Unglingaslagsmál á Selfossi á borði lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 2. september 2024 10:10 Slagsmálin voru við Ölfusárbrú á Selfossi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar slagsmál unglinga undir Ölfusárbrú á Selfossi í gærkvöldi. Íbúi í bænum fullyrðir að fjórir til fimm grímuklæddir hafi ráðist að einum. Uppi varð fótur og fit í hópi íbúa á Selfossi í gær þar sem foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín. Þorsteinn Kristinsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn málsins á algeru frumstigi. Hann segir lögreglu nú afla gagna í málinu en það sem sé til skoðunar séu myndbandsupptökur af atvikinu sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og við erum að reyna að ná utan um þetta. Það er verið að leita í öllum myndavélum sem eru þarna og svo eru einhver myndskeið sem hafa verið tekin upp sem við erum að nota,“ segir Þorsteinn. Eru þau í dreifingu? „Ég veit það ekki nákvæmlega. Við erum með höndum myndband en ég veit ekki hvort, hvar eða hversu mikla dreifingu það hefur fengið.“ Alltaf alvarlegt Þorsteinn segir lögreglu vita að um hóp manna var að ræða. Það sé unnið að því að komast að því hverjir þeir eru. „Þolandinn er þekktur. Við höfum náð sambandi við hann. Þetta er hópur manna. Það er ljóst. En hver gerði hvað það er allt til rannsóknar,“ segir Þorsteinn. Drengurinn leitaði á slysadeild eftir árásina. „Það má segja að þetta hafi sloppið til en þetta er alltaf alvarlegt,“ segir hann um áverka drengsins. Huldu andlit sín Að neðan má sjá færslu móður sem lýsti því sem hún varð vitni að. Hún hefði tilkynnt málið til lögreglu. „Fyrr í kvöld voru ljót slagsmál við/undir Ölfusárbrú, Tryggvaskálamegin. Ef þú átt strák ca 15-18 ára með áverka eftir kvöldið væri ráð að spjalla við hann og reyna að fá frekari upplýsingar. Þetta voru 4-5 strákar á móti einum. Nokkrir áhorfendur til hliðar. Greinilega skipulagt því gerendur og áhorfendur földu andlit sín með grímum og hettum. Þetta voru grimm slagsmál en leystust upp þegar vitni reyndu að stoppa þá. Lögreglan var kölluð til og komu rétt eftir að þeir hlupu í burtu. Veit ekki hvort þeir náðu í skottið á einhverjum þeirra.“ Ráðist á dreng á leið í sund Þá vakti kona í Breiðholti athygli á því að hafa orðið vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug á öðrum tímanum í gær. Lýsti hún því að hópur ungra krakka, líklega fimm, ráðist að unglingsdreng á leið í sund. Þolandinn og vinir hans hefðu verið af asískum uppruna. „Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar. Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur.“ Hvatt er til þess í þessari umræðu sem fleirum að foreldrar taki höndum saman og reyni að takast á við ofbeldi ungmenna. „Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Uppi varð fótur og fit í hópi íbúa á Selfossi í gær þar sem foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín. Þorsteinn Kristinsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn málsins á algeru frumstigi. Hann segir lögreglu nú afla gagna í málinu en það sem sé til skoðunar séu myndbandsupptökur af atvikinu sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og við erum að reyna að ná utan um þetta. Það er verið að leita í öllum myndavélum sem eru þarna og svo eru einhver myndskeið sem hafa verið tekin upp sem við erum að nota,“ segir Þorsteinn. Eru þau í dreifingu? „Ég veit það ekki nákvæmlega. Við erum með höndum myndband en ég veit ekki hvort, hvar eða hversu mikla dreifingu það hefur fengið.“ Alltaf alvarlegt Þorsteinn segir lögreglu vita að um hóp manna var að ræða. Það sé unnið að því að komast að því hverjir þeir eru. „Þolandinn er þekktur. Við höfum náð sambandi við hann. Þetta er hópur manna. Það er ljóst. En hver gerði hvað það er allt til rannsóknar,“ segir Þorsteinn. Drengurinn leitaði á slysadeild eftir árásina. „Það má segja að þetta hafi sloppið til en þetta er alltaf alvarlegt,“ segir hann um áverka drengsins. Huldu andlit sín Að neðan má sjá færslu móður sem lýsti því sem hún varð vitni að. Hún hefði tilkynnt málið til lögreglu. „Fyrr í kvöld voru ljót slagsmál við/undir Ölfusárbrú, Tryggvaskálamegin. Ef þú átt strák ca 15-18 ára með áverka eftir kvöldið væri ráð að spjalla við hann og reyna að fá frekari upplýsingar. Þetta voru 4-5 strákar á móti einum. Nokkrir áhorfendur til hliðar. Greinilega skipulagt því gerendur og áhorfendur földu andlit sín með grímum og hettum. Þetta voru grimm slagsmál en leystust upp þegar vitni reyndu að stoppa þá. Lögreglan var kölluð til og komu rétt eftir að þeir hlupu í burtu. Veit ekki hvort þeir náðu í skottið á einhverjum þeirra.“ Ráðist á dreng á leið í sund Þá vakti kona í Breiðholti athygli á því að hafa orðið vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug á öðrum tímanum í gær. Lýsti hún því að hópur ungra krakka, líklega fimm, ráðist að unglingsdreng á leið í sund. Þolandinn og vinir hans hefðu verið af asískum uppruna. „Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar. Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur.“ Hvatt er til þess í þessari umræðu sem fleirum að foreldrar taki höndum saman og reyni að takast á við ofbeldi ungmenna. „Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira