakk búnir til að sinna kennslu og vísindalegri þjálfun háskólanema. Í gildi eru samningar milli Reykjalundar og Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri um kennslu og vísindi. Hvernig hefur svo tekist til, hver er vísindavirknin á Reykjalundi? Ef notaðir eru viðurkenndir mælikvarðar á vísindavirkni svo sem fjöldi nemenda sem hafa lokið rannsóknarverkefnum, birtar vísindagreinar og fjöldi verkefna sem fengið hafa styrki úr samkeppnissjóðum kemur í ljós að virknin á Reykjalundi er veruleg. Alls hafa 57 nemendur lokið meistaranámsverkefni á Reykjalundi, 26 nemendur bakkalárverkefni og einn nemandi lokið doktorsverkefni, allt undir leiðsögn starfsmanna Reykjalundar í nánu samstarfi við háskólana. Á vísindadegi Reykjalundar hafa undanfarin ár verið 6-8 erindi ár hvert um niðurstöður rannsókna á Reykjalundi. Síðastliðin 15 ár hafa ein til fjórar vísindagreinar verið birtar á ári í viðurkenndum ritrýndum vísindatímaritum. Þegar þetta er ritað eru nokkur verkefni í gangi í samstarfi við aðrar stofnanir innanlands og utan. Má þar nefna fýsileikarannsókn á ReDO® íhlutuninni, sem er hópíhlutun byggð á iðjuþjálfun með það markmið að gera fólki fært að snúa aftur til vinnu eða í aðra virkni. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Háskólana í Lundi og Halmstad í Svíþjóð, Háskólana í Osló og á Akureyri og hefur fengið styrki frá VIRK og Svíþjóð. Einnig er vert að nefna MicroFIBERgut, sem er rannsókn á áhrifum lífstílsbreytinga og kítósan fæðubótarefnis á þarmaflóru íslenskra kvenna. Rannsóknin er samstarfsverkefni Reykjalundar, Matís, Háskóla Íslands og Primex ehf og var styrkt af Tækniþróunarsjóði hjá Rannís. Nú er evrópskt rannsóknarverkefni í undirbúningi sem Reykjalundur tekur þátt í fyrir Íslands hönd. Verkefnið fjallar um langvinna öndunarfærasjúkdóma og er á vegum EU4Health Programme sem er styrkt af Evrópusambandinu. Mörg önnur rannsóknarverkefni eru í gangi á Reykjalundi sem ekki hafa verið talin upp hér. Um þau, nemaverkefnin, greinabirtingar og allt það sem tengist vísindum á Reykjalundi má lesa um á heimasíðu Reykjalundar, á slóðinni: https://www.reykjalundur.is/visindi-og-kennsla/ En til hvers vísindavinnu í endurhæfingu á Íslandi? Getum við ekki bara notað niðurstöður erlendra aðila sem stunda rannsóknir? Forstöðumaður vísinda á Landspítala, Magnús Gottfreðsson, svaraði seinni spurningunni í viðtali við Læknablaðið nýlega þar sem hann segir meðal annars: „Vísindastarfsemi hefur mikil menningarleg áhrif innan þeirrar stofnunar þar sem hún er stunduð…..þar sem verið er að búa til þekkinguna og starfsmenn eru gagnrýnir og mun færari um að taka upp nýjungar og kasta gömlum hugmyndum“ (Læknablaðið 6.tbl, 110 árg, 2024). Þetta kom heldur betur á daginn haustið 2020 þegar beiðnir fóru að berast á Reykjalund um endurhæfingu fólks með langvinn einkenni eftir Covid-19 veikindi. Þá reyndi svo sannarlega á klíníska reynslu starfsmanna, gagnrýna hugsun og vísindaleg vinnubrögð til að takast á við afleiðingar nýs sjúkdóms. Þverfagleg samvinna þvert á meðferðarteymi þar sem allir lögðu sitt á vogarskálarnar leiddi af sér meðferð, bæði almenna og sértæka, sem gaf mjög góðan árangur. Hvernig vitum við á Reykjalundi að árangurinn af meðferðinni var góður? Jú, við gerðum á því vísindarannsókn með leyfi vísindasiðanefndar, því það er leiðin til að svara slíkri spurningu. Ekki leikur nokkur vafi á gildi vísinda í starfsemi Reykjalundar á þeirri vegferð að vera leiðandi afl í endurhæfingu á Íslandi. Vísindi á Reykjalundi skapa grundvöll fyrir áframhaldandi þróun í læknisfræðilegri þverfaglegri endurhæfingu og gera Reykjalundi jafnframt kleift að leggja sitt af mörkum í góðri menntun og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Höfundur er rannsóknarstjóri á Reykjalundi og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Á fallegum stað í Mosfellsbæ er Reykjalundur endurhæfing ehf, stærsta endurhæfingarstöð landsins. Þar fá árlega 1400 einstaklingar með fjölþættan vanda, læknisfræðilega þverfaglega endurhæfingu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Reykjalundur hefur haft vísindarannsóknir í stefnu sinni um áratuga skeið og unnið markvisst að uppbyggingu innviða fyrir rannsóknir. Staða rannsóknarstjóra var sett á fót 1999, þriggja manna vísindaráð stofnað 2004 og vísindasjóður Reykjalundar úthlutaði fyrstu styrkjum 2006. Vísindadagur Reykjalundar hefur verið haldinn árlega síðan 2004, með kynningum á niðurstöðum rannsókna starfsmanna Reykjalundar og nemenda þeirra. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur og þróun í háskólastarfi á Íslandi þar sem fjöldi nemenda í meistara- og doktorsnámi hefur vaxið hratt. Því hefur þörf fyrir þekkingu og aðstöðu til að þjálfa nemendur bæði í verknámi og vísindum aukist mjög. Á Reykjalundi er meirihluti starfsmanna með háskólamenntun og vaxandi hluti þeirra með framhaldsmenntun (meistara- og doktorsgráður). Hátt menntunarstig og sú reynsla í vísindastarfi, sem margir starfsmenn Reykjalundar hafa, er forsenda þess að þeir eru í stakk búnir til að sinna kennslu og vísindalegri þjálfun háskólanema. Í gildi eru samningar milli Reykjalundar og Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri um kennslu og vísindi. Hvernig hefur svo tekist til, hver er vísindavirknin á Reykjalundi? Ef notaðir eru viðurkenndir mælikvarðar á vísindavirkni svo sem fjöldi nemenda sem hafa lokið rannsóknarverkefnum, birtar vísindagreinar og fjöldi verkefna sem fengið hafa styrki úr samkeppnissjóðum kemur í ljós að virknin á Reykjalundi er veruleg. Alls hafa 57 nemendur lokið meistaranámsverkefni á Reykjalundi, 26 nemendur bakkalárverkefni og einn nemandi lokið doktorsverkefni, allt undir leiðsögn starfsmanna Reykjalundar í nánu samstarfi við háskólana. Á vísindadegi Reykjalundar hafa undanfarin ár verið 6-8 erindi ár hvert um niðurstöður rannsókna á Reykjalundi. Síðastliðin 15 ár hafa ein til fjórar vísindagreinar verið birtar á ári í viðurkenndum ritrýndum vísindatímaritum. Þegar þetta er ritað eru nokkur verkefni í gangi í samstarfi við aðrar stofnanir innanlands og utan. Má þar nefna fýsileikarannsókn á ReDO® íhlutuninni, sem er hópíhlutun byggð á iðjuþjálfun með það markmið að gera fólki fært að snúa aftur til vinnu eða í aðra virkni. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Háskólana í Lundi og Halmstad í Svíþjóð, Háskólana í Osló og á Akureyri og hefur fengið styrki frá VIRK og Svíþjóð. Einnig er vert að nefna MicroFIBERgut, sem er rannsókn á áhrifum lífstílsbreytinga og kítósan fæðubótarefnis á þarmaflóru íslenskra kvenna. Rannsóknin er samstarfsverkefni Reykjalundar, Matís, Háskóla Íslands og Primex ehf og var styrkt af Tækniþróunarsjóði hjá Rannís. Nú er evrópskt rannsóknarverkefni í undirbúningi sem Reykjalundur tekur þátt í fyrir Íslands hönd. Verkefnið fjallar um langvinna öndunarfærasjúkdóma og er á vegum EU4Health Programme sem er styrkt af Evrópusambandinu. Mörg önnur rannsóknarverkefni eru í gangi á Reykjalundi sem ekki hafa verið talin upp hér. Um þau, nemaverkefnin, greinabirtingar og allt það sem tengist vísindum á Reykjalundi má lesa um á heimasíðu Reykjalundar, á slóðinni: https://www.reykjalundur.is/visindi-og-kennsla/ En til hvers vísindavinnu í endurhæfingu á Íslandi? Getum við ekki bara notað niðurstöður erlendra aðila sem stunda rannsóknir? Forstöðumaður vísinda á Landspítala, Magnús Gottfreðsson, svaraði seinni spurningunni í viðtali við Læknablaðið nýlega þar sem hann segir meðal annars: „Vísindastarfsemi hefur mikil menningarleg áhrif innan þeirrar stofnunar þar sem hún er stunduð…..þar sem verið er að búa til þekkinguna og starfsmenn eru gagnrýnir og mun færari um að taka upp nýjungar og kasta gömlum hugmyndum“ (Læknablaðið 6.tbl, 110 árg, 2024). Þetta kom heldur betur á daginn haustið 2020 þegar beiðnir fóru að berast á Reykjalund um endurhæfingu fólks með langvinn einkenni eftir Covid-19 veikindi. Þá reyndi svo sannarlega á klíníska reynslu starfsmanna, gagnrýna hugsun og vísindaleg vinnubrögð til að takast á við afleiðingar nýs sjúkdóms. Þverfagleg samvinna þvert á meðferðarteymi þar sem allir lögðu sitt á vogarskálarnar leiddi af sér meðferð, bæði almenna og sértæka, sem gaf mjög góðan árangur. Hvernig vitum við á Reykjalundi að árangurinn af meðferðinni var góður? Jú, við gerðum á því vísindarannsókn með leyfi vísindasiðanefndar, því það er leiðin til að svara slíkri spurningu. Ekki leikur nokkur vafi á gildi vísinda í starfsemi Reykjalundar á þeirri vegferð að vera leiðandi afl í endurhæfingu á Íslandi. Vísindi á Reykjalundi skapa grundvöll fyrir áframhaldandi þróun í læknisfræðilegri þverfaglegri endurhæfingu og gera Reykjalundi jafnframt kleift að leggja sitt af mörkum í góðri menntun og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Höfundur er rannsóknarstjóri á Reykjalundi og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun