Heilbrigðiskerfið í stórasta landi í heimi Anna Kristjana Helgadóttir skrifar 22. ágúst 2024 17:32 Ég ligg hér og hugsa, og skrifa svo mikið, Um allt sem hefur gerst, og alla sem þið hafið svikið. Ég bið ekki um margt, bara að á mig þið hlustið. En þið sjáið ekki raunina, við erum fólkið sem þið þjónustið. Ég hef eytt blóði, svita og tárum, í baráttu sem skilur mig eftir í sárum. Og ég get ekkert að því gert að vona, að sá næsti sem þarf á ykkur að halda sé ekki kona. Í apríl fór ég í veikindaleyfi frá vinnu, vinnu sem ég algerlega elska og dýrka. Veikindaleyfið var útaf orkuleysi, verkjum og mörgum óútskýrðum verkjum. Þegar ég fór í veikindaleyfi var ég nýkomin með greiningu á vefjagigt, og var búin í allskonar rannsóknum og blóðprufum. 22 ára og gat ekki sinnt vinnu lengur, gat ekki sinnt heimilinu, gat nánast ekkert gert. Í maí kom svo í ljós að ég er með POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Það er bilun í ósjálfráða taugakerfinu sem veldur ýmsum vandamálum, meðal annars hjartavandamálum. Ég er á tvemur mismunandi lyfjum til að lækka hjartsláttinn og auka lífsgæðin, en það sem hjálpar mest er að fá vökva í æð, þá haldast verstu einkennin í skefjum í 4-5 daga. Ég fór að meðaltali 1x í viku á bráðamóttökuna og fékk vökva á meðan ég beið eftir tíma hjá hjartalækni til að gera beiðni fyrir mig, en mér fannst alltaf óþægilegt að vera að fara á bráðamóttökuna því mér fannst þetta ekki vera bráðaerindi en vissulega er þetta það eina sem hjálpar. Ég vil líka taka það fram að flestir á bráðamóttökunni voru algerir englar og héldu vel utan um mig í þessari bið, en þó var einn og einn inn á milli sem sá mig bara sem unga stelpu og ég ætti bara að vera hraust. En ég var bara algerlega búin á því, einkennin versnuðu með hverri vikunni sem leið og sama hvað ég prófaði þá hjálpaði ekkert. Ég gafst upp á biðinni eftir hjartalækni á Akureyri um miðjan júlí og hafði samband við hjartalækni á höfuðborgarsvæðinu, hann svarar mér nánast strax og ég fæ tíma viku seinna, þann 24. júlí. Hann fór yfir söguna mína og við ræddum einkenni og fleira fram og til baka, svo skrifaði hann beiðni fyrir mig í vökvagjöf á göngudeild SAk fyrir mig, sem var móttekin samdægurs. Ég hringdi 29. júlí á göngudeildina og þá kannaðist enginn við beiðnina mína, þrátt fyrir að gögnin hjá hjartalækninum sögðu að hún hefði verið móttekin samdægurs. Daginn eftir, 30. júlí, fer ég í vökva á bráðamóttökunni. Ég hringi aftur á SAk 1. ágúst og fæ þá sömu svör, að þetta taki stundum bara smá tíma. Þann 8. ágúst hringi ég aftur og fæ þá svarið að beiðnin mín sé komin á borð hjá yfirlækni og að hann þurfi að samþykkja hana fyrst, en vonandi fengi ég tíma í næstu viku. 20. ágúst, í dag, hafði ég ennþá ekkert heyrt og hringi aftur, en þá liggur beiðnin mín ennþá á borðinu hjá þessum yfirlækni. Núna hef ég ekki fengið vökva síðan 30. júlí, og hef verið rúmliggjandi nánast síðan. Orkuleysi, áreynsluóþol, verkir í brjóstkassa, svimi, mikil mæði og almenn vanlíðan eru helstu einkenni, en listinn yfir öll einkenni gæti verið endalaus. En ég fór áðan, 20. ágúst, á bráðamóttökuna, segi við konuna í móttökunni hvað sé að og hún skráir mig inn. Nokkrum mínútum seinna kemur til mín önnur kona, sem ég geri ráð fyrir að sé hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði en hún kynnti sig ekkert. Hún segir að þau geti ekki tekið við mér, og spyr svo hvort ég eigi ekki tíma á göngudeildinni fljótlega. Ég svara að beiðnin sé búin að liggja þar í mánuð og ennþá ekkert að frétta, hún svarar þá að ég komist vonandi að þar fljótlega og fer. Ég fer heim, undir sæng þar sem ég hef verið síðustu fjórar vikurnar. Ég get ekki sinnt áhugamálunum mínum, ég get ekki hitt fjölskylduna né vini, ég get ekki hugsað um heimilið. Suma daga get ég ekki einu sinni setið í sófanum og horft á sjónvarpið, því orkan er svo lítil að ég get ekkert gert. Ég ligg bara í rúminu og sófanum til skiptis, reyni að drekka amk 4l af vökva á dag og tek nóg af vítamínum og steinefnum. Ég reyni að borða reglulega. Ég reyni að hugsa að á morgun sé nýr dagur og þá vonandi verð ég aðeins betri. Þetta svokallaða heilbrigðiskerfi er glatað, glórulaust, gallað og alls ekki gert fyrir fólkið sem þarf á því að halda. Ég er ekki að biðja um kraftaverk, ég er bara að biðja um að heilbrigðiskerfið vinni vinnuna sína. Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað. Höfundur er rafeindavirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég ligg hér og hugsa, og skrifa svo mikið, Um allt sem hefur gerst, og alla sem þið hafið svikið. Ég bið ekki um margt, bara að á mig þið hlustið. En þið sjáið ekki raunina, við erum fólkið sem þið þjónustið. Ég hef eytt blóði, svita og tárum, í baráttu sem skilur mig eftir í sárum. Og ég get ekkert að því gert að vona, að sá næsti sem þarf á ykkur að halda sé ekki kona. Í apríl fór ég í veikindaleyfi frá vinnu, vinnu sem ég algerlega elska og dýrka. Veikindaleyfið var útaf orkuleysi, verkjum og mörgum óútskýrðum verkjum. Þegar ég fór í veikindaleyfi var ég nýkomin með greiningu á vefjagigt, og var búin í allskonar rannsóknum og blóðprufum. 22 ára og gat ekki sinnt vinnu lengur, gat ekki sinnt heimilinu, gat nánast ekkert gert. Í maí kom svo í ljós að ég er með POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Það er bilun í ósjálfráða taugakerfinu sem veldur ýmsum vandamálum, meðal annars hjartavandamálum. Ég er á tvemur mismunandi lyfjum til að lækka hjartsláttinn og auka lífsgæðin, en það sem hjálpar mest er að fá vökva í æð, þá haldast verstu einkennin í skefjum í 4-5 daga. Ég fór að meðaltali 1x í viku á bráðamóttökuna og fékk vökva á meðan ég beið eftir tíma hjá hjartalækni til að gera beiðni fyrir mig, en mér fannst alltaf óþægilegt að vera að fara á bráðamóttökuna því mér fannst þetta ekki vera bráðaerindi en vissulega er þetta það eina sem hjálpar. Ég vil líka taka það fram að flestir á bráðamóttökunni voru algerir englar og héldu vel utan um mig í þessari bið, en þó var einn og einn inn á milli sem sá mig bara sem unga stelpu og ég ætti bara að vera hraust. En ég var bara algerlega búin á því, einkennin versnuðu með hverri vikunni sem leið og sama hvað ég prófaði þá hjálpaði ekkert. Ég gafst upp á biðinni eftir hjartalækni á Akureyri um miðjan júlí og hafði samband við hjartalækni á höfuðborgarsvæðinu, hann svarar mér nánast strax og ég fæ tíma viku seinna, þann 24. júlí. Hann fór yfir söguna mína og við ræddum einkenni og fleira fram og til baka, svo skrifaði hann beiðni fyrir mig í vökvagjöf á göngudeild SAk fyrir mig, sem var móttekin samdægurs. Ég hringdi 29. júlí á göngudeildina og þá kannaðist enginn við beiðnina mína, þrátt fyrir að gögnin hjá hjartalækninum sögðu að hún hefði verið móttekin samdægurs. Daginn eftir, 30. júlí, fer ég í vökva á bráðamóttökunni. Ég hringi aftur á SAk 1. ágúst og fæ þá sömu svör, að þetta taki stundum bara smá tíma. Þann 8. ágúst hringi ég aftur og fæ þá svarið að beiðnin mín sé komin á borð hjá yfirlækni og að hann þurfi að samþykkja hana fyrst, en vonandi fengi ég tíma í næstu viku. 20. ágúst, í dag, hafði ég ennþá ekkert heyrt og hringi aftur, en þá liggur beiðnin mín ennþá á borðinu hjá þessum yfirlækni. Núna hef ég ekki fengið vökva síðan 30. júlí, og hef verið rúmliggjandi nánast síðan. Orkuleysi, áreynsluóþol, verkir í brjóstkassa, svimi, mikil mæði og almenn vanlíðan eru helstu einkenni, en listinn yfir öll einkenni gæti verið endalaus. En ég fór áðan, 20. ágúst, á bráðamóttökuna, segi við konuna í móttökunni hvað sé að og hún skráir mig inn. Nokkrum mínútum seinna kemur til mín önnur kona, sem ég geri ráð fyrir að sé hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði en hún kynnti sig ekkert. Hún segir að þau geti ekki tekið við mér, og spyr svo hvort ég eigi ekki tíma á göngudeildinni fljótlega. Ég svara að beiðnin sé búin að liggja þar í mánuð og ennþá ekkert að frétta, hún svarar þá að ég komist vonandi að þar fljótlega og fer. Ég fer heim, undir sæng þar sem ég hef verið síðustu fjórar vikurnar. Ég get ekki sinnt áhugamálunum mínum, ég get ekki hitt fjölskylduna né vini, ég get ekki hugsað um heimilið. Suma daga get ég ekki einu sinni setið í sófanum og horft á sjónvarpið, því orkan er svo lítil að ég get ekkert gert. Ég ligg bara í rúminu og sófanum til skiptis, reyni að drekka amk 4l af vökva á dag og tek nóg af vítamínum og steinefnum. Ég reyni að borða reglulega. Ég reyni að hugsa að á morgun sé nýr dagur og þá vonandi verð ég aðeins betri. Þetta svokallaða heilbrigðiskerfi er glatað, glórulaust, gallað og alls ekki gert fyrir fólkið sem þarf á því að halda. Ég er ekki að biðja um kraftaverk, ég er bara að biðja um að heilbrigðiskerfið vinni vinnuna sína. Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað. Höfundur er rafeindavirki
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun